Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2022 12:30 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. vísir Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. Á hverjum ársfjórðungi mælir Maskína ánægju fólks með störf ríkisstjórnarinnar. Hún mældist sérstaklega mikil undir lok síðasta kjörtímabils og sögðust 46 prósent sátt við störf síðustu ríkisstjórnar á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Ánægjan mældist tæplega fjörutíu prósent undir lok síðasta árs - eftir myndun endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Eftir það fer hins vegar að halla undan fæti. Ánægjan mældist um 26 prósent í vor og í nýjustu könnun Maskínu, sem var gerð í lok september, var hún enn einungis 26 prósent. Við kynningu á stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vintstri Grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í fyrra. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað síðan þá.vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðninginn orðinn ansi lítinn. „Og hlýtur að vera farinn að vera óþægilega lítill. Þegar rétt ríflega fjórðungur landsmanna segist styðja stjórnina er það nú fremur dapurlegt fyrir svona breiða og stóra ríkisstjórn.“ Að einhverju leyti hafi þó verið viðbúið að erfiðleikar í samstarfinu kæmu betur í ljós eftir faraldurinn. „Það var ákveðin samstaða sem birtist í faraldrinum á sínum tíma og þá fylkti þjóðin sér á bak við stjórnvöld. En þegar hlutirnir eru orðnir eðlilegri koma brestirnir í stjórnarsamstarfinu einfaldlega fram og óþoloð magnast. Þannig það kemur ekki á óvart að stuðningur dali við ríkisstjórn sem er svona samsett; nær endanna á milli í pólitísku tilliti og ætti svona að einhverju leyti í eðlilegu árferði að vera ólíkleg til að ganga til langframa,“ segir Eríkur. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru nokkur umdeild mál á dagskrá í vetur. Til dæmis útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu á neysluskömmtum fíkniefna sem hefur velkst um á síðustu árum. Eíríkur segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í veturinn með svo lítinn stuðning og telur aukin átök fram undan. „Það eru viðsjár í efnahagslífinu og ýmis mál sem kljúfa þessa flokka eru núna í forgrunni. Svo er það einfaldlega þannig að þrátt fyrir að það sé ekki langt frá síðustu kosningum er ekki langt í upptaktinn að næstu kosningabaráttu og þá fara flokkarnir að stilla sér upp á nýjan leik. Þannig að aukin átök eru fram undan innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Eiríkur. Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Á hverjum ársfjórðungi mælir Maskína ánægju fólks með störf ríkisstjórnarinnar. Hún mældist sérstaklega mikil undir lok síðasta kjörtímabils og sögðust 46 prósent sátt við störf síðustu ríkisstjórnar á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Ánægjan mældist tæplega fjörutíu prósent undir lok síðasta árs - eftir myndun endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Eftir það fer hins vegar að halla undan fæti. Ánægjan mældist um 26 prósent í vor og í nýjustu könnun Maskínu, sem var gerð í lok september, var hún enn einungis 26 prósent. Við kynningu á stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vintstri Grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í fyrra. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað síðan þá.vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðninginn orðinn ansi lítinn. „Og hlýtur að vera farinn að vera óþægilega lítill. Þegar rétt ríflega fjórðungur landsmanna segist styðja stjórnina er það nú fremur dapurlegt fyrir svona breiða og stóra ríkisstjórn.“ Að einhverju leyti hafi þó verið viðbúið að erfiðleikar í samstarfinu kæmu betur í ljós eftir faraldurinn. „Það var ákveðin samstaða sem birtist í faraldrinum á sínum tíma og þá fylkti þjóðin sér á bak við stjórnvöld. En þegar hlutirnir eru orðnir eðlilegri koma brestirnir í stjórnarsamstarfinu einfaldlega fram og óþoloð magnast. Þannig það kemur ekki á óvart að stuðningur dali við ríkisstjórn sem er svona samsett; nær endanna á milli í pólitísku tilliti og ætti svona að einhverju leyti í eðlilegu árferði að vera ólíkleg til að ganga til langframa,“ segir Eríkur. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru nokkur umdeild mál á dagskrá í vetur. Til dæmis útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu á neysluskömmtum fíkniefna sem hefur velkst um á síðustu árum. Eíríkur segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í veturinn með svo lítinn stuðning og telur aukin átök fram undan. „Það eru viðsjár í efnahagslífinu og ýmis mál sem kljúfa þessa flokka eru núna í forgrunni. Svo er það einfaldlega þannig að þrátt fyrir að það sé ekki langt frá síðustu kosningum er ekki langt í upptaktinn að næstu kosningabaráttu og þá fara flokkarnir að stilla sér upp á nýjan leik. Þannig að aukin átök eru fram undan innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Eiríkur.
Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira