Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 10:10 Hér má sjá skjáskot úr kvikmyndinni Grimmd, sem var næstaðsóknarmesta kvikmynd ársins 2016. Þar er reiknað með tuttugu þúsund miðum sem félag föður leikstjórans keypti. Vísir Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Honum er gefið að sök að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Forsaga málsins er sú að árið 2016 undirrituðu þeir Anton Ingi og Ragnar Þór Jónsson samkomulag þess efnis að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. sem ætti jafnframt allan höfundarrétt að kvikmyndinni Grimmd. Síðar gaf Anton Ingi út yfirlýsingu þess efnis, fyrir hönd Virgo 2, að greiðslur frá Senu, dreifingaraðila grimmdar, skyldu berast á annan reikning í eigu félags Antons Inga, Virgo films. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Ákærður fyrir að draga sér um 27 milljónir króna Í dag greinir DV svo frá því að Anton Ingi hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti í tengslum við Grimmd. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér, í gegnum Virgo films, um 27 milljónir króna. Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. 18,5 milljónir frá Senu Antoni Inga er gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá er Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning. Bíó og sjónvarp Dómsmál Efnahagsbrot Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir „Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Forsaga málsins er sú að árið 2016 undirrituðu þeir Anton Ingi og Ragnar Þór Jónsson samkomulag þess efnis að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. sem ætti jafnframt allan höfundarrétt að kvikmyndinni Grimmd. Síðar gaf Anton Ingi út yfirlýsingu þess efnis, fyrir hönd Virgo 2, að greiðslur frá Senu, dreifingaraðila grimmdar, skyldu berast á annan reikning í eigu félags Antons Inga, Virgo films. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Ákærður fyrir að draga sér um 27 milljónir króna Í dag greinir DV svo frá því að Anton Ingi hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti í tengslum við Grimmd. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér, í gegnum Virgo films, um 27 milljónir króna. Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. 18,5 milljónir frá Senu Antoni Inga er gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá er Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning.
Bíó og sjónvarp Dómsmál Efnahagsbrot Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir „Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16