Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2022 10:16 Lögreglumennirnir í Borgarnesi hafa vafalítið verið nokkuð hissa þegar fjórtán ára ökumaður vitjaði bílsins. Vísir/Egill Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. Skessuhorn, fréttaveita Vesturlands, greinir frá þessu óvenjulega verkefni sem lögreglumenn í Borgarnesi sinntu. Lögreglu barst tilkynning um ofsaakstur suður Holtavörðuheiði og óku til móts við bílinn. Bílarnir mættust við Baulu en ökumaður sinnti ekki merkjum lögreglu um að stöðva för bílsins. Þvert á móti gaf ökumaður í og hvarf sjónum. Lögregla kom svo að bóndabæ í grenndinni þar sem ábúandi var nokkuð skelkaður. Gat hann bent lögreglu á bílinn sem hafði verið lagt við skemmu. „Þar sást jafnframt í iljarnar á tveimur krökkum sem hurfu sjónum inn í skóg og missti lögreglan af þeim. Hafin var leit að þeim við Borgir og norður af Munaðarnesi en án árangurs,“ segir í frétt Skessuhorns. Bíllinn hafi verið fluttur í Borgarnes með kranabíl. Þangað mættu svo ungmenni til að vitja bílsins. Ökumaðurinn reyndist fjórtán ára og farþeginn á svipuðum aldri. Þau sögðust hafa fengið bílinn að láni og hann var ekki tilkynntur stolinn. Segir í fréttinni að ökumaðurinn eigi von á kæru fyrir að aka án réttinda og að sinna ekki fyrirmælum lögreglu. Lögregla hafði samband við foreldra og tilkynnti málið til barnavendar. Borgarbyggð Barnavernd Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Skessuhorn, fréttaveita Vesturlands, greinir frá þessu óvenjulega verkefni sem lögreglumenn í Borgarnesi sinntu. Lögreglu barst tilkynning um ofsaakstur suður Holtavörðuheiði og óku til móts við bílinn. Bílarnir mættust við Baulu en ökumaður sinnti ekki merkjum lögreglu um að stöðva för bílsins. Þvert á móti gaf ökumaður í og hvarf sjónum. Lögregla kom svo að bóndabæ í grenndinni þar sem ábúandi var nokkuð skelkaður. Gat hann bent lögreglu á bílinn sem hafði verið lagt við skemmu. „Þar sást jafnframt í iljarnar á tveimur krökkum sem hurfu sjónum inn í skóg og missti lögreglan af þeim. Hafin var leit að þeim við Borgir og norður af Munaðarnesi en án árangurs,“ segir í frétt Skessuhorns. Bíllinn hafi verið fluttur í Borgarnes með kranabíl. Þangað mættu svo ungmenni til að vitja bílsins. Ökumaðurinn reyndist fjórtán ára og farþeginn á svipuðum aldri. Þau sögðust hafa fengið bílinn að láni og hann var ekki tilkynntur stolinn. Segir í fréttinni að ökumaðurinn eigi von á kæru fyrir að aka án réttinda og að sinna ekki fyrirmælum lögreglu. Lögregla hafði samband við foreldra og tilkynnti málið til barnavendar.
Borgarbyggð Barnavernd Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira