Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 07:22 Óháð teymi þjóðkirkjunnar komst nýverið að þeirri niðurstöðu að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hafi gerst uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Sex konur innan Digranes- og Hjallaprestakalls sökuðu séra Gunnar um kynferðislega áreitni í fyrra en óháð teymi þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að af þeim 48 atvikum sem þau hefðu til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Að mati teymis þjóðkirkjunnar varð Gunnar tvisvar uppvís af orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum og í þremur tilvikum varð hann uppvís af orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Hann var áminntur af biskup í kjölfarið og lét af störfum en Valgerður Snæland Jónsdóttir, formaður sóknarnefndar Digraneskirkju, greinir frá því í samtali við Fréttablaðið í dag að sóknarnefnd kirkjunnar vilji fá hann til starfa aftur. Mikið uppbyggingarstarf sé fyrir höndum en kirkjan muni blómstra. Á sama tíma sakar Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður í Digraneskirkju, Valgerði um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað en hún lýsir því í samtali við Fréttablaðið að Valgerður og önnur kona hafi meðal annars kreist hana á milli sín. „Mig langaði helst að brenna fötin mín,“ segir Sigríður. Umrætt atvik hafi átt sér stað í mars en hún haft samband við kirkjuna í lok mars og farið í skýrslutöku í síðustu viku. Hún sé nú komin í veikindaleyfi vegna málsins. Að því er kemur fram í frétt Fréttablaðsins neitaði Valgerður að tjá sig um þær ásakanir en að sögn Sigríðar sé mikið uppnám í Digraneskirkju. Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. 19. september 2022 20:51 Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Sex konur innan Digranes- og Hjallaprestakalls sökuðu séra Gunnar um kynferðislega áreitni í fyrra en óháð teymi þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að af þeim 48 atvikum sem þau hefðu til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Að mati teymis þjóðkirkjunnar varð Gunnar tvisvar uppvís af orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum og í þremur tilvikum varð hann uppvís af orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Hann var áminntur af biskup í kjölfarið og lét af störfum en Valgerður Snæland Jónsdóttir, formaður sóknarnefndar Digraneskirkju, greinir frá því í samtali við Fréttablaðið í dag að sóknarnefnd kirkjunnar vilji fá hann til starfa aftur. Mikið uppbyggingarstarf sé fyrir höndum en kirkjan muni blómstra. Á sama tíma sakar Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður í Digraneskirkju, Valgerði um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað en hún lýsir því í samtali við Fréttablaðið að Valgerður og önnur kona hafi meðal annars kreist hana á milli sín. „Mig langaði helst að brenna fötin mín,“ segir Sigríður. Umrætt atvik hafi átt sér stað í mars en hún haft samband við kirkjuna í lok mars og farið í skýrslutöku í síðustu viku. Hún sé nú komin í veikindaleyfi vegna málsins. Að því er kemur fram í frétt Fréttablaðsins neitaði Valgerður að tjá sig um þær ásakanir en að sögn Sigríðar sé mikið uppnám í Digraneskirkju.
Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. 19. september 2022 20:51 Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. 19. september 2022 20:51
Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50
Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent