Dæmd fyrir hundruð þúsunda króna strikamerkjasvindl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 13:01 Verslun Ikea í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu og karl í sextíu daga og þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa stolið vörum úr verslun Ikea í Garðabæ með því að hafa tekið strikamerki af ódýrari vörum og sett á dýrari vörur. Dómur í málinu féll í síðustu viku. Í dómi héraðsdóms má lesa að konan virðist hafa verið öllu stórtækari en karlinn. Saman voru þau ákærð fyrir að hafa, í tvö skipti, samtals svikið út vörur fyrir 198.805 krónur. Það gerðu þau með því að koma strikamerkjum ódýrari vara fyrir á vörunum sem þau afgreiddu sig sjálf um á sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þannig greiddu þau aðeins 11.270 krónur fyrir vörurnar, sem voru sem fyrr segir virði 198.805 króna. Um var að ræða lampa, pönnur, gardínur, skápa, og handlaugar svo dæmi séu tekin IKEA í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Eiginkonan var einnig ákærð fyrir samskonar fjársvik í fjórum öðrum tilvikum en brotin öll áttu sér stað skömmu fyrir og eftir síðustu áramót. Var konunni gefið að sök að hafa svikið út vörur í þessi fjögur skipti fyrir samtals 158.595 krónur, með sama hætti og greint var frá hér að ofan. Alls greiddi konan 26.410 krónur fyrir vörurnar. Var um að ræða veggljós, handklæði, loftljós, sæng, kodda og teppi, svo dæmi séu tekin. Játuðu sök Svipar aðferðinni sem hjónin beittu við þjófnaðinn til þeirrar aðferðar sem var notuð í Ikea-málinu svokallaða árið 2013, þar sem nokkrum einstaklingum var gefið að sök að hafa fært strikamerki af ódýrari vörum yfir á dýrari vörur. Hjónin játuðu sök fyrir dómi og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þá var einnig litið til þess að hvorugt þeirra hafi áður sætt refsingu. Var eiginkonan dæmd í sextíu daga fangelsi en eiginmaðurinn í þrjátíu daga fangelsi. Dómarnir falla niður haldi þau almennt skilorð í tvö ár. Dómsmál IKEA Verslun Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Dómur í málinu féll í síðustu viku. Í dómi héraðsdóms má lesa að konan virðist hafa verið öllu stórtækari en karlinn. Saman voru þau ákærð fyrir að hafa, í tvö skipti, samtals svikið út vörur fyrir 198.805 krónur. Það gerðu þau með því að koma strikamerkjum ódýrari vara fyrir á vörunum sem þau afgreiddu sig sjálf um á sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þannig greiddu þau aðeins 11.270 krónur fyrir vörurnar, sem voru sem fyrr segir virði 198.805 króna. Um var að ræða lampa, pönnur, gardínur, skápa, og handlaugar svo dæmi séu tekin IKEA í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Eiginkonan var einnig ákærð fyrir samskonar fjársvik í fjórum öðrum tilvikum en brotin öll áttu sér stað skömmu fyrir og eftir síðustu áramót. Var konunni gefið að sök að hafa svikið út vörur í þessi fjögur skipti fyrir samtals 158.595 krónur, með sama hætti og greint var frá hér að ofan. Alls greiddi konan 26.410 krónur fyrir vörurnar. Var um að ræða veggljós, handklæði, loftljós, sæng, kodda og teppi, svo dæmi séu tekin. Játuðu sök Svipar aðferðinni sem hjónin beittu við þjófnaðinn til þeirrar aðferðar sem var notuð í Ikea-málinu svokallaða árið 2013, þar sem nokkrum einstaklingum var gefið að sök að hafa fært strikamerki af ódýrari vörum yfir á dýrari vörur. Hjónin játuðu sök fyrir dómi og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þá var einnig litið til þess að hvorugt þeirra hafi áður sætt refsingu. Var eiginkonan dæmd í sextíu daga fangelsi en eiginmaðurinn í þrjátíu daga fangelsi. Dómarnir falla niður haldi þau almennt skilorð í tvö ár.
Dómsmál IKEA Verslun Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira