Jón Spæjó Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 1. október 2022 07:01 Það er haust. Það styttist í að fjárlög ríkisins komi til umræðu á Alþingi. Þegar þeir stíga á stokk íbyggnu mennirnir með alvarlega lúkkið í svörtu búningunum og lýsa því yfir að þeim hafi naumlega tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk. Landsmenn og konur fá hland fyrir hjartað og margfalt fleiri trúa því í dag en í gær að mannskætt hryðjuverk verði framið á Íslandi. Dómsmálaráðherra er sleginn í yfir fréttum lögreglunnar. Hann hrósar lögreglunni í hástert fyrir að hafa afstýrt voðaatburði. Hann segir að skelfilegar aðstæður séu að myndast á Íslandi og almenningur þurfi að horfast í augu við veruleikann. Á Lagadeginum segir saksóknari að huga þurfi að því að koma upp málmleitarhliðum í dómhúsum. Okkar eigið USA. Eftirlitsiðnaðurinn á Íslandi faðmast tárvotur yfir því að vera enn á lífi og allir klappa öllum á bakið. Dómsmálaráðherra sprettur fram eins og stálfjöður í fjölmiðlum vopnaður nýju lagafrumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir. Hann segir að frumvarpið sé tilbúið í dómsmálaráðuneytinu. Það eigi bara enn eftir að líta dagsins ljós. Hvernig sem það kemur heim og saman. Hugsanlega þolir frumvarpið bara ekki dagsljósið. Dómsmálaráðherra segir að lagafrumvarpið sé nákvæmlega það sem kallað hafi verið eftir. Tímasetningin sé tilviljun. Einmitt. Við erum öll fífl. Lagafrumvarp samið af lögreglu fyrir lögreglu til þess að njósna um borgarana eftir geðþótta lögreglu án þess að grunur sé um afbrot og íþyngjandi eftirlits dómstóla. Nafnið er reyndar snilld. Frumvarp um heimildir til afbrotavarna. Hver kaupir það ekki? Afbrotavörn. Nafnið breytir samt engu. Þetta er bara nýtt orð yfir sama skítinn. Réttinn til að njósna. 1984 eftir Orwell. Þessi krafa að löggjafinn veiti lögreglunni heimild til þess að njósna um borgaranna án aðkomu dómstóla og gruns um að afbrot hafi verið framið er ekki ný af nálinni. Hún hefur margoft komið fram áður og yfirleitt sem svar við kalli lögreglunnar ,,Úlfur, Úlfur”. Í dag eru það hryðjuverk. Á morgun stórhættulegir blaðamenn sem ógna þjóðaröryggi með fréttaflutningi um landið og miðin og fyrir 10 árum voru það Hells Angels. Sú ætlan lögreglu leiddi til að forsprakki samtakanna var látinn rotna í gæsluvarðhaldi við ómannúðlegar aðstæður í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í tæpa sex mánuði. Hann var síðan ákærður fyrir allt og ekkert. Stuttu síður var hann sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Hæstarétti. Mörgum árum síðar voru honum dæmdar 7,5 milljónir í skaðabætur vegna aðfarar íslenska ríkisins að mannréttindum hans. Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi beðið hann afsökunar á því að íslenska ríkið lagði líf hans í rúst. Tilgangurinn helgar meðalið. Lögreglan hefur í dag víðtækar valdheimildir til þess að beita borgaranna þvingunarráðstöfunum í þágu rannsóknar á sakamálum s.s. símahlerun, herbergjahlustun, skoðun á rafrænum gögnum, staðsetningu á grundvelli símaganga, beitingu eftirfararbúnaðar o.s.frv. Í dag eru þessar aðgerðir lögreglu háðar samþykki og sæta eftirliti dómstóla eins og eðlilegt er í réttarríki. Því má alls ekki breyta. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
Það er haust. Það styttist í að fjárlög ríkisins komi til umræðu á Alþingi. Þegar þeir stíga á stokk íbyggnu mennirnir með alvarlega lúkkið í svörtu búningunum og lýsa því yfir að þeim hafi naumlega tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk. Landsmenn og konur fá hland fyrir hjartað og margfalt fleiri trúa því í dag en í gær að mannskætt hryðjuverk verði framið á Íslandi. Dómsmálaráðherra er sleginn í yfir fréttum lögreglunnar. Hann hrósar lögreglunni í hástert fyrir að hafa afstýrt voðaatburði. Hann segir að skelfilegar aðstæður séu að myndast á Íslandi og almenningur þurfi að horfast í augu við veruleikann. Á Lagadeginum segir saksóknari að huga þurfi að því að koma upp málmleitarhliðum í dómhúsum. Okkar eigið USA. Eftirlitsiðnaðurinn á Íslandi faðmast tárvotur yfir því að vera enn á lífi og allir klappa öllum á bakið. Dómsmálaráðherra sprettur fram eins og stálfjöður í fjölmiðlum vopnaður nýju lagafrumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir. Hann segir að frumvarpið sé tilbúið í dómsmálaráðuneytinu. Það eigi bara enn eftir að líta dagsins ljós. Hvernig sem það kemur heim og saman. Hugsanlega þolir frumvarpið bara ekki dagsljósið. Dómsmálaráðherra segir að lagafrumvarpið sé nákvæmlega það sem kallað hafi verið eftir. Tímasetningin sé tilviljun. Einmitt. Við erum öll fífl. Lagafrumvarp samið af lögreglu fyrir lögreglu til þess að njósna um borgarana eftir geðþótta lögreglu án þess að grunur sé um afbrot og íþyngjandi eftirlits dómstóla. Nafnið er reyndar snilld. Frumvarp um heimildir til afbrotavarna. Hver kaupir það ekki? Afbrotavörn. Nafnið breytir samt engu. Þetta er bara nýtt orð yfir sama skítinn. Réttinn til að njósna. 1984 eftir Orwell. Þessi krafa að löggjafinn veiti lögreglunni heimild til þess að njósna um borgaranna án aðkomu dómstóla og gruns um að afbrot hafi verið framið er ekki ný af nálinni. Hún hefur margoft komið fram áður og yfirleitt sem svar við kalli lögreglunnar ,,Úlfur, Úlfur”. Í dag eru það hryðjuverk. Á morgun stórhættulegir blaðamenn sem ógna þjóðaröryggi með fréttaflutningi um landið og miðin og fyrir 10 árum voru það Hells Angels. Sú ætlan lögreglu leiddi til að forsprakki samtakanna var látinn rotna í gæsluvarðhaldi við ómannúðlegar aðstæður í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í tæpa sex mánuði. Hann var síðan ákærður fyrir allt og ekkert. Stuttu síður var hann sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Hæstarétti. Mörgum árum síðar voru honum dæmdar 7,5 milljónir í skaðabætur vegna aðfarar íslenska ríkisins að mannréttindum hans. Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi beðið hann afsökunar á því að íslenska ríkið lagði líf hans í rúst. Tilgangurinn helgar meðalið. Lögreglan hefur í dag víðtækar valdheimildir til þess að beita borgaranna þvingunarráðstöfunum í þágu rannsóknar á sakamálum s.s. símahlerun, herbergjahlustun, skoðun á rafrænum gögnum, staðsetningu á grundvelli símaganga, beitingu eftirfararbúnaðar o.s.frv. Í dag eru þessar aðgerðir lögreglu háðar samþykki og sæta eftirliti dómstóla eins og eðlilegt er í réttarríki. Því má alls ekki breyta. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun