Silli kokkur sá næstbesti í Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. október 2022 19:12 Að sögn einhverra dómara var borgarinn besti réttur hátíðarinnar. Vagn Silla kokks lenti í öðru sæti í keppninni um Besta götubita Evrópu sem fram fór um helgina. Borgarinn hans Silla var valinn sá besti en Silli var einnig í öðru sæti í kosningu gesta hátíðarinnar. Besti götubiti Evrópu er valinn ár hvert á hátíðinni European Street Food Awards. Í ár sendu sextán þjóðir fulltrúa á hátíðina sem fram fór í Þýskalandi. Silli segir ekki annað vera hægt en að vera ánægður með árangurinn. „Ég er allavega með besta borgarann í Evrópu. Auðvitað er maður með blendnar tilfinningar, maður vill vinna. Maður getur samt ekki nema verið en ánægður með annað sætið. Þetta eru sextán bestu í allri Evrópu þannig næst besti er bara geggjað þó maður vilji alltaf fyrsta sætið,“ segir Silli í samtali við fréttastofu. Besti þetta árið kom frá Skotlandi og kusu gestir hátíðarinnar þýska vagninn þann besta. Þrátt fyrir að hafa búist við því að enda ofarlega þá er annað sætið fram úr bestu vonum Silla. Hann hefur mikla trú á sinni vöru og er mikill keppnismaður. Silli fékk viðurkenningu fyrir besta borgara hátíðarinnar. Hamborgarinn sem Silli bauð upp á og hlaut verðlaun fyrir besta borgara hátíðarinnar var gæsaborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með bláberjum og krækiberjum og rúkóla. Brauðið er kartöflusmjörbrauð frá Deig. „Dómararnir sögðu flestir að þeim þætti borgarinn það besta sem þeir fengu á hátíðinni. En það eru tveir réttir dæmdir þannig hinn rétturinn minn dróg mig aðeins niður, þess vegna er ég í öðru sæti ekki fyrsta,“ segir Silli en hinn rétturinn hans var hreindýrapulsa. Annað sæti í kosningu gesta verður að teljast sem sigur en auðvitað var það þýski vagninn sem sigraði hana. Silli segir að það hefði verið galið ef heimamenn hefðu kosið einhvern annan en þeirra fulltrúa. „Þetta er eiginlega bara heimamenn. Það er alveg þannig. Þjóðverjar eru rosa margir annað hvort grænmetisætur eða vegan. Sú sem vann í kosningu gesta vann líka besta grænmetisbitann. Hún er líka þekkt meðal heimamanna,“ segir Silli. Næst á dagskrá hjá Silla er 220 manna villibráðarhlaðborð sem fram fer næstu helgi í Samskipahöllinni í Kópavogi. Nú fer hver að verða seinastur að kaupa miða en einungis tuttugu miðar eru eftir. Matur Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Besti götubiti Evrópu er valinn ár hvert á hátíðinni European Street Food Awards. Í ár sendu sextán þjóðir fulltrúa á hátíðina sem fram fór í Þýskalandi. Silli segir ekki annað vera hægt en að vera ánægður með árangurinn. „Ég er allavega með besta borgarann í Evrópu. Auðvitað er maður með blendnar tilfinningar, maður vill vinna. Maður getur samt ekki nema verið en ánægður með annað sætið. Þetta eru sextán bestu í allri Evrópu þannig næst besti er bara geggjað þó maður vilji alltaf fyrsta sætið,“ segir Silli í samtali við fréttastofu. Besti þetta árið kom frá Skotlandi og kusu gestir hátíðarinnar þýska vagninn þann besta. Þrátt fyrir að hafa búist við því að enda ofarlega þá er annað sætið fram úr bestu vonum Silla. Hann hefur mikla trú á sinni vöru og er mikill keppnismaður. Silli fékk viðurkenningu fyrir besta borgara hátíðarinnar. Hamborgarinn sem Silli bauð upp á og hlaut verðlaun fyrir besta borgara hátíðarinnar var gæsaborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með bláberjum og krækiberjum og rúkóla. Brauðið er kartöflusmjörbrauð frá Deig. „Dómararnir sögðu flestir að þeim þætti borgarinn það besta sem þeir fengu á hátíðinni. En það eru tveir réttir dæmdir þannig hinn rétturinn minn dróg mig aðeins niður, þess vegna er ég í öðru sæti ekki fyrsta,“ segir Silli en hinn rétturinn hans var hreindýrapulsa. Annað sæti í kosningu gesta verður að teljast sem sigur en auðvitað var það þýski vagninn sem sigraði hana. Silli segir að það hefði verið galið ef heimamenn hefðu kosið einhvern annan en þeirra fulltrúa. „Þetta er eiginlega bara heimamenn. Það er alveg þannig. Þjóðverjar eru rosa margir annað hvort grænmetisætur eða vegan. Sú sem vann í kosningu gesta vann líka besta grænmetisbitann. Hún er líka þekkt meðal heimamanna,“ segir Silli. Næst á dagskrá hjá Silla er 220 manna villibráðarhlaðborð sem fram fer næstu helgi í Samskipahöllinni í Kópavogi. Nú fer hver að verða seinastur að kaupa miða en einungis tuttugu miðar eru eftir.
Matur Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira