Íslenskukennsla á vinnutíma – er allra hagur Ragnheiður Jóna Jónsdóttir skrifar 28. september 2022 08:01 Umræðan um erlent vinnuafl og íslenskunám rís hátt um þessar mundir og er það vel, enda er um mikilvægt málefni að ræða sem hefði gjarnan mátt taka meira pláss íslensku samfélagi hingað til. Íslenskunám á vinnustað á vinnutíma er nokkuð sem ég get mælt með fullum fetum, eftir að hafa reynt slíkt fyrirkomulag í Hannesarholti. Þar fengum við reyndan kennara í íslensku sem öðru máli á staðinn reglulega og bauð pólskum starfsmönnum okkar uppá kennslu sem var sérsniðin að þeirra þörfum. Orðaforði kenndur sem hentar vinnustaðnum Einn af kostunum við að vinnuveitandi bjóði uppá íslenskukennslu er að auðvelt er að innleiða orðaforða sem hentar vinnustaðnum og er þá líklegur til að komast í daglega notkun hjá nemendum. Þeir fengu orð yfir það sem þeir kunnu til hlýtar og sýsluðu með alla daga og þjálfun í að fjalla um það á íslensku. Þannig verður námið skilvirkara og líklegra að nemandinn nái skjótum framförum. Starfsmenn sem höfðu reynst vel í starfi en vantaði betri kunnáttu í íslensku gátu því styrkst á heimavelli og farið heim úr vinnunni með íslenskulexíurnar í fersku minni. Hjálpum fólki í þjónustustörfum að læra íslensku Í gegnum tíðina hefur sótt til okkar fjöldi af frambærilegu erlendu fólki sem hefur óskað eftir þjónastarfi í Hannesarholti. Niðurstaðan hefur verið sú að enginn hefur verið ráðinn til að þjóna til borðs í veitingastofum hússins sem ekki getur gert sig skiljanlegan á íslensku, enda eru gestir okkar á öllum aldri og óhugsandi að bjóða þeim aðeins uppá þjónustu á ensku. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það sé ekki boðlegt á Íslandi að starfsmenn í þjónustu geti aðeins þjónað viðskiptavinum séu þeir ávarpaðir á erlendri tungu. Gerum kröfur fyrir hönd íslenskrar tungu Í raun er málið ósköp einfalt og varðar okkur öll sem búum á Íslandi. Hingað til hefur samfélagið verið þannig hugsað að allir hefðu aðgang að samfélagslegum gæðum eins og menntun og þjónustu. Allt slíkt fer fram á íslensku og þeir sem ekki tala málið eru líklegir til að missa af ýmsu sem annars stendur til boða.. Ef við viljum að samfélagið verði áfram í þessum anda er það nauðsynlegt að við hlúum að íslenskunámi þeirra sem hingað flytja og starfa í samfélagi okkar. Ef við viljum að íslenskan lifi þurfum við að gera kröfu um að hún sé notuð í þjónustu á Íslandi og þá verðum við að sjá til þess að þeir sem þeim störfum sinna hafi tækifæri til að læra íslensku. Ég mæli með íslenskukennslu á vinnutíma á kostnað vinnuveitanda. Það er góð fjárfesting sem skilar margfalt til baka. Höfundur er menntunarfræðingur og stofnandi Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um erlent vinnuafl og íslenskunám rís hátt um þessar mundir og er það vel, enda er um mikilvægt málefni að ræða sem hefði gjarnan mátt taka meira pláss íslensku samfélagi hingað til. Íslenskunám á vinnustað á vinnutíma er nokkuð sem ég get mælt með fullum fetum, eftir að hafa reynt slíkt fyrirkomulag í Hannesarholti. Þar fengum við reyndan kennara í íslensku sem öðru máli á staðinn reglulega og bauð pólskum starfsmönnum okkar uppá kennslu sem var sérsniðin að þeirra þörfum. Orðaforði kenndur sem hentar vinnustaðnum Einn af kostunum við að vinnuveitandi bjóði uppá íslenskukennslu er að auðvelt er að innleiða orðaforða sem hentar vinnustaðnum og er þá líklegur til að komast í daglega notkun hjá nemendum. Þeir fengu orð yfir það sem þeir kunnu til hlýtar og sýsluðu með alla daga og þjálfun í að fjalla um það á íslensku. Þannig verður námið skilvirkara og líklegra að nemandinn nái skjótum framförum. Starfsmenn sem höfðu reynst vel í starfi en vantaði betri kunnáttu í íslensku gátu því styrkst á heimavelli og farið heim úr vinnunni með íslenskulexíurnar í fersku minni. Hjálpum fólki í þjónustustörfum að læra íslensku Í gegnum tíðina hefur sótt til okkar fjöldi af frambærilegu erlendu fólki sem hefur óskað eftir þjónastarfi í Hannesarholti. Niðurstaðan hefur verið sú að enginn hefur verið ráðinn til að þjóna til borðs í veitingastofum hússins sem ekki getur gert sig skiljanlegan á íslensku, enda eru gestir okkar á öllum aldri og óhugsandi að bjóða þeim aðeins uppá þjónustu á ensku. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það sé ekki boðlegt á Íslandi að starfsmenn í þjónustu geti aðeins þjónað viðskiptavinum séu þeir ávarpaðir á erlendri tungu. Gerum kröfur fyrir hönd íslenskrar tungu Í raun er málið ósköp einfalt og varðar okkur öll sem búum á Íslandi. Hingað til hefur samfélagið verið þannig hugsað að allir hefðu aðgang að samfélagslegum gæðum eins og menntun og þjónustu. Allt slíkt fer fram á íslensku og þeir sem ekki tala málið eru líklegir til að missa af ýmsu sem annars stendur til boða.. Ef við viljum að samfélagið verði áfram í þessum anda er það nauðsynlegt að við hlúum að íslenskunámi þeirra sem hingað flytja og starfa í samfélagi okkar. Ef við viljum að íslenskan lifi þurfum við að gera kröfu um að hún sé notuð í þjónustu á Íslandi og þá verðum við að sjá til þess að þeir sem þeim störfum sinna hafi tækifæri til að læra íslensku. Ég mæli með íslenskukennslu á vinnutíma á kostnað vinnuveitanda. Það er góð fjárfesting sem skilar margfalt til baka. Höfundur er menntunarfræðingur og stofnandi Hannesarholts.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun