Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. september 2022 06:40 Hluti nemenda Hagaskóla er nú í Ármúla 30. Já.is Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Hagskælingar voru fluttir í húsnæðið í Ármúla í upphafi árs eftir að upp komst um myglu í einni álmu skólans síðasta vetur. Nýverið hafi þó komið í ljós að brunavörnum væri ábótavant í Ármúlanum en til stóð að nemendur yrðu þar fram yfir áramót. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, þar á meðal frá skóla- og frístundasviðið og umhverfis og skipulagssviði, funduðu með skólaráði Hagaskóla, foreldrafélagi og trúnaðarmönnum starfsfólks í vikunni þar sem fulltrúar slökkviliðsins kynntu niðurstöður sínar. Niðurstaðan fundarins var að skoða annað hvort flutning í Korpuskóla eða að húsnæðið í Ármúla yrði tvísetið, líkt og staðan var í gær. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir í samtali við Morgunblaðið segir flutning í Korpuskóla síðri kostinn en að ákveðin vandamál fylgi einnig seinni valkostinum, enda hafi það í för með sér skerðingu á viðverutíma nemenda þar sem hópurinn er tvískiptur. „Aðalvandamálið í Ármúla er að það eru of margir nemendur miðað við rýmingarleiðir, sérstaklega á þriðju hæðinni og hluta annarrar hæðar. Það er mikið keppikefli hjá skólanum að nemendahópurinn sé ekki margskiptur,“ sagði Helgi en ákvörðun verði vonandi tekin bráðlega. Borgarráð samþykkti í sumar tillögu um stækkun á Hagaskóla samhliða endurnýjun á húsnæði skólans. Töluverð uppbygging er framundan í skólahverfinu og er búist við áframhaldandi fjölgun nemenda í skólanum á næstu árum. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. Skóla - og menntamál Mygla Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07 Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. 2. desember 2021 20:01 Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Hagskælingar voru fluttir í húsnæðið í Ármúla í upphafi árs eftir að upp komst um myglu í einni álmu skólans síðasta vetur. Nýverið hafi þó komið í ljós að brunavörnum væri ábótavant í Ármúlanum en til stóð að nemendur yrðu þar fram yfir áramót. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, þar á meðal frá skóla- og frístundasviðið og umhverfis og skipulagssviði, funduðu með skólaráði Hagaskóla, foreldrafélagi og trúnaðarmönnum starfsfólks í vikunni þar sem fulltrúar slökkviliðsins kynntu niðurstöður sínar. Niðurstaðan fundarins var að skoða annað hvort flutning í Korpuskóla eða að húsnæðið í Ármúla yrði tvísetið, líkt og staðan var í gær. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir í samtali við Morgunblaðið segir flutning í Korpuskóla síðri kostinn en að ákveðin vandamál fylgi einnig seinni valkostinum, enda hafi það í för með sér skerðingu á viðverutíma nemenda þar sem hópurinn er tvískiptur. „Aðalvandamálið í Ármúla er að það eru of margir nemendur miðað við rýmingarleiðir, sérstaklega á þriðju hæðinni og hluta annarrar hæðar. Það er mikið keppikefli hjá skólanum að nemendahópurinn sé ekki margskiptur,“ sagði Helgi en ákvörðun verði vonandi tekin bráðlega. Borgarráð samþykkti í sumar tillögu um stækkun á Hagaskóla samhliða endurnýjun á húsnæði skólans. Töluverð uppbygging er framundan í skólahverfinu og er búist við áframhaldandi fjölgun nemenda í skólanum á næstu árum. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár.
Skóla - og menntamál Mygla Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07 Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. 2. desember 2021 20:01 Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07
Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. 2. desember 2021 20:01
Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12