Tímabært að lengja fæðingarorlof Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 29. september 2022 11:30 Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul. Það segir okkur auðvitað að verkefnið er stórt en um leið að lausnirnar þurfa að vera fleiri en ein. Lítið er rætt um að gefa foreldrum tækifæri á að vera fæðingarorlofi lengur en í 12 mánuði. Þeir foreldrar sem vilja fengju þá raunverulegt tækifæri á að vera lengur heima. Lengra fæðingarorlof fyrir þá foreldra sem vilja Þegar rúm 20 ár eru frá því að lög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett þarf að rifja upp hver hugmyndafræðin var að baki lagasetningunni. Það fennir nefnilega hratt í sporin. Pabbar fengu þá í fyrsta sinn sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sem fól í sér mikilvæga viðurkenningu á hlutverki og rétti þeirra. Það veitti feðrum mikilvægan rétt til samveru með ungum börnum sínum og styrkti um leið stöðu mæðra ungra barna á vinnumarkaði. Á þessum tíma tók löggjöfin hins vegar ekki tillit til fjölskyldna þar sem foreldar voru af sama kyni, sem er ótrúleg tilhugsun í dag. Einstaklingsbundinn réttur Norðurlöndin færðu síðan foreldrum 12 mánaða fæðingarorlof á meðan Ísland rak lengi lestina með aðeins 9 mánuði. Í Svíþjóð er fæðingarorlof núna16 mánuðir og markmiðið ætti að vera að foreldrar geti tekið lengra fæðingarorlof og að fjölskyldur fái þann aukna stuðning sem felst í lengra orlofi. Foreldrar verða hins vegar að geta tekið fæðingarorlof án þess að tekjutap verði þeim ofviða og þeir þurfi ekki að láta hluta fæðingarorlofs niður falla þegar vilji stendur til að vera í orlofi. Að hækka tekjuþakið er þess vegna skynsamlegt og myndi auk þess styðja við jafnréttismarkmið frumvarpsins. Forsenda fæðingarorlofslaganna á sínum tíma var að réttur til fæðingarorlofs er einstaklingsbundinn réttur. Að barn, sem á tvo foreldra, eigi rétt til samvista við þá báða á fyrstu mánuðum lífs. Ef við viljum halda í markmið um að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði þá skiptir máli að karlar séu ekki síður en konur líklegir til að taka fæðingarorlof. Það er líka grundvallaratriði að lögin koma núna til móts við einstæða foreldra þannig að forsjárforeldri getur fengið fullt fæðingarorlof. Fjölskyldumál eru pólitík Ísland trónir efst á lista World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Að baki þeim árangri er barátta. Sú barátta leiddi til framsækinna laga; fæðingarorlofslög skipta miklu í því sambandi en önnur þýðingarmikil skref voru t.d. lög um jafnlaunavottun, lög um kynjakvóta í stjórnum o.fl. Við búum í samfélagi sem skilur að aðgengilegur leikskóli er bæði gríðarlegt hagsmunamál barnafjölskyldna en um leið stórt jafnréttismál. Og það ætti ekki að þurfa að líta á það sem geimvísindi hversu illa gengur að ráða starfsfólk í leikskólana. Ástæðan er einfaldlega lök kjör kvennastétta. Ef brúa á bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf framsækna hugsun en ekki bara um hagsmuni barnafjölskyldna heldur líka um kjör kvennastétta. Fyrir því hefur Viðreisn talað og lagt fram tillögur á Alþingi um þjóðarátak un bætt kjör kvennastétta. Það var litið til Íslands Ísands fyrir framsækna löggjöf þegar fæðingarorlofslögin voru sett fyrir rúmum tveimur áratugum. Nú er tímabært að taka næsta skref og lengja fæðingarorlof. Það er hægt að gera í skrefum, fyrst í 14 mánuði, svo 16 mánuði og jafnvel loks í 18 mánuði fyrir þá foreldra sem það vilja. Fá verkefni eru mikilvægari en að skapa barnafjölskyldum góða umgjörð eftir að hafa eignast barn. Það er verkefni sem ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman. Og um það eigum við öll að sameinast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alþingi Félagsmál Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul. Það segir okkur auðvitað að verkefnið er stórt en um leið að lausnirnar þurfa að vera fleiri en ein. Lítið er rætt um að gefa foreldrum tækifæri á að vera fæðingarorlofi lengur en í 12 mánuði. Þeir foreldrar sem vilja fengju þá raunverulegt tækifæri á að vera lengur heima. Lengra fæðingarorlof fyrir þá foreldra sem vilja Þegar rúm 20 ár eru frá því að lög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett þarf að rifja upp hver hugmyndafræðin var að baki lagasetningunni. Það fennir nefnilega hratt í sporin. Pabbar fengu þá í fyrsta sinn sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sem fól í sér mikilvæga viðurkenningu á hlutverki og rétti þeirra. Það veitti feðrum mikilvægan rétt til samveru með ungum börnum sínum og styrkti um leið stöðu mæðra ungra barna á vinnumarkaði. Á þessum tíma tók löggjöfin hins vegar ekki tillit til fjölskyldna þar sem foreldar voru af sama kyni, sem er ótrúleg tilhugsun í dag. Einstaklingsbundinn réttur Norðurlöndin færðu síðan foreldrum 12 mánaða fæðingarorlof á meðan Ísland rak lengi lestina með aðeins 9 mánuði. Í Svíþjóð er fæðingarorlof núna16 mánuðir og markmiðið ætti að vera að foreldrar geti tekið lengra fæðingarorlof og að fjölskyldur fái þann aukna stuðning sem felst í lengra orlofi. Foreldrar verða hins vegar að geta tekið fæðingarorlof án þess að tekjutap verði þeim ofviða og þeir þurfi ekki að láta hluta fæðingarorlofs niður falla þegar vilji stendur til að vera í orlofi. Að hækka tekjuþakið er þess vegna skynsamlegt og myndi auk þess styðja við jafnréttismarkmið frumvarpsins. Forsenda fæðingarorlofslaganna á sínum tíma var að réttur til fæðingarorlofs er einstaklingsbundinn réttur. Að barn, sem á tvo foreldra, eigi rétt til samvista við þá báða á fyrstu mánuðum lífs. Ef við viljum halda í markmið um að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði þá skiptir máli að karlar séu ekki síður en konur líklegir til að taka fæðingarorlof. Það er líka grundvallaratriði að lögin koma núna til móts við einstæða foreldra þannig að forsjárforeldri getur fengið fullt fæðingarorlof. Fjölskyldumál eru pólitík Ísland trónir efst á lista World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Að baki þeim árangri er barátta. Sú barátta leiddi til framsækinna laga; fæðingarorlofslög skipta miklu í því sambandi en önnur þýðingarmikil skref voru t.d. lög um jafnlaunavottun, lög um kynjakvóta í stjórnum o.fl. Við búum í samfélagi sem skilur að aðgengilegur leikskóli er bæði gríðarlegt hagsmunamál barnafjölskyldna en um leið stórt jafnréttismál. Og það ætti ekki að þurfa að líta á það sem geimvísindi hversu illa gengur að ráða starfsfólk í leikskólana. Ástæðan er einfaldlega lök kjör kvennastétta. Ef brúa á bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf framsækna hugsun en ekki bara um hagsmuni barnafjölskyldna heldur líka um kjör kvennastétta. Fyrir því hefur Viðreisn talað og lagt fram tillögur á Alþingi um þjóðarátak un bætt kjör kvennastétta. Það var litið til Íslands Ísands fyrir framsækna löggjöf þegar fæðingarorlofslögin voru sett fyrir rúmum tveimur áratugum. Nú er tímabært að taka næsta skref og lengja fæðingarorlof. Það er hægt að gera í skrefum, fyrst í 14 mánuði, svo 16 mánuði og jafnvel loks í 18 mánuði fyrir þá foreldra sem það vilja. Fá verkefni eru mikilvægari en að skapa barnafjölskyldum góða umgjörð eftir að hafa eignast barn. Það er verkefni sem ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman. Og um það eigum við öll að sameinast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin hefur verið uppfærð.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun