Vill gera Freaky Friday 2: „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. október 2022 11:30 Þær Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan léku mæðgurnar Tess og Önnu. Getty/Stephane Cardinale-James Gourley Stórleikkonuna Jamie Lee Curtis langar til þess að gera framhald af vinsælu Disney myndinni Freaky Friday sem hún lék í fyrir um tuttugu árum síðan. Myndin Freaky Friday kom út árið 2003. Þar lék Curtis taugaspennta sálfræðinginn Tess sem var í miðjum brúðkaupsundirbúningi. Lindsay Lohan, ein skærasta unglingsstjarna þessa tíma, fór með hlutverk Önnu, dóttur Tess, sem þjáðist af mikilli unglingaveiki. Þegar þær mæðgur skipta svo skyndilega um líkama fer allt í steik. Myndin var endurgerð myndar frá árinu 1977, þar sem Jodie Foster hafði farið með aðalhlutverkið. Endurgerðin naut gríðarlegra vinsælda og var hún endurgerð aftur árið 2018 með öðrum leikurum. Búin að skrifa til Disney varðandi framhald Hin 63 ára gamla Jamie Lee Curtis var gestur í þættinum The View í gær. Þar var hún spurð hvort hún gæti hugsað sér að gera framhald af Freaky Friday. „Ég er algjörlega opin fyrir því. Ég er nú þegar búin að skrifa vinum mínum hjá Disney,“ svaraði Curtis sem fer með hlutverk í nýrri útgáfu af Disney myndinni The Haunted Mansion. Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freaky Friday árið 2003.Getty/Carlo Allegri Vill sjá Lohan sem kynþokkafulla ömmu Um tuttugu ár liðin frá því að við við sáum mæðgurnar Tess og Önnu síðast. Ef til framhaldsmyndar kæmi væru þær því orðnar talsvert eldri og komnar á nýjan stað í lífinu þegar þær myndu svo skipta um líkama á nýjan leik. Curtis hefur sínar eigin hugmyndir um söguþráðinn. „Leyfið mér að vera gömul amma. Svo skiptum við um líkama og Lindsay verður kynþokkafull amma sem er ennþá að hafa gaman með Mark Harmon með öllum mögulegum leiðum sem hægt er að hafa gaman. Þið vitið hvað ég meina,“ en Mark Harmon lék eiginmann Tess og stjúpföður Önnu. „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna. Á meðan væri ég að eiga fullt í fangi með smábörn, sem gömul kona í heiminum eins og hann er í dag.“ Lindsay Lohan hefur látið lítið fyrir sér fara í heimi kvikmynda síðustu ár. En hún snýr nú aftur í Netflix jólamyndinni Falling for Christmas sem kemur út 10. nóvember. Lohan virðist því vera að hefja nýjan kafla í sínu lífi. Það er því aldrei að vita nema hún sé tilbúin að bregða sér í hlutverk Önnu einu sinni enn. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Curtis. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira
Myndin Freaky Friday kom út árið 2003. Þar lék Curtis taugaspennta sálfræðinginn Tess sem var í miðjum brúðkaupsundirbúningi. Lindsay Lohan, ein skærasta unglingsstjarna þessa tíma, fór með hlutverk Önnu, dóttur Tess, sem þjáðist af mikilli unglingaveiki. Þegar þær mæðgur skipta svo skyndilega um líkama fer allt í steik. Myndin var endurgerð myndar frá árinu 1977, þar sem Jodie Foster hafði farið með aðalhlutverkið. Endurgerðin naut gríðarlegra vinsælda og var hún endurgerð aftur árið 2018 með öðrum leikurum. Búin að skrifa til Disney varðandi framhald Hin 63 ára gamla Jamie Lee Curtis var gestur í þættinum The View í gær. Þar var hún spurð hvort hún gæti hugsað sér að gera framhald af Freaky Friday. „Ég er algjörlega opin fyrir því. Ég er nú þegar búin að skrifa vinum mínum hjá Disney,“ svaraði Curtis sem fer með hlutverk í nýrri útgáfu af Disney myndinni The Haunted Mansion. Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freaky Friday árið 2003.Getty/Carlo Allegri Vill sjá Lohan sem kynþokkafulla ömmu Um tuttugu ár liðin frá því að við við sáum mæðgurnar Tess og Önnu síðast. Ef til framhaldsmyndar kæmi væru þær því orðnar talsvert eldri og komnar á nýjan stað í lífinu þegar þær myndu svo skipta um líkama á nýjan leik. Curtis hefur sínar eigin hugmyndir um söguþráðinn. „Leyfið mér að vera gömul amma. Svo skiptum við um líkama og Lindsay verður kynþokkafull amma sem er ennþá að hafa gaman með Mark Harmon með öllum mögulegum leiðum sem hægt er að hafa gaman. Þið vitið hvað ég meina,“ en Mark Harmon lék eiginmann Tess og stjúpföður Önnu. „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna. Á meðan væri ég að eiga fullt í fangi með smábörn, sem gömul kona í heiminum eins og hann er í dag.“ Lindsay Lohan hefur látið lítið fyrir sér fara í heimi kvikmynda síðustu ár. En hún snýr nú aftur í Netflix jólamyndinni Falling for Christmas sem kemur út 10. nóvember. Lohan virðist því vera að hefja nýjan kafla í sínu lífi. Það er því aldrei að vita nema hún sé tilbúin að bregða sér í hlutverk Önnu einu sinni enn. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Curtis.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira
Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54