Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2022 14:53 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við rannsókn á vettvangi á Ólafsfirði í gær. Vísir Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. Samfélagið á Ólafsfirði er slegið eftir að atburðina í fyrri nótt. Þá brugðust lögreglumenn og sjúkraliðar við ósk um aðstoð í fjölbýlishúsi við Ólafsveg. Endurlífgunartilraunir voru hafnar á vettvangi þegar fyrstu lögreglumenn mættu á vettvang. Þær tilraunir báru ekki árangur og var karlmaðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Fjögur voru handtekin og þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið vilja gefa upp. Höfðu verið gift í innan við ár Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni 46 ára karlmaður búsettur á Ólafsfirði. Karlmaðurinn giftist konu um áramótin eftir tæplega ársgamalt samband þeirra. Konan er meðal hinna handteknu. Karlmaður nokkur búsettur á Suðurlandinu var gestur á Ólafsfirði þennan dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann kominn til að aðstoða vinkonu sína, eiginkonu hins látna, sem hafi látið illa af sambandinu. Vinkona þeirra er búsett í fjölbýlishúsinu við Ólafsveg og hafði fyrr um kvöldið farið á heimili hjónanna og sótt föt í hennar eigu. Planið hafi verið að hjálpa henni út úr sambandinu. Hinn látni hafi, samkvæmt heimildum, komið í íbúðina þar sem vinirnir þrír hafi verið um nóttina. Hann hafi verið ósáttur við framvindu mála. Hvað gerðist í íbúðinni er til rannsóknar hjá lögreglu en ljóst er að eggvopn voru á lofti. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfesti við fréttastofu í gær að auk hins látna hefði annar aðili hlotið stungusár. Sá hefði fengið aðhlynningu á slysadeild. Annað vildi Arnfríður Gígja ekki staðfesta. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu í dag að lögregla myndi ekki svara neinum spurningum varðandi málið að svo stöddu. Flutt til Reykjavíkur Heimildir fréttastofu herma að samband hjónanna, hins látna og hinnar handteknu, hafi verið stormasamt. Heimilisofbeldi hefur verið nefnt í því samhengi. Um er að ræða fólk sem verið hefur í neyslu og átt erfitt uppdráttar í samfélaginu. Lögregla hefur þurft að hafa afskipti af þeim og þá hafa þau hvort fyrir sig staðið í stappi við barnavernd. Hin þrjú handteknu verða flutt í fangelsið á Hólmsheiði í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Fangelsið er eina gæsluvarðhaldsfangelsið á landinu. Þó er heimilt að halda fólk í gæsluvarðhaldi í fjóra daga á lögreglustöð auk þess sem fangageymslur eru fyrir norðan. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins að harmleikurinn á Ólafsfirði snerti alla íbúa bæjarfélagsins. „Sumir einstaklingar eru í kjölfarið bognir, aðrir brotnir. Þegar að sorgaratburður sem þessi á sér stað, eru það ekki einungis fórnarlömb og gerendur sem eiga um sárt að binda, heldur einnig fjölskyldur, vinir og aðstandendur þeirra sem eiga í hlut,“ segir Sigríður. „Lögreglan vinnur faglega að rannsókn málsins og mun upplýsa staðreyndir þess eftir því sem þær liggja fyrir. Við skulum öll hafa í huga, að aðgát skal ávallt höfð í nærveru sálar. Á það sérstaklega við á erfiðum stundum sem þessum.“ Þá biðlar hún til fjölmiðla að virða mörk gagnvart aðstandendum málsins. Uppfært klukkan 15:27. Lögreglumál Fjallabyggð Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Samfélagið á Ólafsfirði er slegið eftir að atburðina í fyrri nótt. Þá brugðust lögreglumenn og sjúkraliðar við ósk um aðstoð í fjölbýlishúsi við Ólafsveg. Endurlífgunartilraunir voru hafnar á vettvangi þegar fyrstu lögreglumenn mættu á vettvang. Þær tilraunir báru ekki árangur og var karlmaðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Fjögur voru handtekin og þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið vilja gefa upp. Höfðu verið gift í innan við ár Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni 46 ára karlmaður búsettur á Ólafsfirði. Karlmaðurinn giftist konu um áramótin eftir tæplega ársgamalt samband þeirra. Konan er meðal hinna handteknu. Karlmaður nokkur búsettur á Suðurlandinu var gestur á Ólafsfirði þennan dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann kominn til að aðstoða vinkonu sína, eiginkonu hins látna, sem hafi látið illa af sambandinu. Vinkona þeirra er búsett í fjölbýlishúsinu við Ólafsveg og hafði fyrr um kvöldið farið á heimili hjónanna og sótt föt í hennar eigu. Planið hafi verið að hjálpa henni út úr sambandinu. Hinn látni hafi, samkvæmt heimildum, komið í íbúðina þar sem vinirnir þrír hafi verið um nóttina. Hann hafi verið ósáttur við framvindu mála. Hvað gerðist í íbúðinni er til rannsóknar hjá lögreglu en ljóst er að eggvopn voru á lofti. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfesti við fréttastofu í gær að auk hins látna hefði annar aðili hlotið stungusár. Sá hefði fengið aðhlynningu á slysadeild. Annað vildi Arnfríður Gígja ekki staðfesta. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu í dag að lögregla myndi ekki svara neinum spurningum varðandi málið að svo stöddu. Flutt til Reykjavíkur Heimildir fréttastofu herma að samband hjónanna, hins látna og hinnar handteknu, hafi verið stormasamt. Heimilisofbeldi hefur verið nefnt í því samhengi. Um er að ræða fólk sem verið hefur í neyslu og átt erfitt uppdráttar í samfélaginu. Lögregla hefur þurft að hafa afskipti af þeim og þá hafa þau hvort fyrir sig staðið í stappi við barnavernd. Hin þrjú handteknu verða flutt í fangelsið á Hólmsheiði í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Fangelsið er eina gæsluvarðhaldsfangelsið á landinu. Þó er heimilt að halda fólk í gæsluvarðhaldi í fjóra daga á lögreglustöð auk þess sem fangageymslur eru fyrir norðan. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins að harmleikurinn á Ólafsfirði snerti alla íbúa bæjarfélagsins. „Sumir einstaklingar eru í kjölfarið bognir, aðrir brotnir. Þegar að sorgaratburður sem þessi á sér stað, eru það ekki einungis fórnarlömb og gerendur sem eiga um sárt að binda, heldur einnig fjölskyldur, vinir og aðstandendur þeirra sem eiga í hlut,“ segir Sigríður. „Lögreglan vinnur faglega að rannsókn málsins og mun upplýsa staðreyndir þess eftir því sem þær liggja fyrir. Við skulum öll hafa í huga, að aðgát skal ávallt höfð í nærveru sálar. Á það sérstaklega við á erfiðum stundum sem þessum.“ Þá biðlar hún til fjölmiðla að virða mörk gagnvart aðstandendum málsins. Uppfært klukkan 15:27.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Fjallabyggð Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira