Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok.
Dómarinn Stéphanie Frappart frá Frakklandi tók umdeildar ákvarðanir sem höfðu mikið að segja. Hún dæmdi mark af Íslandi snemma í síðari hálfleik og gaf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur rautt spjald þegar hún gaf Portúgal vítaspyrnu skömmu seinna. Portúgal komst yfir úr vítaspyrnunni en Glódís Perla Viggósdóttir jafnaði fyrir 10 Íslendinga sem léku gegn 11 það sem eftir lifði leiks.
Staðan var 1-1 þegar lokaflautið gall en Portúgal skoraði þrjú mörk í framlengingu gegn þreyttu íslensku liði og gerði þar með út um vonir Íslands um HM-sæti.
Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti í Portúgal en sjá má myndir úr leiknum að neðan.
Íslendingar fjölmenntu.Vísir/VilhelmPortúgal komst yfir af vítapunktinum.Vísir/Vilhelm
-
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir þurfti að horfa á rest leiksins úr stúkunni.Vísir/VilhelmÍsland jafnaði hins vegar og því var vel fagnað.Vísir/Vilhelm
-
Portúgal kláraði dæmið í framlengingu.Vísir/VilhelmEinhver heppinn áhorfandi fékk treyju Gunnhildar Yrsu sem var niðurlút eftir leik.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm