Nýr sendiherra Bandaríkjanna afhenti forseta trúnaðarbréf Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 10:37 Bandarísku sendiherrahjónin með forsetahjónunum á Bessastöðum í gær. Frá vinstri: James V. Derrick yngri, Carrin Patman, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Skrifstofa forseta Íslands/Gunnar Vigfússon Carrin Patman, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf í gær. Sendiherralaust hefur verið frá því að umdeildur forveri Patman lét af embættinu í janúar í fyrra. Bandaríska sendiráðið birti mynd af Patman og eiginmanni hennar, James V. Derrick yngri, á Bessastöðum með forsetanum og Elizu Reid forsetafrú á Twitter-reikningi sínum í gær. New U.S. Ambassador to IcelandToday, Ambassador Carrin Patman presented her credentials to the President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, becoming the new U.S. Ambassador to Iceland. @PresidentISL @elizajreid pic.twitter.com/VabZGNipdk— U.S. Embassy Iceland (@usembreykjavik) October 6, 2022 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Joes Biden Bandaríkjaforseta á Patman í ágúst. Hún er lögfræðingur að mennt og var meðal annars stjórnarformaður almenningssamgangna í Texas. Þá hefur hún verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í ríkinu. Patman tók þátt í kosningabaráttu Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og Bidens árið 2020. Algengt er að bandarískir forsetar tilnefni pólitíska stuðningsmenn og bakhjarla í sendiherrastöður. Eiginmaður sendiherrans var áður varaforseti og aðallögfræðingur Enron sem var eitt sinn stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Gjaldþrot þess þegar upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli árið 2001 var það stærsta í sögu Bandaríkjanna. Derrick bar meðal annars vitni þegar stjórnendur fyrirtækisins voru sóttir til saka. Hún tekur við embætti sendiherra á Íslandi af Jeffrey Ross Gunter, húðlækni frá Kaliforníu sem var skipaður af Donald Trump. Sendiherratíð Gunters var stormasöm. Starfsmenn sendiráðsins voru sagðir óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hríðsversnað vegna hans í skýrslu sem innra eftirlit bandaríska utanríkisráðuneytisins gerði. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að koma Gunter úr embætti. Gunter lét af embættinu í janúar í fyrra þegar Biden tók við embætti forseta af Trump. Bandaríkin Utanríkismál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bandaríska sendiráðið birti mynd af Patman og eiginmanni hennar, James V. Derrick yngri, á Bessastöðum með forsetanum og Elizu Reid forsetafrú á Twitter-reikningi sínum í gær. New U.S. Ambassador to IcelandToday, Ambassador Carrin Patman presented her credentials to the President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, becoming the new U.S. Ambassador to Iceland. @PresidentISL @elizajreid pic.twitter.com/VabZGNipdk— U.S. Embassy Iceland (@usembreykjavik) October 6, 2022 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Joes Biden Bandaríkjaforseta á Patman í ágúst. Hún er lögfræðingur að mennt og var meðal annars stjórnarformaður almenningssamgangna í Texas. Þá hefur hún verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í ríkinu. Patman tók þátt í kosningabaráttu Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og Bidens árið 2020. Algengt er að bandarískir forsetar tilnefni pólitíska stuðningsmenn og bakhjarla í sendiherrastöður. Eiginmaður sendiherrans var áður varaforseti og aðallögfræðingur Enron sem var eitt sinn stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Gjaldþrot þess þegar upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli árið 2001 var það stærsta í sögu Bandaríkjanna. Derrick bar meðal annars vitni þegar stjórnendur fyrirtækisins voru sóttir til saka. Hún tekur við embætti sendiherra á Íslandi af Jeffrey Ross Gunter, húðlækni frá Kaliforníu sem var skipaður af Donald Trump. Sendiherratíð Gunters var stormasöm. Starfsmenn sendiráðsins voru sagðir óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hríðsversnað vegna hans í skýrslu sem innra eftirlit bandaríska utanríkisráðuneytisins gerði. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að koma Gunter úr embætti. Gunter lét af embættinu í janúar í fyrra þegar Biden tók við embætti forseta af Trump.
Bandaríkin Utanríkismál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46