Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. september 2022 11:14 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á haustmánuðum um auknar heimildir lögreglu til fyrirbyggjandi rannsókna. Vísir/Arnar Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að það væri varhugavert að bæta við heimildir lögreglu þar sem hún hefði þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir. Þá tók Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður undir með þingmanninum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem lagt hefur fram frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, segir umræðuna ekki málefnalega og bera keim af áróðri. „Í lögreglulögum er ekki að finna nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna og það er nauðsynlegt að þær séu skýrar í lögum og afmarkaðar, hvað er það sem lögreglan má gera og í hvaða tilfellum má hún nýta það,“ sagði Jón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum með mjög vaxandi ógn á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi og alþjóðleg glæpastarfsemi virðir engin landamæri,“ sagði Jón og vísaði til þess að mörg stór mál hér á landi, þar á meðal dópmál sem greint var frá í vor og sumar, hafi verið upplýst með aðstoð lögregluyfirvalda erlendis. Lögregla hér á landi hafi þó ekki sömu heimildir og lögregla í til að mynda Skandinavíu og Evrópu. Hann tók sem dæmi ef að hollenska lögreglan gruni Íslendinga um skipulagða glæpastarfsemi og óski eftir því að íslensk yfirvöld haldi eftirlitinu áfram, þá sé það ekki hægt þar sem þeir hafa ekki framið nein afbrot á Íslandi eða að ekki sé rökstuddur grunur um slíkt. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um þetta í þessu samhengi. Þannig einhver orðræða hér, eins og hefur komið fram í fréttum meðal annars frá þingmanni Pírata um helgina, um að það eigi nánast að fara að setja upp myndavélar í hvert einasta horn og hlera hér fólk og vera með eftirlit á einhverjum kaffihúsum úti um allan bæ og allir væru undir, þetta er auðvitað alls ekki meiningin,“ sagði Jón. Hafa fengið viðvaranir frá nágrannalöndunum Þingmaður Pírata gagnrýndi enn fremur að auðvelt væri að misnota þær heimildir sem þegar eru til staðar og lítið eftirlit sé til staðar. Að sögn Jóns þurfa vissulega að vera einhverjar takmarkanir, til að mynda að einstaklingur hafi tengsl við skipulagða brotastarfsemi svo hægt sé að hefja eftirlit. Þá væri tillit tekið til gagnrýni um mögulega misnotkun lögreglu. „Þetta er auðvitað fín lína milli friðhelgi einkalífs manna og þar erum við mjög áfram um það í mínum flokki að tryggja að hlutirnir séu í góðu lagi. En mér er efst í huga er að tryggja öryggi í okkar samfélagi. Við sjáum það, það er bara staðreynd að staðan til dæmis í þróun á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi er miklu alvarlegri heldur en jafnvel ég hafði gert mér grein fyrir,“ sagði Jón. „Við viljum ekki að börnin okkar alist upp í þessu samfélagi og við erum með viðvaranir frá lögregluyfirvöldum í okkar samstarfslöndum, sérstaklega á Norðurlöndum, þar sem þau segja bara: Þið verðið að stíga fast núna ef þið ætlið ekki að þróast í sömu átt og við, ástandið hjá ykkur getur orðið enn þá erfiðara eftir fimm til átta ár ef þið grípið ekki inn í,“ sagði hann enn fremur. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands. 29. júní 2022 06:30 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að það væri varhugavert að bæta við heimildir lögreglu þar sem hún hefði þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir. Þá tók Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður undir með þingmanninum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem lagt hefur fram frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, segir umræðuna ekki málefnalega og bera keim af áróðri. „Í lögreglulögum er ekki að finna nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna og það er nauðsynlegt að þær séu skýrar í lögum og afmarkaðar, hvað er það sem lögreglan má gera og í hvaða tilfellum má hún nýta það,“ sagði Jón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum með mjög vaxandi ógn á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi og alþjóðleg glæpastarfsemi virðir engin landamæri,“ sagði Jón og vísaði til þess að mörg stór mál hér á landi, þar á meðal dópmál sem greint var frá í vor og sumar, hafi verið upplýst með aðstoð lögregluyfirvalda erlendis. Lögregla hér á landi hafi þó ekki sömu heimildir og lögregla í til að mynda Skandinavíu og Evrópu. Hann tók sem dæmi ef að hollenska lögreglan gruni Íslendinga um skipulagða glæpastarfsemi og óski eftir því að íslensk yfirvöld haldi eftirlitinu áfram, þá sé það ekki hægt þar sem þeir hafa ekki framið nein afbrot á Íslandi eða að ekki sé rökstuddur grunur um slíkt. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um þetta í þessu samhengi. Þannig einhver orðræða hér, eins og hefur komið fram í fréttum meðal annars frá þingmanni Pírata um helgina, um að það eigi nánast að fara að setja upp myndavélar í hvert einasta horn og hlera hér fólk og vera með eftirlit á einhverjum kaffihúsum úti um allan bæ og allir væru undir, þetta er auðvitað alls ekki meiningin,“ sagði Jón. Hafa fengið viðvaranir frá nágrannalöndunum Þingmaður Pírata gagnrýndi enn fremur að auðvelt væri að misnota þær heimildir sem þegar eru til staðar og lítið eftirlit sé til staðar. Að sögn Jóns þurfa vissulega að vera einhverjar takmarkanir, til að mynda að einstaklingur hafi tengsl við skipulagða brotastarfsemi svo hægt sé að hefja eftirlit. Þá væri tillit tekið til gagnrýni um mögulega misnotkun lögreglu. „Þetta er auðvitað fín lína milli friðhelgi einkalífs manna og þar erum við mjög áfram um það í mínum flokki að tryggja að hlutirnir séu í góðu lagi. En mér er efst í huga er að tryggja öryggi í okkar samfélagi. Við sjáum það, það er bara staðreynd að staðan til dæmis í þróun á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi er miklu alvarlegri heldur en jafnvel ég hafði gert mér grein fyrir,“ sagði Jón. „Við viljum ekki að börnin okkar alist upp í þessu samfélagi og við erum með viðvaranir frá lögregluyfirvöldum í okkar samstarfslöndum, sérstaklega á Norðurlöndum, þar sem þau segja bara: Þið verðið að stíga fast núna ef þið ætlið ekki að þróast í sömu átt og við, ástandið hjá ykkur getur orðið enn þá erfiðara eftir fimm til átta ár ef þið grípið ekki inn í,“ sagði hann enn fremur.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands. 29. júní 2022 06:30 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24
„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32
Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands. 29. júní 2022 06:30