Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2022 19:41 Liz Truss stendur við áform um skattalækkanir og segir menn verða að skoða hvað hefði gerst ef ríkisstjórn hennar hefði setið ágerðarlaus hjá í þeirri niðursveiflu og verðbólgu sem nú ríki í Bretlandi. AP/Toby Melville Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. Englandsbanki greip inn í atburðarrásina í gær með tímabundnum kaupum á miklu magni af ríkisskuldabréfum sem snarféllu í verði í vikunni af ótta við enn frekari vaxtahækkanir. Margir lífeyrissjóðir voru við að fara á hausinn eftir að sumir þeirra fóru að selja ríkisskuldabréf sem leiddi til hálfgerðrar brunaútsölu. Truss segir menn verða að skoða í hvaða stöðu Bretland væri ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið til aðgerða. „Fólk stóð frammi fyrir eldsneytisreikningum, orkureikningum upp á allt að sex þúsund pund. Það voru mjög miklar verðbólguvæntingar og efnahagssamdráttur. Það sem við höfum gert er að grípa til afgerandi aðgerða, í fyrsta lagi til að tryggja að enginn borgi meira en 2.500 pund fyrir dæmigerðan eldsneytisreikning. Þetta tekur gildi á laugardaginn. En við viljum líka létta skattabyrðarnar til að tryggja hagvöxt og hemja verðbólguna,“ sagði forsætisráðherrann í dag. Liz Truss og fjármálaráðherrann Kwasi Kwarteng (t.h. við Truss) mæta miklum andbyr vegna þeirra efnahagsaðgerða sem þau eru nú í forystu fyrir. Aðeins nokkrir dagar eru í fyrsta landsfund Íhaldsflokksins undir þeirra forystu.AP/Jessica Taylor Eftir aðeins nokkrar vikur í embætti forsætisráðherra mætir Truss hálf hölt til landsfundar Íhaldsflokksins sem hefst á þriðjudag í næstu viku. Margir áhrifamenn í flokknum hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að mæta til fundarins. Þá væri það ekki gott veganesti ef Englandsbanki ákvæði fyrir landsfundinn að hækka stýrivexti enn frekar. Þeir eru nú 2,5 prósent en svartsýnustu spár reikna með að þeir fari yfir sex prósent á næsta ári. Það yrðu hæstu vextir í Bretlandi um áratuga skeið. „Þetta eru erfiðir tíma. Við horfumst í augu við alþjóðlega efnahagskreppu sem stríð Putins í Úkraínu hrinti af stað. Við tókum réttilega þá ákvörðun að aðstoða fólk að komast í gegnum erfiðan vetur framundan,“ segir Liz Truss. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22 Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45 Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Englandsbanki greip inn í atburðarrásina í gær með tímabundnum kaupum á miklu magni af ríkisskuldabréfum sem snarféllu í verði í vikunni af ótta við enn frekari vaxtahækkanir. Margir lífeyrissjóðir voru við að fara á hausinn eftir að sumir þeirra fóru að selja ríkisskuldabréf sem leiddi til hálfgerðrar brunaútsölu. Truss segir menn verða að skoða í hvaða stöðu Bretland væri ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið til aðgerða. „Fólk stóð frammi fyrir eldsneytisreikningum, orkureikningum upp á allt að sex þúsund pund. Það voru mjög miklar verðbólguvæntingar og efnahagssamdráttur. Það sem við höfum gert er að grípa til afgerandi aðgerða, í fyrsta lagi til að tryggja að enginn borgi meira en 2.500 pund fyrir dæmigerðan eldsneytisreikning. Þetta tekur gildi á laugardaginn. En við viljum líka létta skattabyrðarnar til að tryggja hagvöxt og hemja verðbólguna,“ sagði forsætisráðherrann í dag. Liz Truss og fjármálaráðherrann Kwasi Kwarteng (t.h. við Truss) mæta miklum andbyr vegna þeirra efnahagsaðgerða sem þau eru nú í forystu fyrir. Aðeins nokkrir dagar eru í fyrsta landsfund Íhaldsflokksins undir þeirra forystu.AP/Jessica Taylor Eftir aðeins nokkrar vikur í embætti forsætisráðherra mætir Truss hálf hölt til landsfundar Íhaldsflokksins sem hefst á þriðjudag í næstu viku. Margir áhrifamenn í flokknum hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að mæta til fundarins. Þá væri það ekki gott veganesti ef Englandsbanki ákvæði fyrir landsfundinn að hækka stýrivexti enn frekar. Þeir eru nú 2,5 prósent en svartsýnustu spár reikna með að þeir fari yfir sex prósent á næsta ári. Það yrðu hæstu vextir í Bretlandi um áratuga skeið. „Þetta eru erfiðir tíma. Við horfumst í augu við alþjóðlega efnahagskreppu sem stríð Putins í Úkraínu hrinti af stað. Við tókum réttilega þá ákvörðun að aðstoða fólk að komast í gegnum erfiðan vetur framundan,“ segir Liz Truss.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22 Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45 Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22
Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45
Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18