NASA og SpaceX vilja lengja líftíma Hubble Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 10:27 Geimfari um borð í geimskutlunni tók þessa mynd af Hubble í maí 2009. NASA Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX hafa gert samkomulag um tilraunaverkefni sem snýr að því að hækka mögulega sporbraut geimsjónaukans Hubble og lengja líftíma hans. Það voru forsvarsmenn SpaceX og Polaris Program sem leituðu til NASA og lögðu til að möguleiki þess að þjónusta Hubble á þennan hátt, og mögulega aðra gervihnetti, yrði rannsakaður. Rannsóknin mun taka allt að sex mánuði og á þeim tíma munu vísindamenn fara yfir gögn um Hubble og Dragon-geimfar SpaceX, sem vonast er til að hægt verði að nota til þess að þjónusta Hubble. Verkefnið á að vera NASA og skattgreiðendum í Bandaríkjunum að kostnaðarlausu. Sá sem leiðir Polaris Program er auðjöfurinn Jared Isaacman, sem fjármagnaði geimferð hjá SpaceX fyrir hóp óbreyttra borgara í fyrra. Hann tilkynnti í kjölfar þess geimskots að hann ætlaði í samstarf með SpaceX. Fyrsta geimskot þessa samstarfs á að fara fram á fyrri hluta næsta árs og er markmiðið að senda geimfara lengra út í geim en gert hefur verið frá því að Apollo-geimfararnir lentu á tunglinu. Þá stendur einnig til að senda óbreytta borgara í fyrstu geimgönguna. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Í tilkynningu á vef NASA er haft eftir Jessica Jensen, einum af yfirmönnum SpaceX, að þau vilji þróa tækni og aðferðir til að takast á við erfið og flókin vandamál. Verkefni eins og það að lengja líftíma Hubble myndi hjálpa til við markmið SpaceX, sem er að dreifa mannkyninu um sólkerfið. Hubble var sendur út í geim árið 1990 og er í um 540 kílómetra hæð á sporbraut yfir jörðu. Sjónaukinn hefur þó verið að færast nær jörðinni en með því að hækka hann aftur og koma á stöðugri sporbraut og framkvæma viðgerðir og uppfærslur væri hægt að lengja líftíma sjónaukans. Að óbreyttu verður sjónaukinn látinn brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt frétt New York Times gæti það gerst undir lok þessa áratugar. Miðillinn segir einnig að á tímum geimskutlnanna hafi geimfarar gert breytingar á Hubble svo hægt væri að draga hann, ef svo þyrfti. Þessi rannsókn SpaceX snýr að því hvernig hægt væri að nota þá viðbót og Dragon til að bjarga og bæta Hubble. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Rannsóknin mun taka allt að sex mánuði og á þeim tíma munu vísindamenn fara yfir gögn um Hubble og Dragon-geimfar SpaceX, sem vonast er til að hægt verði að nota til þess að þjónusta Hubble. Verkefnið á að vera NASA og skattgreiðendum í Bandaríkjunum að kostnaðarlausu. Sá sem leiðir Polaris Program er auðjöfurinn Jared Isaacman, sem fjármagnaði geimferð hjá SpaceX fyrir hóp óbreyttra borgara í fyrra. Hann tilkynnti í kjölfar þess geimskots að hann ætlaði í samstarf með SpaceX. Fyrsta geimskot þessa samstarfs á að fara fram á fyrri hluta næsta árs og er markmiðið að senda geimfara lengra út í geim en gert hefur verið frá því að Apollo-geimfararnir lentu á tunglinu. Þá stendur einnig til að senda óbreytta borgara í fyrstu geimgönguna. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Í tilkynningu á vef NASA er haft eftir Jessica Jensen, einum af yfirmönnum SpaceX, að þau vilji þróa tækni og aðferðir til að takast á við erfið og flókin vandamál. Verkefni eins og það að lengja líftíma Hubble myndi hjálpa til við markmið SpaceX, sem er að dreifa mannkyninu um sólkerfið. Hubble var sendur út í geim árið 1990 og er í um 540 kílómetra hæð á sporbraut yfir jörðu. Sjónaukinn hefur þó verið að færast nær jörðinni en með því að hækka hann aftur og koma á stöðugri sporbraut og framkvæma viðgerðir og uppfærslur væri hægt að lengja líftíma sjónaukans. Að óbreyttu verður sjónaukinn látinn brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt frétt New York Times gæti það gerst undir lok þessa áratugar. Miðillinn segir einnig að á tímum geimskutlnanna hafi geimfarar gert breytingar á Hubble svo hægt væri að draga hann, ef svo þyrfti. Þessi rannsókn SpaceX snýr að því hvernig hægt væri að nota þá viðbót og Dragon til að bjarga og bæta Hubble.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira