Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 14:56 Úkraínumenn hafa farið fram á að umsókn þeirra í Atlantshafsbandalagið fái flýtimeðferð. Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. Litlar sem engar líkur eru á því að umsóknin verði samþykkt á meðan Úkraínumenn verjast innrás Rússa en með umsókninni vilja Úkraínumenn bregðast við innlimun Rússa á Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson. Pútín hélt ræðu fyrir undirritun innlimunarinnar í dag og þar hvatti hann Úkraínumenn til viðræðna við Rússa. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti í kjölfarið að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna við Rússa. Fyrst þyrftu Rússar þó að fá sér annan forseta. Úkraínumenn hafa lengi sagt að reyni Rússar að innlima fleiri héruð Úkraínu muni það gera útaf við friðarviðræður. Þær hafa þó ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar í Úkraínu urðu ljós. #Ukraine applies for accelerated accession to @NATO #StrongerTogether @ZelenskyyUa pic.twitter.com/bR0EC5QIb3— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) September 30, 2022 Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi aðgerðir Rússa í dag og opinberaði hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá hét hann því að G7 ríkin, ríkustu iðnvæddu ríki heims, myndu beita öll þau ríki sem viðurkennni innlimunina einnig refsiaðgerðum. Biden sagði innlimunina alfarið ólöglega og ógilda. Rússar væru að brjóta alþjóðalög, brjóta gegn stofnsamningi Sameinuðu þjóðinni og sýna öllum friðsömum ríkjum heimsins lítilsvirðingu. Forsetinn sagði að Bandaríkin og aðrir bakhjarlar myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í dag að ólögmæt innlimun Pútíns á héruðum Úkraínu myndi engu breyta. The illegal annexation proclaimed by Putin won t change anything. All territories illegally occupied by Russian invaders are Ukrainian land and will always be part of this sovereign nation.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 30, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Litlar sem engar líkur eru á því að umsóknin verði samþykkt á meðan Úkraínumenn verjast innrás Rússa en með umsókninni vilja Úkraínumenn bregðast við innlimun Rússa á Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson. Pútín hélt ræðu fyrir undirritun innlimunarinnar í dag og þar hvatti hann Úkraínumenn til viðræðna við Rússa. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti í kjölfarið að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna við Rússa. Fyrst þyrftu Rússar þó að fá sér annan forseta. Úkraínumenn hafa lengi sagt að reyni Rússar að innlima fleiri héruð Úkraínu muni það gera útaf við friðarviðræður. Þær hafa þó ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar í Úkraínu urðu ljós. #Ukraine applies for accelerated accession to @NATO #StrongerTogether @ZelenskyyUa pic.twitter.com/bR0EC5QIb3— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) September 30, 2022 Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi aðgerðir Rússa í dag og opinberaði hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá hét hann því að G7 ríkin, ríkustu iðnvæddu ríki heims, myndu beita öll þau ríki sem viðurkennni innlimunina einnig refsiaðgerðum. Biden sagði innlimunina alfarið ólöglega og ógilda. Rússar væru að brjóta alþjóðalög, brjóta gegn stofnsamningi Sameinuðu þjóðinni og sýna öllum friðsömum ríkjum heimsins lítilsvirðingu. Forsetinn sagði að Bandaríkin og aðrir bakhjarlar myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í dag að ólögmæt innlimun Pútíns á héruðum Úkraínu myndi engu breyta. The illegal annexation proclaimed by Putin won t change anything. All territories illegally occupied by Russian invaders are Ukrainian land and will always be part of this sovereign nation.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 30, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22
Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16
Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24
23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50