Eiður Smári stígur tímabundið til hliðar og biður um svigrúm Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2022 15:43 Eiður Smári mun stíga tímabundið til hliðar en heldur starfinu hjá FH. Félagið vonast til að fá hann aftur sem fyrst. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen mun stíga tímabundið til hliðar sem þjálfari FH en félagið staðfesti þetta í fréttatilkynningu í dag. Eiður biðst friðar til að vinna í sínum málum en FH-ingar vonast til að hann snúi aftur í teymi liðsins í náinni framtíð. Eiður Smári tók við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni þann 19. júní og samdi til 2024. Gengi liðsins hefur verið slakt en það situr í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. FH komst þó í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi 3-2 um helgina eftir framlengdan leik. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar knattspyrnudeildar FH í dag þar sem ákvörðun var tekin um að hann skildi stíga frá starfi sínu, um stundarsakir hið minnsta. Í yfirlýsingu FH segir: „Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.“ Þá er staðfest að Sigurvin Ólafsson verði áfram þjálfari liðsins en óljóst er hvort annar þjálfari stígi inn og verði honum til halds og trausts í ljósi brotthvarfs Eiðs. Vera má að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála stígi þar inn. Eiður var áður þjálfari félagsins ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 en hann hætti hjá FH um veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi af KSÍ vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Fyrsti leikur FH eftir breytingarnar er gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttunni við Leikni á sunnudaginn kemur. Leiknir er stigi fyrir ofan FH, í öruggu sæti. Þjálfarabreytingar eru einnig í farvatninu hjá Leikni en í gær tilkynnti Sigurður Höskuldsson að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Tilkynning FH í heild Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð. Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar FH FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Eiður Smári tók við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni þann 19. júní og samdi til 2024. Gengi liðsins hefur verið slakt en það situr í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. FH komst þó í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi 3-2 um helgina eftir framlengdan leik. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar knattspyrnudeildar FH í dag þar sem ákvörðun var tekin um að hann skildi stíga frá starfi sínu, um stundarsakir hið minnsta. Í yfirlýsingu FH segir: „Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.“ Þá er staðfest að Sigurvin Ólafsson verði áfram þjálfari liðsins en óljóst er hvort annar þjálfari stígi inn og verði honum til halds og trausts í ljósi brotthvarfs Eiðs. Vera má að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála stígi þar inn. Eiður var áður þjálfari félagsins ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 en hann hætti hjá FH um veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi af KSÍ vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Fyrsti leikur FH eftir breytingarnar er gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttunni við Leikni á sunnudaginn kemur. Leiknir er stigi fyrir ofan FH, í öruggu sæti. Þjálfarabreytingar eru einnig í farvatninu hjá Leikni en í gær tilkynnti Sigurður Höskuldsson að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Tilkynning FH í heild Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð. Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar FH
FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira