Rússar á undanhaldi í suðri Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2022 13:13 Úkraínskir hermenn og fallinn félagi þeirra í Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði, en Rússar voru reknir þaðan um helgina. Góður árangur Úkraínumanna gegn Rússum hefur ekki verið þeim að kostnaðarlausu. AP/Evgeniy Maloletka Úkraínskir hermenn virðast sækja hratt fram gegn Rússum í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komið verði fram við Úkraínumenn sem búa í byggðum sem búið er að frelsa frá Rússum af sanngirni. Hafi viðkomandi ekki „þjónað hernámsliðinu eða svikið Úkraínu“, hafi þau ekkert að óttast. „Hundruð þúsunda af okkar fólki bjó á tímabundið hernumdum svæðum,“ sagði Selenskí í ávarpi í gærkvöldi, samkvæmt New York Times. „Margir hjálpuðu her okkar og leyniþjónustum. Margir reyndu einfaldlega að lifa af og biðu endurkomu úkraínska fánans.“ Hann sagði að mikil áhersla yrði lögð á að koma lífi þessa fólks í eðlilegt horf. Ummælin þykja til marks um góðan árangur Úkraínumanna á víglínunum gegn Rússum undanfarnar vikur. Rússar haf verið reknir frá stórum svæðum í Úkraínu. Frelsa fjölda þorpa og bæja Úkraínskir hermenn birta þessa dagana mikið af myndum af sér frelsa þorp og bæi úr höndum Rússa. Þorp þessu eru að mestu í Kherson-héraði, en einnig í Donetsk og norðar í Kharkív. Rússar stjórna þó enn um einum sjötta af Úkraínu og að mestu í fimm héruðum, Luhansk, Donetsk, Saporisjíam, Kherson og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þetta landsvæði er stærra en Portúgal en Rússar eru sagðir hafa flutt fjölmarga Úkraínumenn nauðungaflutningum frá þessu svæði og til Rússlands. Selenskí sagði einnig í ávarpinu að varnir Úkraínumanna litu vel út og það væri augljóst í hvað stefndi. „Sífellt fleiri óvinir flýja og óvinaherinn verður fyrir sífellt meira mannfalli,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að í Rússlandi væru fleiri að átta sig á því að Rússar hefðu gert mikil mistök með því að ráðast inn í Úkraínu. Til að sjá grófa mynd af stöðu mála í Úkraínu í gær má skoða meðfylgjandi kort frá hugveitunni Institute for the study of war. NEW: Ukrainian forces have made substantial gains around #Lyman and in northern #Kherson Oblast over the last 24 hours. The Russian units defeated on these fronts were previously considered to be among #Russia s premier conventional fighting forces.https://t.co/qCfwrJolCF pic.twitter.com/GwXQBzxI0S— ISW (@TheStudyofWar) October 4, 2022 Gengur best í Kherson Svo virðist sem Úkraínumönnum gangi best þessa dagana í Kherson í suðri, þó þeir sæki fram gegn Rússum víða. Í Kherson hafa Úkraínumenn freslað fjölmörg þorp í dag og er útlit fyrir að Rússar hafi flúið af stóru svæði en þeir voru í hættu á því að verða mögulega umkringdir. Auk þess að myndefni á samfélagsmiðlum sýni úkraínska hermenn ganga inn í frelsaðar byggðir hafa einnig birst myndbönd af íbúum annara bæja hífa úkraínska fánann að húni eftir brotthvarf rússneskra hermanna. More advancement is expected along the Inhulets River as it is believed that the Russian Army evacuated Novodmytrivka, Velyka Oleksandrivka & Mala Oleksandrivka villages.Meanwhile in Velyka Oleksandrivka the flag has been raised by locals waiting for the arrival of UAF. pic.twitter.com/b9X2ZRsBNj— BlueSauron (@Blue_Sauron) October 4, 2022 Til marks um gott gengi Úkraínumanna má sýna kort sem vinsælir rússneskir herbloggarar birtu í morgun af stöðunni í Kherson og svo annað sem þeir birtu fyrir skömmu. Russian media Rybar's latest map shows how dire the situation is in northern Kherson for Russia. These maps are 4 hours apart. pic.twitter.com/d8ZrxOdLZS— Kyle Glen (@KyleJGlen) October 4, 2022 R Vikur í að herkvaðning skili einhverjum árangri Til að reyna að fylla upp í raðir sínar og bæta varnir sínar hafa ráðamenn í Rússlandi hafið herkvaðningu og segja að um þrjú hundruð þúsund manns verði skikkaðir til herþjónustu og sendir til Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum, sem blaðamaður Wall Street Journal ræddi við, segjast sjá vísbendingar um að Rússar eigi í miklum vandræðum með skipulag herkvaðningarinnar. Sjá einnig: Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Rússar hafa þegar sent menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu til Úkraínu, án nokkurrar þjálfunar, en áðurnefndir embættismenn segja að það muni taka minnst einhverjar vikur fyrir herkvaðninguna að skila Rússum betri vörnum gegn Úkraínumönnum. Úkraínumenn vinna að því að bæta stöðuna fyrir veturinn og reka Rússa frá eins stóru svæði og þeir geta áður en bleyta og kuldi gerir gagnárásir erfiðari. Rússar reyna á sama tíma að halda aftur af Úkraínumönnum, víðast hvar. Sjá einnig: Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Gera enn árásir nærri Bakhmut Þrátt fyrir að hafa verið á hælunum í nokkrar vikur hafa Rússar ekkert látið af ítrekuðum tilraunum sínum til að að sækja fram nærri Bakhmut í Donetsk. Þar hafa Rússar gert linnulausar árásir, leiddar af málaliðum Wagner Group, á Úkraínumenn. Árangur af þeim árásum hefur þó verið verulega takmarkaður en sérfræðingjar telja pólitískar ástæður liggja fyrir því að Rússar hafi ekki flutt hermenn frá víglínunni við Bakhmut og reynt að styrkja varnir sínar þar sem Úkraínumenn herja á þá. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48 Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Góð helgi fyrir Úkraínumenn Frá því Vladimír Pútin lýsti yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu á föstudaginn virðist sem Úkraínumönnum hafi vegnað verulega vel gegn Rússum á vígvöllum landsins. Rússar eru víðast hvar á hælunum í Úkraínu. 2. október 2022 21:30 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hafi viðkomandi ekki „þjónað hernámsliðinu eða svikið Úkraínu“, hafi þau ekkert að óttast. „Hundruð þúsunda af okkar fólki bjó á tímabundið hernumdum svæðum,“ sagði Selenskí í ávarpi í gærkvöldi, samkvæmt New York Times. „Margir hjálpuðu her okkar og leyniþjónustum. Margir reyndu einfaldlega að lifa af og biðu endurkomu úkraínska fánans.“ Hann sagði að mikil áhersla yrði lögð á að koma lífi þessa fólks í eðlilegt horf. Ummælin þykja til marks um góðan árangur Úkraínumanna á víglínunum gegn Rússum undanfarnar vikur. Rússar haf verið reknir frá stórum svæðum í Úkraínu. Frelsa fjölda þorpa og bæja Úkraínskir hermenn birta þessa dagana mikið af myndum af sér frelsa þorp og bæi úr höndum Rússa. Þorp þessu eru að mestu í Kherson-héraði, en einnig í Donetsk og norðar í Kharkív. Rússar stjórna þó enn um einum sjötta af Úkraínu og að mestu í fimm héruðum, Luhansk, Donetsk, Saporisjíam, Kherson og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þetta landsvæði er stærra en Portúgal en Rússar eru sagðir hafa flutt fjölmarga Úkraínumenn nauðungaflutningum frá þessu svæði og til Rússlands. Selenskí sagði einnig í ávarpinu að varnir Úkraínumanna litu vel út og það væri augljóst í hvað stefndi. „Sífellt fleiri óvinir flýja og óvinaherinn verður fyrir sífellt meira mannfalli,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að í Rússlandi væru fleiri að átta sig á því að Rússar hefðu gert mikil mistök með því að ráðast inn í Úkraínu. Til að sjá grófa mynd af stöðu mála í Úkraínu í gær má skoða meðfylgjandi kort frá hugveitunni Institute for the study of war. NEW: Ukrainian forces have made substantial gains around #Lyman and in northern #Kherson Oblast over the last 24 hours. The Russian units defeated on these fronts were previously considered to be among #Russia s premier conventional fighting forces.https://t.co/qCfwrJolCF pic.twitter.com/GwXQBzxI0S— ISW (@TheStudyofWar) October 4, 2022 Gengur best í Kherson Svo virðist sem Úkraínumönnum gangi best þessa dagana í Kherson í suðri, þó þeir sæki fram gegn Rússum víða. Í Kherson hafa Úkraínumenn freslað fjölmörg þorp í dag og er útlit fyrir að Rússar hafi flúið af stóru svæði en þeir voru í hættu á því að verða mögulega umkringdir. Auk þess að myndefni á samfélagsmiðlum sýni úkraínska hermenn ganga inn í frelsaðar byggðir hafa einnig birst myndbönd af íbúum annara bæja hífa úkraínska fánann að húni eftir brotthvarf rússneskra hermanna. More advancement is expected along the Inhulets River as it is believed that the Russian Army evacuated Novodmytrivka, Velyka Oleksandrivka & Mala Oleksandrivka villages.Meanwhile in Velyka Oleksandrivka the flag has been raised by locals waiting for the arrival of UAF. pic.twitter.com/b9X2ZRsBNj— BlueSauron (@Blue_Sauron) October 4, 2022 Til marks um gott gengi Úkraínumanna má sýna kort sem vinsælir rússneskir herbloggarar birtu í morgun af stöðunni í Kherson og svo annað sem þeir birtu fyrir skömmu. Russian media Rybar's latest map shows how dire the situation is in northern Kherson for Russia. These maps are 4 hours apart. pic.twitter.com/d8ZrxOdLZS— Kyle Glen (@KyleJGlen) October 4, 2022 R Vikur í að herkvaðning skili einhverjum árangri Til að reyna að fylla upp í raðir sínar og bæta varnir sínar hafa ráðamenn í Rússlandi hafið herkvaðningu og segja að um þrjú hundruð þúsund manns verði skikkaðir til herþjónustu og sendir til Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum, sem blaðamaður Wall Street Journal ræddi við, segjast sjá vísbendingar um að Rússar eigi í miklum vandræðum með skipulag herkvaðningarinnar. Sjá einnig: Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Rússar hafa þegar sent menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu til Úkraínu, án nokkurrar þjálfunar, en áðurnefndir embættismenn segja að það muni taka minnst einhverjar vikur fyrir herkvaðninguna að skila Rússum betri vörnum gegn Úkraínumönnum. Úkraínumenn vinna að því að bæta stöðuna fyrir veturinn og reka Rússa frá eins stóru svæði og þeir geta áður en bleyta og kuldi gerir gagnárásir erfiðari. Rússar reyna á sama tíma að halda aftur af Úkraínumönnum, víðast hvar. Sjá einnig: Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Gera enn árásir nærri Bakhmut Þrátt fyrir að hafa verið á hælunum í nokkrar vikur hafa Rússar ekkert látið af ítrekuðum tilraunum sínum til að að sækja fram nærri Bakhmut í Donetsk. Þar hafa Rússar gert linnulausar árásir, leiddar af málaliðum Wagner Group, á Úkraínumenn. Árangur af þeim árásum hefur þó verið verulega takmarkaður en sérfræðingjar telja pólitískar ástæður liggja fyrir því að Rússar hafi ekki flutt hermenn frá víglínunni við Bakhmut og reynt að styrkja varnir sínar þar sem Úkraínumenn herja á þá.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48 Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Góð helgi fyrir Úkraínumenn Frá því Vladimír Pútin lýsti yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu á föstudaginn virðist sem Úkraínumönnum hafi vegnað verulega vel gegn Rússum á vígvöllum landsins. Rússar eru víðast hvar á hælunum í Úkraínu. 2. október 2022 21:30 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48
Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53
Góð helgi fyrir Úkraínumenn Frá því Vladimír Pútin lýsti yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu á föstudaginn virðist sem Úkraínumönnum hafi vegnað verulega vel gegn Rússum á vígvöllum landsins. Rússar eru víðast hvar á hælunum í Úkraínu. 2. október 2022 21:30
Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00