Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2022 12:30 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. vísir Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. Á hverjum ársfjórðungi mælir Maskína ánægju fólks með störf ríkisstjórnarinnar. Hún mældist sérstaklega mikil undir lok síðasta kjörtímabils og sögðust 46 prósent sátt við störf síðustu ríkisstjórnar á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Ánægjan mældist tæplega fjörutíu prósent undir lok síðasta árs - eftir myndun endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Eftir það fer hins vegar að halla undan fæti. Ánægjan mældist um 26 prósent í vor og í nýjustu könnun Maskínu, sem var gerð í lok september, var hún enn einungis 26 prósent. Við kynningu á stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vintstri Grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í fyrra. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað síðan þá.vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðninginn orðinn ansi lítinn. „Og hlýtur að vera farinn að vera óþægilega lítill. Þegar rétt ríflega fjórðungur landsmanna segist styðja stjórnina er það nú fremur dapurlegt fyrir svona breiða og stóra ríkisstjórn.“ Að einhverju leyti hafi þó verið viðbúið að erfiðleikar í samstarfinu kæmu betur í ljós eftir faraldurinn. „Það var ákveðin samstaða sem birtist í faraldrinum á sínum tíma og þá fylkti þjóðin sér á bak við stjórnvöld. En þegar hlutirnir eru orðnir eðlilegri koma brestirnir í stjórnarsamstarfinu einfaldlega fram og óþoloð magnast. Þannig það kemur ekki á óvart að stuðningur dali við ríkisstjórn sem er svona samsett; nær endanna á milli í pólitísku tilliti og ætti svona að einhverju leyti í eðlilegu árferði að vera ólíkleg til að ganga til langframa,“ segir Eríkur. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru nokkur umdeild mál á dagskrá í vetur. Til dæmis útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu á neysluskömmtum fíkniefna sem hefur velkst um á síðustu árum. Eíríkur segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í veturinn með svo lítinn stuðning og telur aukin átök fram undan. „Það eru viðsjár í efnahagslífinu og ýmis mál sem kljúfa þessa flokka eru núna í forgrunni. Svo er það einfaldlega þannig að þrátt fyrir að það sé ekki langt frá síðustu kosningum er ekki langt í upptaktinn að næstu kosningabaráttu og þá fara flokkarnir að stilla sér upp á nýjan leik. Þannig að aukin átök eru fram undan innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Eiríkur. Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Á hverjum ársfjórðungi mælir Maskína ánægju fólks með störf ríkisstjórnarinnar. Hún mældist sérstaklega mikil undir lok síðasta kjörtímabils og sögðust 46 prósent sátt við störf síðustu ríkisstjórnar á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Ánægjan mældist tæplega fjörutíu prósent undir lok síðasta árs - eftir myndun endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Eftir það fer hins vegar að halla undan fæti. Ánægjan mældist um 26 prósent í vor og í nýjustu könnun Maskínu, sem var gerð í lok september, var hún enn einungis 26 prósent. Við kynningu á stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vintstri Grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í fyrra. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað síðan þá.vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðninginn orðinn ansi lítinn. „Og hlýtur að vera farinn að vera óþægilega lítill. Þegar rétt ríflega fjórðungur landsmanna segist styðja stjórnina er það nú fremur dapurlegt fyrir svona breiða og stóra ríkisstjórn.“ Að einhverju leyti hafi þó verið viðbúið að erfiðleikar í samstarfinu kæmu betur í ljós eftir faraldurinn. „Það var ákveðin samstaða sem birtist í faraldrinum á sínum tíma og þá fylkti þjóðin sér á bak við stjórnvöld. En þegar hlutirnir eru orðnir eðlilegri koma brestirnir í stjórnarsamstarfinu einfaldlega fram og óþoloð magnast. Þannig það kemur ekki á óvart að stuðningur dali við ríkisstjórn sem er svona samsett; nær endanna á milli í pólitísku tilliti og ætti svona að einhverju leyti í eðlilegu árferði að vera ólíkleg til að ganga til langframa,“ segir Eríkur. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru nokkur umdeild mál á dagskrá í vetur. Til dæmis útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu á neysluskömmtum fíkniefna sem hefur velkst um á síðustu árum. Eíríkur segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í veturinn með svo lítinn stuðning og telur aukin átök fram undan. „Það eru viðsjár í efnahagslífinu og ýmis mál sem kljúfa þessa flokka eru núna í forgrunni. Svo er það einfaldlega þannig að þrátt fyrir að það sé ekki langt frá síðustu kosningum er ekki langt í upptaktinn að næstu kosningabaráttu og þá fara flokkarnir að stilla sér upp á nýjan leik. Þannig að aukin átök eru fram undan innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Eiríkur.
Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira