„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 14:58 Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu til Porto í gær eftir æfingar í Algarve síðustu daga. Það var létt yfir henni þegar hún ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins. Stöð 2 Sport „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. Íslenska liðið hefur æft í Portúgal síðustu daga en á morgun, klukkan 17 að íslenskum tíma, er komið að stóru stundinni þegar flautað verður til leiks á Estádio da Mata Real, sem staðsettur er í Pacos de Ferreira í nágrenni Porto. Eftir tapið grátlega gegn Hollandi í síðasta mánuði, þar sem jafntefli hefði komið Íslandi á HM, er leikurinn á morgun síðasti séns fyrir stelpurnar okkar. „Það væri ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði en spennustigið í hópnum er bara mjög gott. Það er engin að fara yfir um. Við erum bara ótrúlega spenntar að fara í þennan leik og við ætlum okkur á HM,“ segir Berglind en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind í Porto fyrir úrslitaleikinn „Komu mér pínulítið á óvart“ Portúgalar, sem þurftu að slá út Belgíu til að komast í leikinn við Ísland, eru hins vegar verðugur andstæðingur: „Þær eru virkilega góðar. Mjög sóknarsinnaðar og fljótar. En við erum búin að finna leiðir að því hvernig við ætlum að gera þetta á morgun og munum tækla þetta. Þetta er „do or die“ leikur og þær voru ótrúlega góðar á móti Belgíu. Komu mér pínulítið á óvart, ef ég á að vera hreinskilin. Þetta verður virkilega erfiður leikur,“ segir Berglind. Berglind gekk í raðir risaliðs PSG í Frakklandi í sumar en hefur sáralítið spilað fyrir liðið. Hún segir að það komi þó ekki að sök, og að það geri sér gott að æfa á hverjum degi með leikmönnum úr allra fremstu röð. „Staðan á mér er fín. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið þá er ég á erfiðum æfingum og í mjög fínu standi. Það verður ekkert vesen. Við munum skora mörk á morgun og tryggja okkur á HM.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Íslenska liðið hefur æft í Portúgal síðustu daga en á morgun, klukkan 17 að íslenskum tíma, er komið að stóru stundinni þegar flautað verður til leiks á Estádio da Mata Real, sem staðsettur er í Pacos de Ferreira í nágrenni Porto. Eftir tapið grátlega gegn Hollandi í síðasta mánuði, þar sem jafntefli hefði komið Íslandi á HM, er leikurinn á morgun síðasti séns fyrir stelpurnar okkar. „Það væri ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði en spennustigið í hópnum er bara mjög gott. Það er engin að fara yfir um. Við erum bara ótrúlega spenntar að fara í þennan leik og við ætlum okkur á HM,“ segir Berglind en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind í Porto fyrir úrslitaleikinn „Komu mér pínulítið á óvart“ Portúgalar, sem þurftu að slá út Belgíu til að komast í leikinn við Ísland, eru hins vegar verðugur andstæðingur: „Þær eru virkilega góðar. Mjög sóknarsinnaðar og fljótar. En við erum búin að finna leiðir að því hvernig við ætlum að gera þetta á morgun og munum tækla þetta. Þetta er „do or die“ leikur og þær voru ótrúlega góðar á móti Belgíu. Komu mér pínulítið á óvart, ef ég á að vera hreinskilin. Þetta verður virkilega erfiður leikur,“ segir Berglind. Berglind gekk í raðir risaliðs PSG í Frakklandi í sumar en hefur sáralítið spilað fyrir liðið. Hún segir að það komi þó ekki að sök, og að það geri sér gott að æfa á hverjum degi með leikmönnum úr allra fremstu röð. „Staðan á mér er fín. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið þá er ég á erfiðum æfingum og í mjög fínu standi. Það verður ekkert vesen. Við munum skora mörk á morgun og tryggja okkur á HM.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti