Eitruð froða rann um læk við Stekkjabakka Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. október 2022 20:08 Hér eru aðgerðir hafnar við að fjarlægja froðuna og má sjá hluta af henni á myndinni. Aðsent Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning í dag um froðu í læk við Stekkjabakka. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Veitur og fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins mættu á vettvang. Stíflu var komið fyrir til þess að koma í veg fyrir að froðan myndi flæða út í Elliðaár en froðan er talin hafa verið eitruð. Í samtali við fréttastofu segir Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar greinilegt að froðan sem komist hafi í lækinn hafi verið eitruð en dauð síli hafi fundist á vettvangi. Hér má sjá dautt dýralíf vegna froðunar. Myndin er samsett.Aðsent Hann segir einhverskonar sápuefni hafa komist í ofanvatnskerfi borgarinnar en það kerfi tekur við rigningarvatni af þökum, bílaplönum og göngustígum sem rennur svo út í árnar. Aðspurður hvernig sápuefni komist í kerfin segir Helgi fólk stundum tengja lagnirnar sínar vitlaust eða skola efni burt á stöðum sem ekki séu ætlaðir til þess. Fráveitukerfi borgarinnar er tvískipt, um er að ræða fráveitukerfi þar sem meðal annars skólp og sturtur eru tengdar og ofanveitukerfi sem sér um rigningarvatn sem fellur á þök, bílastæði og göngustíga. Helgi segir sápuefni eins og það sem hafi dúkkað upp í dag ekki lengi að komast inn í kerfið og því hafi efnið að öllum líkindum komið inn í kerfið í dag. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar sápuefnið kom út úr kerfinu og rann niður lækinn en blái punkturinn sýnir staðsetninguna. Blái punturinn sýnir hvar froðan kom út og rann í lækinn.Skjáskot/Borgarvefsjá „Við erum ekki viss um hvort þetta hafi verið rangtenging eða hvort einhver hafi helt einhverju ofan í niðurfall á bílastæði,“ segir Helgi. Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.Aðsent Hann segir tilfelli sem þetta nokkuð algeng en Heilbrigðiseftirlitið sé í samstarfi við Veitur, oft að leita að rangtengingum. Hann hvetur fólk til þess að fá fagaðila til þess að ganga úr skugga um að lagnir þeirra séu tengdar rétt. Verst sé þegar skólp sé tengt inn á ofanveitukerfið. Þegar komið var á vettvang hafi heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og Veitur ákveðið að dælubíll yrði kallaður til til þess að hreinsa svæðið en þá var stíflu komið fyrir svo froðan myndi ekki renna lengra. Helgi segir froðuna hafa legið ofan á vatninu svo ekki hafi þurft mikið til þess að hún færi ekki lengra. Hann segir erfitt að vita hvaðan sápuefnið kom en rigningarvatn af stóru svæði renni í lækinn. Einnig sé froðan ekki lengur til staðar í kerfinu. Hann ítrekar að ekkert annað en rigningarvatn megi fara í ofanveitukerfið og mikilvægt sé að ganga úr skugga um það að lagnir séu rétt tengdar svo þetta komi ekki fyrir oftar. Umhverfismál Reykjavík Dýr Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar greinilegt að froðan sem komist hafi í lækinn hafi verið eitruð en dauð síli hafi fundist á vettvangi. Hér má sjá dautt dýralíf vegna froðunar. Myndin er samsett.Aðsent Hann segir einhverskonar sápuefni hafa komist í ofanvatnskerfi borgarinnar en það kerfi tekur við rigningarvatni af þökum, bílaplönum og göngustígum sem rennur svo út í árnar. Aðspurður hvernig sápuefni komist í kerfin segir Helgi fólk stundum tengja lagnirnar sínar vitlaust eða skola efni burt á stöðum sem ekki séu ætlaðir til þess. Fráveitukerfi borgarinnar er tvískipt, um er að ræða fráveitukerfi þar sem meðal annars skólp og sturtur eru tengdar og ofanveitukerfi sem sér um rigningarvatn sem fellur á þök, bílastæði og göngustíga. Helgi segir sápuefni eins og það sem hafi dúkkað upp í dag ekki lengi að komast inn í kerfið og því hafi efnið að öllum líkindum komið inn í kerfið í dag. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar sápuefnið kom út úr kerfinu og rann niður lækinn en blái punkturinn sýnir staðsetninguna. Blái punturinn sýnir hvar froðan kom út og rann í lækinn.Skjáskot/Borgarvefsjá „Við erum ekki viss um hvort þetta hafi verið rangtenging eða hvort einhver hafi helt einhverju ofan í niðurfall á bílastæði,“ segir Helgi. Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.Aðsent Hann segir tilfelli sem þetta nokkuð algeng en Heilbrigðiseftirlitið sé í samstarfi við Veitur, oft að leita að rangtengingum. Hann hvetur fólk til þess að fá fagaðila til þess að ganga úr skugga um að lagnir þeirra séu tengdar rétt. Verst sé þegar skólp sé tengt inn á ofanveitukerfið. Þegar komið var á vettvang hafi heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og Veitur ákveðið að dælubíll yrði kallaður til til þess að hreinsa svæðið en þá var stíflu komið fyrir svo froðan myndi ekki renna lengra. Helgi segir froðuna hafa legið ofan á vatninu svo ekki hafi þurft mikið til þess að hún færi ekki lengra. Hann segir erfitt að vita hvaðan sápuefnið kom en rigningarvatn af stóru svæði renni í lækinn. Einnig sé froðan ekki lengur til staðar í kerfinu. Hann ítrekar að ekkert annað en rigningarvatn megi fara í ofanveitukerfið og mikilvægt sé að ganga úr skugga um það að lagnir séu rétt tengdar svo þetta komi ekki fyrir oftar.
Umhverfismál Reykjavík Dýr Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira