Ekki í anda trúarinnar að tvístra nemendahópum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2022 17:08 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Stöð 2 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur við Laugarneskirkju vísar á bug ásökunum um að kirkjan sé að kynda undir ófriðarbál með því að afþakka kirkjuheimsóknir á vegum grunnskólanna í aðventunni. Ákvörðunin hafi verið tekin sérstaklega til að slökkva ófriðarbál því andstaða hafi við skipulagðar kirkjuheimsóknir hafi farið stigvaxandi. Þá sé það ekki í anda kirkjunnar að skilja börn út undan. Í tveimur aðskildum skoðanagreinum í Morgunblaði dagsins var ákvörðunin gagnrýnd. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Einar S. Hálfdánarson eru skrifaðir fyrir pistlunum. Var kirkjan sökuð um að bregðast hlutverki sínu og um að kveikja nýtt ófriðarbál sem Davíð Þór segir af og frá. „Við erum þátttakendur í átaki sem heitir „Öll í sama liði“ sem gengur út á að búa til betra og kærleiksríkara mannlíf í hverfunum þar sem enginn er skilinn út undan. Að standa fyrir einhverju þar sem við vitum að börn eru tekin út úr hópnum og þau fá ekki að vera með skólafélögum sínum á skólatíma, það er ekki í anda þeirrar hugmyndafræði.“ Þarna vísar Davíð til þess að börn sem eru annarrar trúar hafa gjarnan verið tekin út úr nemendahópnum á meðan á þessum heimsóknum stendur. Tveir starfsmenn kirkjunnar, Davíð þar með talinn, eru foreldrar barna í Laugarnesskóla. „Við verðum vör við það í haust að það á að fara af stað undirskriftarsöfnun á meðal foreldra til þess að fá þessar skólaheimsóknir aflagðar og okkar fyrsta hugsun er bara allt í lagi, þá tökum við bara þann slag en strax kemur næsta hugsun, og hvað? Þá bíður hann eftir okkur næsta haust og þarnæsta haust. Er það hlutverk okkar að vera í slag við hluta af nærsamfélaginu okkar?“ Davíð segist, þvert á fullyrðingar greinarhöfunda, hafa lagt sig fram um að stilla til friðar og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. „Hlustum á mótmælin. Mótmælin eru þessi; það er verið að taka krakka úr hópnum og sundra hópnum. Við viljum ekki vera þess valdandi að það sé gert. Þess vegna tökum við þá ákvörðun að afþakka, vinsamlega, kirkjuheimsóknir skólabarna á vegum skólans.“ Þess í stað ætlar kirkjan að bjóða upp á veglega dagskrá fyrir börn á umræddu aldursbili á hverjum degi í fyrstu viku aðventu á milli klukkan 15 til 17. Trúmál Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38 Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Í tveimur aðskildum skoðanagreinum í Morgunblaði dagsins var ákvörðunin gagnrýnd. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Einar S. Hálfdánarson eru skrifaðir fyrir pistlunum. Var kirkjan sökuð um að bregðast hlutverki sínu og um að kveikja nýtt ófriðarbál sem Davíð Þór segir af og frá. „Við erum þátttakendur í átaki sem heitir „Öll í sama liði“ sem gengur út á að búa til betra og kærleiksríkara mannlíf í hverfunum þar sem enginn er skilinn út undan. Að standa fyrir einhverju þar sem við vitum að börn eru tekin út úr hópnum og þau fá ekki að vera með skólafélögum sínum á skólatíma, það er ekki í anda þeirrar hugmyndafræði.“ Þarna vísar Davíð til þess að börn sem eru annarrar trúar hafa gjarnan verið tekin út úr nemendahópnum á meðan á þessum heimsóknum stendur. Tveir starfsmenn kirkjunnar, Davíð þar með talinn, eru foreldrar barna í Laugarnesskóla. „Við verðum vör við það í haust að það á að fara af stað undirskriftarsöfnun á meðal foreldra til þess að fá þessar skólaheimsóknir aflagðar og okkar fyrsta hugsun er bara allt í lagi, þá tökum við bara þann slag en strax kemur næsta hugsun, og hvað? Þá bíður hann eftir okkur næsta haust og þarnæsta haust. Er það hlutverk okkar að vera í slag við hluta af nærsamfélaginu okkar?“ Davíð segist, þvert á fullyrðingar greinarhöfunda, hafa lagt sig fram um að stilla til friðar og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. „Hlustum á mótmælin. Mótmælin eru þessi; það er verið að taka krakka úr hópnum og sundra hópnum. Við viljum ekki vera þess valdandi að það sé gert. Þess vegna tökum við þá ákvörðun að afþakka, vinsamlega, kirkjuheimsóknir skólabarna á vegum skólans.“ Þess í stað ætlar kirkjan að bjóða upp á veglega dagskrá fyrir börn á umræddu aldursbili á hverjum degi í fyrstu viku aðventu á milli klukkan 15 til 17.
Trúmál Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38 Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38
Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44