Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. október 2022 22:00 Lilja Guðmundsdóttir er formaður Samtaka um endómetríósu. steingrímur dúi másson Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. Á einu ári hafa 124 konur greitt háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerðir vegna endómetríósu. Það gera þær vegna langra biðlista hjá Landspítalanum. Nöfn fjörutíu þessara kvenna voru birt í skoðanagrein á Vísi ásamt fjárhæðum sem hver og ein hefur þurft að leggja út. Samtals hafa konurnar greitt 107 milljónir úr eigin vasa en kostnaður hverrar og einnar er misjafn. „Það er yfirleitt svona 700 þúsund og upp í 1,2 milljónir, sem er þá aðgerð með legnámi, en svo eru aðrir kostnaðarliðir þannig að hæsta upphæðin sem við höfum séð er rúm ein og hálf milljón,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Sjá einnig: Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða þjónustuna. Samtökin funduðu með heilbrigðisráðherra í vikunni og lögðu til ákveðnar leiðir til þess að koma til móts við hópinn. „Til að mynda, gera tímabundinn samning við Jón Ívar Einarsson, skurðlækni á Klíníkinni, þangað til að nýtt kerfi tæki við.“ Lilja segist vongóð um að vilji sé til þess að koma til móts við sjúklingahópinn. „Við munum halda áfram að vera í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið. Ef ekkert gerist og ekkert breytist á næstunni þá íhuga samtökin að fara í dómsmál gegn sjúkratryggingum Íslands.“ Steinunn Birta Ólafsdóttir er ein þeirra sem ekki gat beðið eftir þjónustu á Landspítalanum vegna verkja. Hún fór í aðgerð fyrir rúmum tveimur vikum og greiddi 700 þúsund fyrir. Aðgerðin er ekki sú fyrsta sem Steinunn fer í vegna sjúkdómsins en var nauðsynleg til þess að halda einkennum niðri. Þú ert aðeins tvítug og ert nú þegar búin að fara í tvær aðgerðir. Áttu von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir út af þessum sjúkdómi? „Já aðgerðirnar eru ekki lækning þannig ég á von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir,“ sagði Steinunn Birta. Lilja segir að um stórt femínískt hagsmunamál sé að ræða. „Maður getur ekki annað en spurt sig hvort að einhver ástæða þarna að baki geti mögulega verið sú að það eru fyrst og fremst konur sem glíma við þennan sjúkdóm. Yrðu karlmenn látnir borga svona háar upphæðir fyrir nauðsynlega læknisþjónsutu?“ Kvenheilsa Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Á einu ári hafa 124 konur greitt háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerðir vegna endómetríósu. Það gera þær vegna langra biðlista hjá Landspítalanum. Nöfn fjörutíu þessara kvenna voru birt í skoðanagrein á Vísi ásamt fjárhæðum sem hver og ein hefur þurft að leggja út. Samtals hafa konurnar greitt 107 milljónir úr eigin vasa en kostnaður hverrar og einnar er misjafn. „Það er yfirleitt svona 700 þúsund og upp í 1,2 milljónir, sem er þá aðgerð með legnámi, en svo eru aðrir kostnaðarliðir þannig að hæsta upphæðin sem við höfum séð er rúm ein og hálf milljón,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Sjá einnig: Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða þjónustuna. Samtökin funduðu með heilbrigðisráðherra í vikunni og lögðu til ákveðnar leiðir til þess að koma til móts við hópinn. „Til að mynda, gera tímabundinn samning við Jón Ívar Einarsson, skurðlækni á Klíníkinni, þangað til að nýtt kerfi tæki við.“ Lilja segist vongóð um að vilji sé til þess að koma til móts við sjúklingahópinn. „Við munum halda áfram að vera í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið. Ef ekkert gerist og ekkert breytist á næstunni þá íhuga samtökin að fara í dómsmál gegn sjúkratryggingum Íslands.“ Steinunn Birta Ólafsdóttir er ein þeirra sem ekki gat beðið eftir þjónustu á Landspítalanum vegna verkja. Hún fór í aðgerð fyrir rúmum tveimur vikum og greiddi 700 þúsund fyrir. Aðgerðin er ekki sú fyrsta sem Steinunn fer í vegna sjúkdómsins en var nauðsynleg til þess að halda einkennum niðri. Þú ert aðeins tvítug og ert nú þegar búin að fara í tvær aðgerðir. Áttu von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir út af þessum sjúkdómi? „Já aðgerðirnar eru ekki lækning þannig ég á von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir,“ sagði Steinunn Birta. Lilja segir að um stórt femínískt hagsmunamál sé að ræða. „Maður getur ekki annað en spurt sig hvort að einhver ástæða þarna að baki geti mögulega verið sú að það eru fyrst og fremst konur sem glíma við þennan sjúkdóm. Yrðu karlmenn látnir borga svona háar upphæðir fyrir nauðsynlega læknisþjónsutu?“
Kvenheilsa Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00