Cantona stakk upp á því að verða forseti fótboltamála hjá Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. september 2022 07:02 Cantona er og verður alltaf í guðatölu á Old Trafford. vísir/getty Goðsögnin Eric Cantona var óvænt í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic. Cantona, sem er engum líkur, fór um víðan völl í viðtalinu sem tekið var í Casablanca, Marokkó. Þar kemur Cantona meðal annars inn á það þegar hann hitti forráðamenn Manchester United og stakk upp á því að hann yrði „forseti fótboltamála“ hjá félaginu. Hinn 56 ára gamli Cantona lék með Manchester United frá 1992 til 1997. „King Eric“ eins og hann hefur oft verið kallaður meðal stuðningsfólk Man Utd var gríðarlega sigursæll á meðan hann lék listir sínar á Old Trafford. Boycotting the World Cup Becoming 'President' at #MUFC Why footballers are all sheepListen to Eric Cantona in conversation with @AdamCrafton_... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 26, 2022 Eftir að hann hætti í knattspyrnu aðeins þrítugur að aldri hefur Cantona gert ýmislegt. Í viðtalinu fer Cantona yfir af hverju hann er ekki sendiherra hjá Man United en hann viðurkenndi þó að nýlega hefði hann boðið félaginu krafta sína. „Á síðasta ári stakk ég upp á því að breyta aðeins til,“ sagði Cantona. Hann hafði rætt þetta við Sir Alex Ferguson, sinn gamla stjóra, og sá studdi Cantona í ákvörðun sinni. Frakkinn vildi nefnilega verða „forseti fótboltamála“ hjá Manchester United. Reikna má með að starfið væri svipað og það sem „yfirmaður fótboltamála“ sinnir en þar sem um er að ræða Cantona þá vildi hann vera titlaður forseti. „Ég talaði við Ed Woodward, hann er frábær þegar kemur að markaðssetningu en ekki þegar kemur að fótbolta. Þú hefðir haft framkvæmdastjóra, markaðsstjóra og forseta fótboltamála. Félagið samþykkti ekki tilboð mitt, það vildi mig ekki.“ Eric Cantona has revealed he offered to become President of Football at Manchester United but Ed Woodward decided against it. #MUFCThe Cantona Interview. by @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 26, 2022 Cantona vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum á sínum fimm árum hjá Manchester United. Einnig lyfti hann enska FA bikarnum tvívegis. Alls lék hann 45 A-landsleiki fyrir Frakkland og skoraði í þeim 20 mörk. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Cantona lék með Manchester United frá 1992 til 1997. „King Eric“ eins og hann hefur oft verið kallaður meðal stuðningsfólk Man Utd var gríðarlega sigursæll á meðan hann lék listir sínar á Old Trafford. Boycotting the World Cup Becoming 'President' at #MUFC Why footballers are all sheepListen to Eric Cantona in conversation with @AdamCrafton_... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 26, 2022 Eftir að hann hætti í knattspyrnu aðeins þrítugur að aldri hefur Cantona gert ýmislegt. Í viðtalinu fer Cantona yfir af hverju hann er ekki sendiherra hjá Man United en hann viðurkenndi þó að nýlega hefði hann boðið félaginu krafta sína. „Á síðasta ári stakk ég upp á því að breyta aðeins til,“ sagði Cantona. Hann hafði rætt þetta við Sir Alex Ferguson, sinn gamla stjóra, og sá studdi Cantona í ákvörðun sinni. Frakkinn vildi nefnilega verða „forseti fótboltamála“ hjá Manchester United. Reikna má með að starfið væri svipað og það sem „yfirmaður fótboltamála“ sinnir en þar sem um er að ræða Cantona þá vildi hann vera titlaður forseti. „Ég talaði við Ed Woodward, hann er frábær þegar kemur að markaðssetningu en ekki þegar kemur að fótbolta. Þú hefðir haft framkvæmdastjóra, markaðsstjóra og forseta fótboltamála. Félagið samþykkti ekki tilboð mitt, það vildi mig ekki.“ Eric Cantona has revealed he offered to become President of Football at Manchester United but Ed Woodward decided against it. #MUFCThe Cantona Interview. by @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 26, 2022 Cantona vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum á sínum fimm árum hjá Manchester United. Einnig lyfti hann enska FA bikarnum tvívegis. Alls lék hann 45 A-landsleiki fyrir Frakkland og skoraði í þeim 20 mörk.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira