„Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“ Snorri Másson skrifar 1. október 2022 12:01 Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra þegar gengið var frá ráðningu Hörpu. Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki. Skipun Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið gagnrýnd að undanförnu einkum vegna þess að staðan var ekki auglýst. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að það sem skýri gremjuna innan safnageirans með skipun þjóðminjavarðar nú sé sá langi tími sem þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Sá síðasti sat í tuttugu ár, sá sem var þar á undan í 32 ár og sá fyrsti sat í fjörutíu ár. „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi. Það hefðum við átt að meta betur og í hjartans einlægni.“ Heldurðu að óánægjan með skipanina hefði ekki komið fram ef ekki hefði verið fyrir ákveðinn skipunartíma? „Já ég tel að svo hefði verið. Þá hefði þetta verið öðruvísi. Þarna var uppsöfnuð þörf.“ Eins og lögin eru núna gæti Harpa Þórsdóttir því setið áratugum saman. En nú á að skipa nefnd sem endurskoðar þær reglur. Tíu ár gæti orðið niðurstaðan, eins og er með sambærilegar stöður á öðrum söfnum. Tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni Skúli Eggert Þórðarson er ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytisins.Stjórnarráðið Upphaflega segir Lilja að auglýsing fyrir stöðuna hafi verið undirbúin í ráðuneytinu, en svo hafi tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni ráðuneytisstjóra breytt stöðunni. „Þetta var tillaga sem barst héðan úr ráðuneytinu um að flytja Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar og nýta þessa heimild og í ljósi þess hversu farsæl hún hefur verið, féllst ég á þá tillögu sem kom frá ráðuneytisstjóra eftir vinnu sem átti sér stað hérna í ráðuneytinu,“ segir Lilja. Það kemur ekki til greina að draga skipunina til baka að sögn Lilju, sem segir það ekki umdeilt innan ríkisstjórnarinnar að þessi háttur hafi verið hafður á. „Nei. Það er alger eining þar,“ segir Lilja. Um ráðningu Hörpu? „Það er eining um að nýta þessa heimild. En þetta hefur ekki komið til tals." Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skipun Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið gagnrýnd að undanförnu einkum vegna þess að staðan var ekki auglýst. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að það sem skýri gremjuna innan safnageirans með skipun þjóðminjavarðar nú sé sá langi tími sem þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Sá síðasti sat í tuttugu ár, sá sem var þar á undan í 32 ár og sá fyrsti sat í fjörutíu ár. „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi. Það hefðum við átt að meta betur og í hjartans einlægni.“ Heldurðu að óánægjan með skipanina hefði ekki komið fram ef ekki hefði verið fyrir ákveðinn skipunartíma? „Já ég tel að svo hefði verið. Þá hefði þetta verið öðruvísi. Þarna var uppsöfnuð þörf.“ Eins og lögin eru núna gæti Harpa Þórsdóttir því setið áratugum saman. En nú á að skipa nefnd sem endurskoðar þær reglur. Tíu ár gæti orðið niðurstaðan, eins og er með sambærilegar stöður á öðrum söfnum. Tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni Skúli Eggert Þórðarson er ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytisins.Stjórnarráðið Upphaflega segir Lilja að auglýsing fyrir stöðuna hafi verið undirbúin í ráðuneytinu, en svo hafi tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni ráðuneytisstjóra breytt stöðunni. „Þetta var tillaga sem barst héðan úr ráðuneytinu um að flytja Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar og nýta þessa heimild og í ljósi þess hversu farsæl hún hefur verið, féllst ég á þá tillögu sem kom frá ráðuneytisstjóra eftir vinnu sem átti sér stað hérna í ráðuneytinu,“ segir Lilja. Það kemur ekki til greina að draga skipunina til baka að sögn Lilju, sem segir það ekki umdeilt innan ríkisstjórnarinnar að þessi háttur hafi verið hafður á. „Nei. Það er alger eining þar,“ segir Lilja. Um ráðningu Hörpu? „Það er eining um að nýta þessa heimild. En þetta hefur ekki komið til tals."
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54