Lið Viðstöðu vann hnífalotuna án þess að missa mann og byrjaði því í vörn. Leikmenn Breiðabliks voru virkilega beittir í upphafi leiks. Furious var með þrefalda fellu í fyrstu lotu en Sax og Viruz hittu líka vel.
Lið Viðstöðu vann næstu sex lotur. Tímasetningar liðsins voru virkilega góðar og leikmenn Breiðabliks áttu í vandræðum með að hitta úr skotum sínum. Blazter lék á alls oddi, spilaði framarlega á kortinu til að sækja opnanir og Allee fylgdi þeim vel eftir.
Breiðablik komst aftur yfir undir lokin en síðustu tvær loturnar féllu með Viðstöðu.
Staða í hálfleik: Breiðablik 7 – 8 Viðstöðu
Þó fyrri hálfleikur hafi verið jafn þar sem lið Blazter, Allee og félagar í Viðstöðu héldu uppi góðum vörnum er ekki hægt að segja það sama um þann síðari.
Aftur vann Breiðablik skammbyssulotuna án þess að missa mann og Furious og Sax endurtóku leikinn í þeirri næstu. Stórskemmtilegt var að fylgjast með Furious leika listir sínar, en hinu megin var Blazter öflugur í að skapa pláss fyrir liðsfélaga sína. Pláss sem þeir nýttu alls ekki nógu vel og vann Breiðablik því heilar 8 lotur í röð.
Lið Viðstöðu náði í eitt stig í 24. lotu en þeirri 25. lokaði enginn annar en Furious með ótrúlegri ninja-aftengingu til að tryggja Breiðabliki sín fyrstu stig í deildinni.
Lokastaða: Breiðablik 16 – 9 Viðstöðu
Næstu leikir liðanna:
- Breiðablik – LAVA, fimmtudaginn 6/10 klukkan 19:30
- Viðstöðu – SAGA, fimmtudaginn 6/10 klukkan 21:30
Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.