Ískyggilegar aðstæður á slysaæfingu Snorri Másson skrifar 1. október 2022 19:36 Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi. Hér í innslaginu að ofan má virða fyrir sér aðstæður á „slysstað.“ Neyðin virtist meiri en hún var í raun þegar á fjórða hundrað manns tóku þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Tveimur flugvélum átti að hafa lent saman og á áttunda tug manna átti að hafa slasast. Allt var þetta leikið samviskusamlega og allir liðir atburðarásarinnar settir á svið. Fólk var meira að segja keyrt upp á sjúkrahús. Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. „Við reynum að hafa þetta sem raunverulegast þannig að þau fái sem mest út úr æfingunni sjálfri og leikararnir leggja náttúrulega mikið á sig að leika þannig að þetta verði sem best fyrir okkur hin,“ sagði Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. Það er gífurlega mikið lagt í æfingu af þessum toga þannig að spurningin vaknar hvort þetta hafi raunverulega þýðingu þegar á hólminn er komið, að hafa farið í gegnum þetta allt á æfingu? „Klárlega, af því að við erum í rauninni að efla allt okkar hópslysaviðbragð hérna á þessu svæði, af því að við notum sama kerfi í útislysi, snjóflóði eða hvað sem er. Þannig að við erum að æfa alla ferlana - þetta er flugslys núna, en þetta er að efla okkur í okkar störfum.“ Eins ískyggilegt og ástandið kann að hafa blasað við í morgunsárið var árangurinn þegar æfingunni lauk um hádegisbil góður. Það er alltaf eitthvað sem má fara betur - eins gott að nú sé vitað hvað. Björgunarsveitir Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Neyðin virtist meiri en hún var í raun þegar á fjórða hundrað manns tóku þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Tveimur flugvélum átti að hafa lent saman og á áttunda tug manna átti að hafa slasast. Allt var þetta leikið samviskusamlega og allir liðir atburðarásarinnar settir á svið. Fólk var meira að segja keyrt upp á sjúkrahús. Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. „Við reynum að hafa þetta sem raunverulegast þannig að þau fái sem mest út úr æfingunni sjálfri og leikararnir leggja náttúrulega mikið á sig að leika þannig að þetta verði sem best fyrir okkur hin,“ sagði Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. Það er gífurlega mikið lagt í æfingu af þessum toga þannig að spurningin vaknar hvort þetta hafi raunverulega þýðingu þegar á hólminn er komið, að hafa farið í gegnum þetta allt á æfingu? „Klárlega, af því að við erum í rauninni að efla allt okkar hópslysaviðbragð hérna á þessu svæði, af því að við notum sama kerfi í útislysi, snjóflóði eða hvað sem er. Þannig að við erum að æfa alla ferlana - þetta er flugslys núna, en þetta er að efla okkur í okkar störfum.“ Eins ískyggilegt og ástandið kann að hafa blasað við í morgunsárið var árangurinn þegar æfingunni lauk um hádegisbil góður. Það er alltaf eitthvað sem má fara betur - eins gott að nú sé vitað hvað.
Björgunarsveitir Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira