Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. október 2022 21:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir árásirnar í nótt hafa verið hrikalegar. Stöð 2 Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. Minnst ellefu létust og á sjöunda tug særðust í árásunum í nótt og í morgun en um var að ræða hefndaraðgerðir af hálfu Rússa eftir árás á Kerch brúna um helgina. Sprengjum rigndi yfir fjölmargar úkraínskar borgir, allt frá Lviv í austri til Saporisjía í vestri. Þá voru árásir gerðar á höfuðborgina, Kænugarð, í fyrsta sinn í langan tíma. Rússar réðust á borgir víðs vegar um Úkraínu í morgun, eftir árás á Kerch brúna um helgina.Grafík/Sara Rut Þrátt fyrir fullyrðingar Rússa um að árásirnar hafi beinst gegn innviðum eins og orkukerfum var sprengjum til að mynda varpað á vinsæla göngubrú, fjölmenn gatnamót og jafnvel leikvöll í Kænugarði. Utanríkisráðherra Íslands segir atburði næturinnar skýrt dæmi um að ástandið sé að stigmagnast og að ljóst sé að Rússar séu að fremja stríðsglæpi. „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara, það er líka stigmögnun í sjálfu sér, eins og gerðist í dag og í morgun þar sem var bara strategískt mjög víða verið að gera nákvæmlega það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki sé mikið tilefni til bjartsýni um framhaldið. „Því miður þá erum við bara enn þá á leið í kolranga átt og það er svona þessi stigmögnum bara í hverri einustu viku og það sem gerðist í nótt og í morgun var mjög hrikalegt,“ segir Þórdís. Vesturlönd þurfi nú að bregðast við, standa með Úkraínu og verða við ákalli þeirra um auknar vopnasendingar og aðstoð. Á meðan svo er ekki gjaldi Úkraínumenn fyrir það. „Svo þurfum við í rauninni að láta engan bilbug á okkur finna vegna þess að fórnarkostnaður vina og bandalagsþjóða er sáralítill í samanburði við það sem að úkraínska þjóðin er að ganga í gegnum,“ segir Þórdís og bætir við að Ísland sé engin undantekning. „Við þurfum að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og gera það sem er ætlast til af okkur. Stundum er ekki nóg að gera sitt besta, stundum þarf að gera það sem er krafist og við Íslendingar eigum að vera tilbúin til að gera það,“ segir hún. Saka Rússland um að vera hryðjuverkaríki Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa bæst í hóp þeirra sem hafa fordæmt árásirnar í dag en leiðtogar G7 ríkjanna koma saman á morgun til fundar með forseta Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Volódimír Selenskí Úkraínuforseti hafa sakað hvor annan um hryðjuverk á víxl en ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu var afdráttalaus í sínu svari síðdegis í dag „Öllum er ljóst að það er aðeins eitt hryðjuverkaríki. Það er Rússland. Þess vegna förum við fram á það við alþjóðlega bandamenn okkar að þeir skilgreini Rússland sem ríki sem styður alþjóðleg hryðjuverk og grípi til allra nauðsynlegra ráðstafana þar að lútandi,“ sagði Yuriy Sak, ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu. Þó mörg lönd hafi tekið undir að Rússar hafi framið stríðsglæpi hafa fæstir tekið undir það að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Úkraína Utanríkismál Tengdar fréttir Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 „Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50 Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Minnst ellefu létust og á sjöunda tug særðust í árásunum í nótt og í morgun en um var að ræða hefndaraðgerðir af hálfu Rússa eftir árás á Kerch brúna um helgina. Sprengjum rigndi yfir fjölmargar úkraínskar borgir, allt frá Lviv í austri til Saporisjía í vestri. Þá voru árásir gerðar á höfuðborgina, Kænugarð, í fyrsta sinn í langan tíma. Rússar réðust á borgir víðs vegar um Úkraínu í morgun, eftir árás á Kerch brúna um helgina.Grafík/Sara Rut Þrátt fyrir fullyrðingar Rússa um að árásirnar hafi beinst gegn innviðum eins og orkukerfum var sprengjum til að mynda varpað á vinsæla göngubrú, fjölmenn gatnamót og jafnvel leikvöll í Kænugarði. Utanríkisráðherra Íslands segir atburði næturinnar skýrt dæmi um að ástandið sé að stigmagnast og að ljóst sé að Rússar séu að fremja stríðsglæpi. „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara, það er líka stigmögnun í sjálfu sér, eins og gerðist í dag og í morgun þar sem var bara strategískt mjög víða verið að gera nákvæmlega það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki sé mikið tilefni til bjartsýni um framhaldið. „Því miður þá erum við bara enn þá á leið í kolranga átt og það er svona þessi stigmögnum bara í hverri einustu viku og það sem gerðist í nótt og í morgun var mjög hrikalegt,“ segir Þórdís. Vesturlönd þurfi nú að bregðast við, standa með Úkraínu og verða við ákalli þeirra um auknar vopnasendingar og aðstoð. Á meðan svo er ekki gjaldi Úkraínumenn fyrir það. „Svo þurfum við í rauninni að láta engan bilbug á okkur finna vegna þess að fórnarkostnaður vina og bandalagsþjóða er sáralítill í samanburði við það sem að úkraínska þjóðin er að ganga í gegnum,“ segir Þórdís og bætir við að Ísland sé engin undantekning. „Við þurfum að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og gera það sem er ætlast til af okkur. Stundum er ekki nóg að gera sitt besta, stundum þarf að gera það sem er krafist og við Íslendingar eigum að vera tilbúin til að gera það,“ segir hún. Saka Rússland um að vera hryðjuverkaríki Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa bæst í hóp þeirra sem hafa fordæmt árásirnar í dag en leiðtogar G7 ríkjanna koma saman á morgun til fundar með forseta Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Volódimír Selenskí Úkraínuforseti hafa sakað hvor annan um hryðjuverk á víxl en ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu var afdráttalaus í sínu svari síðdegis í dag „Öllum er ljóst að það er aðeins eitt hryðjuverkaríki. Það er Rússland. Þess vegna förum við fram á það við alþjóðlega bandamenn okkar að þeir skilgreini Rússland sem ríki sem styður alþjóðleg hryðjuverk og grípi til allra nauðsynlegra ráðstafana þar að lútandi,“ sagði Yuriy Sak, ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu. Þó mörg lönd hafi tekið undir að Rússar hafi framið stríðsglæpi hafa fæstir tekið undir það að um hryðjuverk hafi verið að ræða.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Úkraína Utanríkismál Tengdar fréttir Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 „Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50 Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55
„Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50
Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35