Verið bikarmeistarar í 1.113 daga samfleytt: „Fer í sögubækurnar ef það tekst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2022 12:01 Víkingur hefur tvívegis orðið bikarmeistari undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. vísir/vilhelm Arnar Gunnlaugsson er meðvitaður um að Víkingar geta komist í sögubækurnar með því að vinna FH-inga í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á morgun. Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Þá vann liðið einmitt FH, 1-0, í bikarúrslitaleik. Síðan þá eru rúm þrjú ár liðin, eða nákvæmlega 1113 dagar. Víkingar töpuðu reyndar fyrir Stjörnumönnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2020 en hann var blásinn af vegna kórónuveirunnar. Bikarinn hélt því kyrru fyrir í Víkinni. Þeir rauðu og svörtu urðu svo bikarmeistarar í fyrra eftir 3-0 sigur á ÍA í úrslitaleik. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð síðan Valur vann bikarkeppnina á árunum 1990-92. Og enginn þjálfari hefur unnið bikarinn oftar en tvisvar sinnum í röð síðan Guðjón Þórðarson stýrði ÍA og KR til sigurs í honum á árunum 1993-96. „Ég hef oft sagt að það er gríðarlega erfitt að vinna titil, hvað þá að verja titil eða vinna hann þrjú ár í röð. Það fer í sögubækurnar ef það tekst og ég held að það sé nógu mikil hvatning fyrir strákana til að gefa allt í leikinn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á blaðamannafundi vegna bikarúrslitaleiksins í gær. Þótt FH hafi gengið illa í sumar og sé í fallsæti í Bestu deildinni segir Arnar að Fimleikafélagið sé hættulegur andstæðingur. „Þetta tryggir okkur líka Evrópusæti og veitir okkur smá hugarró fyrir úrslitakeppnina. Þetta er þvílíkur dagur. Við erum að spila við sögufrægt lið og það hefur ekki gengið nægilega vel hjá þeim í sumar en þetta er allt önnur keppni og þeir með frábæra leikmenn þannig að þetta verður hörkuviðureign,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um möguleikann á að vinna þrisvar í röð Mikið álag hefur verið á Víkingi í sumar og hléið sem var gert á Bestu deildinni vegna landsleikja fyrr í mánuðinum var vel þegið fyrir Íslands- og bikarmeistarana. „Það eru allir klárir nema Davíð [Örn Atlason]. Hann verður ekkert klár fyrr en í nóvember eða desember. Þeir leikmenn sem þurftu virkilega á þessum tveimur vikum eru orðnir sterkari núna þannig hópurinn lítur mjög vel út,“ sagði Arnar. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Þá vann liðið einmitt FH, 1-0, í bikarúrslitaleik. Síðan þá eru rúm þrjú ár liðin, eða nákvæmlega 1113 dagar. Víkingar töpuðu reyndar fyrir Stjörnumönnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2020 en hann var blásinn af vegna kórónuveirunnar. Bikarinn hélt því kyrru fyrir í Víkinni. Þeir rauðu og svörtu urðu svo bikarmeistarar í fyrra eftir 3-0 sigur á ÍA í úrslitaleik. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð síðan Valur vann bikarkeppnina á árunum 1990-92. Og enginn þjálfari hefur unnið bikarinn oftar en tvisvar sinnum í röð síðan Guðjón Þórðarson stýrði ÍA og KR til sigurs í honum á árunum 1993-96. „Ég hef oft sagt að það er gríðarlega erfitt að vinna titil, hvað þá að verja titil eða vinna hann þrjú ár í röð. Það fer í sögubækurnar ef það tekst og ég held að það sé nógu mikil hvatning fyrir strákana til að gefa allt í leikinn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á blaðamannafundi vegna bikarúrslitaleiksins í gær. Þótt FH hafi gengið illa í sumar og sé í fallsæti í Bestu deildinni segir Arnar að Fimleikafélagið sé hættulegur andstæðingur. „Þetta tryggir okkur líka Evrópusæti og veitir okkur smá hugarró fyrir úrslitakeppnina. Þetta er þvílíkur dagur. Við erum að spila við sögufrægt lið og það hefur ekki gengið nægilega vel hjá þeim í sumar en þetta er allt önnur keppni og þeir með frábæra leikmenn þannig að þetta verður hörkuviðureign,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um möguleikann á að vinna þrisvar í röð Mikið álag hefur verið á Víkingi í sumar og hléið sem var gert á Bestu deildinni vegna landsleikja fyrr í mánuðinum var vel þegið fyrir Íslands- og bikarmeistarana. „Það eru allir klárir nema Davíð [Örn Atlason]. Hann verður ekkert klár fyrr en í nóvember eða desember. Þeir leikmenn sem þurftu virkilega á þessum tveimur vikum eru orðnir sterkari núna þannig hópurinn lítur mjög vel út,“ sagði Arnar. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira