Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2022 08:03 Gasleiðslunar hafa flutt gas frá Rússlandi og til Þýskalands um Eystrasalt. EPA Lekar sem uppgötvuðust í báðum Nord Stream-gasleiðslunum Eystrasalti í gær - Nord Stream 1 og 2 - kunna skýrast af því að skipulögð árás hafi verið gerð á leiðslunar. Þýska blaðið Tagesspiegel segir frá þessu og vísar í ónafngreindan heimildarmann innan þýska stjórnkerfisins. „Allt mælir gegn því að um sé að ræða tilviljun.“ Sænskir fjölmiðlar segja að göt hafi uppgötvast í báðum leiðslum í gær, sem varð til þess að gas sem er að finna í leiðslunum byrjaði að leka út í Eystrasalt. Viðvaranir voru sendar út til skipa undan ströndum Karlskrona í Svíþjóð og norður af Borgundarhólmi. Lekarnir urðu með einungis nokkurra klukkustunda millibili, fyrst í Nord Stream 2 og síðar Nord Stream 1, en gasleiðslunar hafa flutt gas frá Rússlandi og til Þýskalands um Eystrasalt. Orsök leikanna var fyrst sagt vera „skyndileg breyting á þrýstingi“. Nú segir hins vegar Tagesspiegel að mögulegt sé að kafbátur eða kafarar hafi valdið skemmdum á leiðslunum, en fulltrúar þýskra yfirvalda rannsaka nú skemmdirnar. Í frétt SVT segir að talsmaður Nord Stream 1 vilji hvorki tjá sig um fréttir af meintum skemmdarverkum, né gefa upp hvenær ráð sé fyrir gert að hægt verði að gera við þær. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011, en í byrjun september lokuðu rússnesk stjórnvöld á gasflutning um leiðsluna og vísaði þar til tæknilegra vandræða. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk á síðasta ári en hefur þó aldrei verið tekin í notkun, fyrst og fremst vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Þó að ekki sé verið að flytja gas um leiðslurnar þá er gríðarlegt magn af gas í þeim. Rússland Svíþjóð Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Þýska blaðið Tagesspiegel segir frá þessu og vísar í ónafngreindan heimildarmann innan þýska stjórnkerfisins. „Allt mælir gegn því að um sé að ræða tilviljun.“ Sænskir fjölmiðlar segja að göt hafi uppgötvast í báðum leiðslum í gær, sem varð til þess að gas sem er að finna í leiðslunum byrjaði að leka út í Eystrasalt. Viðvaranir voru sendar út til skipa undan ströndum Karlskrona í Svíþjóð og norður af Borgundarhólmi. Lekarnir urðu með einungis nokkurra klukkustunda millibili, fyrst í Nord Stream 2 og síðar Nord Stream 1, en gasleiðslunar hafa flutt gas frá Rússlandi og til Þýskalands um Eystrasalt. Orsök leikanna var fyrst sagt vera „skyndileg breyting á þrýstingi“. Nú segir hins vegar Tagesspiegel að mögulegt sé að kafbátur eða kafarar hafi valdið skemmdum á leiðslunum, en fulltrúar þýskra yfirvalda rannsaka nú skemmdirnar. Í frétt SVT segir að talsmaður Nord Stream 1 vilji hvorki tjá sig um fréttir af meintum skemmdarverkum, né gefa upp hvenær ráð sé fyrir gert að hægt verði að gera við þær. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011, en í byrjun september lokuðu rússnesk stjórnvöld á gasflutning um leiðsluna og vísaði þar til tæknilegra vandræða. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk á síðasta ári en hefur þó aldrei verið tekin í notkun, fyrst og fremst vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Þó að ekki sé verið að flytja gas um leiðslurnar þá er gríðarlegt magn af gas í þeim.
Rússland Svíþjóð Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira