Fréttamannafundurinn fer fram í Stokkhólmi og verður í beinni útsendingu sem fylgjast má með í spilaranum hér fyrir neðan. Hefst fundurinn klukkan 9:30 að íslenskum tíma.
Bandarísku vísindamennirnir David Julius og Ardem Patapoutian hlutu Nóbelsverðlaun í lífefnafræði og læknisfræði á síðasta ári fyrir uppgötvanir sínar þegar kemur jónarásum sem opnast eða lokast við hita eða þenslu.
Greint verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum nú í vikunni.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022
- Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði
- Þriðjudagur 4. okótber: Eðlisfræði
- Miðvikudagur 5. október: Efnafræði
- Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir
- Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels
- Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar