„Starstruck“ í vinnunni í fyrsta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. september 2022 14:31 Ingimar Davíðsson Facebook Ingimar Davíðsson er staddur í Los Angeles þar sem hann er að fara vera einn af tæknistjórum á minningartónleikum Taylor Hawkins í The Forum. Um er að ræða 18.000 manna minningartónleikum og er Ingimar einn af fjórum tæknistjórum viðburðarins. Ingimar ræddi verkefnið við Danna á X977. Hawkins var trommuleikarinn í Foo Fighters en hann lést í mars síðastliðinn. Foo Fighters héldu aðra slíka minningartónleika á Wembley í byrjun mánaðarins en í kvöld troða þeir upp í Los Angeles. „Þetta er náttúrulega heimavöllur fyrir þá, Dave Grohl býr hérna og Taylor bjó hérna í Kaliforníu.“ Ingimar flutti erlendis eftir að sjónvarpsstöðin Bravó sem hann starfaði fyrir hætti starfsemi. „Þá fæ ég ógeð af þessum íslenska fjölmiðlabransa, ég var búinn að vinna í sjónvarpi og fjölmiðlum á Íslandi í mörg ár.“ Segist hann hafa verið orðinn þreyttur á fjöldauppsögnum í bransanum hér þá flutti hann út í nám í framleiðslu og útsendingastjórn sjónvarpsskemmtiefnis. „Ég fékk atvinnutilboð upp úr því og hef eiginlega verið erlendis síðan.“ Taylor Hawkins var minnst á Grammy verðlaununum í Las Vegas í vor.Getty/Rich Fury Má ekki taka myndir Hann byrjaði í London vann hjá BBC en síðustu fjögur ár hefur hann verið í Los Angeles þar sem hann kemur að allskonar tónleikum og verðlaunaafhendingum, til dæmis þar sem Lady Gaga hefur komið fram. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég er svolítið starstruck í vinnunni,“ segir Ingimar um Foo Fighters verkefnið. Hann má þó ekki taka myndir eða tjá sig mikið um lífið bakvsiðs, stundum þarf hann að skrifa undir trúnaðarsamninga. „Maður má ekki tjá sig, en ég treysti því að það sé enginn í fjölmiðlateymi Foo Fighters að hlusta á X-ið.“ Ingimar segir að hann byrji aldrei vinna eins seint á daginn og þegar það eru rokktónleikar, en svo virðist sem rokkararnir vilji sofa út. „Við erum ekki að byrja fyrr en um hádegi og erum að vinna til miðnættis.“ Aðsent Ingimar segist geta notið tónleikana þrátt fyrir að vera í vinnunni, og það ætlar hann sér að gera á tónleikunum í kvöld. Til að nefna nokkra, þá spiluðu Paul McCartney, Van Halen, Nile Rodgers og Oasis á tónleikunum á Wembley, en búist er við Alanis Morissette, Miley Cyrus, Lars Ulrich (Metallica), Sebastian Bach (Skid Row), Geezer Butler (Black Sabbath) og mörgum fleirum á Los Angeles tónleikunum. Viðtalið við Ingimar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist X977 Íslendingar erlendis Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ingimar ræddi verkefnið við Danna á X977. Hawkins var trommuleikarinn í Foo Fighters en hann lést í mars síðastliðinn. Foo Fighters héldu aðra slíka minningartónleika á Wembley í byrjun mánaðarins en í kvöld troða þeir upp í Los Angeles. „Þetta er náttúrulega heimavöllur fyrir þá, Dave Grohl býr hérna og Taylor bjó hérna í Kaliforníu.“ Ingimar flutti erlendis eftir að sjónvarpsstöðin Bravó sem hann starfaði fyrir hætti starfsemi. „Þá fæ ég ógeð af þessum íslenska fjölmiðlabransa, ég var búinn að vinna í sjónvarpi og fjölmiðlum á Íslandi í mörg ár.“ Segist hann hafa verið orðinn þreyttur á fjöldauppsögnum í bransanum hér þá flutti hann út í nám í framleiðslu og útsendingastjórn sjónvarpsskemmtiefnis. „Ég fékk atvinnutilboð upp úr því og hef eiginlega verið erlendis síðan.“ Taylor Hawkins var minnst á Grammy verðlaununum í Las Vegas í vor.Getty/Rich Fury Má ekki taka myndir Hann byrjaði í London vann hjá BBC en síðustu fjögur ár hefur hann verið í Los Angeles þar sem hann kemur að allskonar tónleikum og verðlaunaafhendingum, til dæmis þar sem Lady Gaga hefur komið fram. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég er svolítið starstruck í vinnunni,“ segir Ingimar um Foo Fighters verkefnið. Hann má þó ekki taka myndir eða tjá sig mikið um lífið bakvsiðs, stundum þarf hann að skrifa undir trúnaðarsamninga. „Maður má ekki tjá sig, en ég treysti því að það sé enginn í fjölmiðlateymi Foo Fighters að hlusta á X-ið.“ Ingimar segir að hann byrji aldrei vinna eins seint á daginn og þegar það eru rokktónleikar, en svo virðist sem rokkararnir vilji sofa út. „Við erum ekki að byrja fyrr en um hádegi og erum að vinna til miðnættis.“ Aðsent Ingimar segist geta notið tónleikana þrátt fyrir að vera í vinnunni, og það ætlar hann sér að gera á tónleikunum í kvöld. Til að nefna nokkra, þá spiluðu Paul McCartney, Van Halen, Nile Rodgers og Oasis á tónleikunum á Wembley, en búist er við Alanis Morissette, Miley Cyrus, Lars Ulrich (Metallica), Sebastian Bach (Skid Row), Geezer Butler (Black Sabbath) og mörgum fleirum á Los Angeles tónleikunum. Viðtalið við Ingimar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist X977 Íslendingar erlendis Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning