Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 12:47 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/samsett Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. Greint er frá skýrslutökunum á vefsíðunni Samstöðinni. Gunnar Smári, sem situr í stjórn Samstöðvarinnar, staðfestir við Vísi að hann hafi farið í skýrslutöku þar sem honum voru meðal annars sýnd samskipti sakborninganna í samskiptaforritinu Signal. Í greininni á vef Samstöðvarinnar kemur fram að Gunnari Smára hafi verið sýnd samskipti þar sem annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Maðurinn hafi barmað sér yfir því að vera ekki vopnaður. Þeir hafi svo velt vöngum um hvað gerðist ef hann dræpi Gunnar Smára á staðnum. Hinn maðurinn sagði þeim sem var á staðnum að þeir flygju inn á Alþingi. Sólveigu Önnu hafi verið sýnd skilaboð þar sem hún hafi verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Mennirnir hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“. Gunnar Smári hefur áður greint frá því að honum hafi borist ofbeldishótanir frá manni. Tveimur dögum síðar hafi rúður verið brotnar í húsakynnum Sósíalistaflokksins. Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári efast um að mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar nú tengist þeim hótunum og ógnunum. Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru handteknir fyrir þremur vikum og greindi lögregla frá því að þeir væru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Meirihluti þeirra var þó verksmiðjuframleiddur. Grunur leikur á að þeir hafi selt skotvopn. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Greint er frá skýrslutökunum á vefsíðunni Samstöðinni. Gunnar Smári, sem situr í stjórn Samstöðvarinnar, staðfestir við Vísi að hann hafi farið í skýrslutöku þar sem honum voru meðal annars sýnd samskipti sakborninganna í samskiptaforritinu Signal. Í greininni á vef Samstöðvarinnar kemur fram að Gunnari Smára hafi verið sýnd samskipti þar sem annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Maðurinn hafi barmað sér yfir því að vera ekki vopnaður. Þeir hafi svo velt vöngum um hvað gerðist ef hann dræpi Gunnar Smára á staðnum. Hinn maðurinn sagði þeim sem var á staðnum að þeir flygju inn á Alþingi. Sólveigu Önnu hafi verið sýnd skilaboð þar sem hún hafi verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Mennirnir hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“. Gunnar Smári hefur áður greint frá því að honum hafi borist ofbeldishótanir frá manni. Tveimur dögum síðar hafi rúður verið brotnar í húsakynnum Sósíalistaflokksins. Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári efast um að mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar nú tengist þeim hótunum og ógnunum. Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru handteknir fyrir þremur vikum og greindi lögregla frá því að þeir væru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Meirihluti þeirra var þó verksmiðjuframleiddur. Grunur leikur á að þeir hafi selt skotvopn.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent