Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. október 2022 20:00 Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Vísir/Egill Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Læknir á vogi segir að ópíóðafíkn sé ekki aðeins að aukast hlutfallslega, heldur sé eðli hennar breytt. „Ópíóðar eru langt frá að vera ný efni á markaðnumn en hins vegar var það þannig að ópíóðar var oft eitthvað sem þú sást á lokastigum sjúkdómsins. Þá var fólk komið í miklu alvarlegri neyslu og þá einkenndist það af sprautuneyslu,“ segir Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Nú sé fólk farið að nota ópíóða jafnvel sem fyrsta fíkniefni sem það prófar. Auk þess hafi notkun þess auðveldast með komu svokallaðra oxy lyfja, sem margir reyki. „Þessi athöfn að nota ópíóða, þessi sterku sterku efni, verður miklu auðveldari og fólk er mjög fljótt að verða háð því.“ Fráhvörfin af ópíóðum séu sérstaklega erfið. Fólk fyllist mikilli örvæntingu og sé tilbúið til að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir fráhvörf. „Þetta er mjög fljótt að vinda upp á sig. Þú ert mjög fljótur að fara upp í mjög háa skammta og síðan er það að ópíóðar eru öndunarbælandi þannig að líkurnar á því að ofskammta eru háar,“ segir Erna. Í þeim 46 sem létust úr ofskammti í fyrra fundust ópíóðalyf í fimmtán, fimmfallt fleiri en árið á undan. „Maður myndi ekki vilja ímynda sér hver sú tala væri ef við værum ekki að grípa inn í, þess vegna er aðgengi að meðferð svo mikilvæg.“ Fleiri en tvö hundruð eru í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi. „Lyfin sem við notum við ópíóðafíkn, sem er gagnreynd meðferð, veldur ekki vímu heldur tekur fráhvörfin og fíknina.“ Fíkn Lyf Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Læknir á vogi segir að ópíóðafíkn sé ekki aðeins að aukast hlutfallslega, heldur sé eðli hennar breytt. „Ópíóðar eru langt frá að vera ný efni á markaðnumn en hins vegar var það þannig að ópíóðar var oft eitthvað sem þú sást á lokastigum sjúkdómsins. Þá var fólk komið í miklu alvarlegri neyslu og þá einkenndist það af sprautuneyslu,“ segir Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Nú sé fólk farið að nota ópíóða jafnvel sem fyrsta fíkniefni sem það prófar. Auk þess hafi notkun þess auðveldast með komu svokallaðra oxy lyfja, sem margir reyki. „Þessi athöfn að nota ópíóða, þessi sterku sterku efni, verður miklu auðveldari og fólk er mjög fljótt að verða háð því.“ Fráhvörfin af ópíóðum séu sérstaklega erfið. Fólk fyllist mikilli örvæntingu og sé tilbúið til að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir fráhvörf. „Þetta er mjög fljótt að vinda upp á sig. Þú ert mjög fljótur að fara upp í mjög háa skammta og síðan er það að ópíóðar eru öndunarbælandi þannig að líkurnar á því að ofskammta eru háar,“ segir Erna. Í þeim 46 sem létust úr ofskammti í fyrra fundust ópíóðalyf í fimmtán, fimmfallt fleiri en árið á undan. „Maður myndi ekki vilja ímynda sér hver sú tala væri ef við værum ekki að grípa inn í, þess vegna er aðgengi að meðferð svo mikilvæg.“ Fleiri en tvö hundruð eru í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi. „Lyfin sem við notum við ópíóðafíkn, sem er gagnreynd meðferð, veldur ekki vímu heldur tekur fráhvörfin og fíknina.“
Fíkn Lyf Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira