Vatnsyfirborð í Gígjukvísl hækkað um rúma þrjátíu sentimetra Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2022 08:30 Reiknað er með að hlaupið nái hámarki í Gígjukvísl síðar í dag. Myndin er tekin þegar flogið var yfir Grímsvötn í lok síðasta árs. Vísir/RAX Yfirborð Gígjukvíslar hefur hækkað um 30 til 35 sentimetra vegna hlaupsins úr Grímsvötnum en reiknað er með að rennslið nái hámarki síðar í dag. Íshellan hefur sigið um ellefu metra samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Hann segir að rennslið í Gígjukvísl hafi hækkað jafnt og þétt frá því síðdegis í gær. „Við eigum nú ekki endilega von á að það muni hækka mikið meira. Við reiknum með að það nái hámarki síðar í dag, en við verðum bara að sjá til hvernig málin þróast,“ segir Bjarki. Mannvirki eru ekki talin vera í hættu þar sem um lítið hlaup er að ræða. Hann segir að haldinn verði stöðufundur hjá Veðurstofunni vegna málsins klukkan níu og að vatnamælingamaður frá Veðurstofunni verði svo sendur austur síðar í dag. Hann segir að ekki sé neinn gosórói í Grímsvötnum, en að þó mælist svokallaður hlaupórói. Fáir skjálftar hafa mælist og þá mælist ekkert gas á svæðinu. Fyrir hlaup var vatnsstaða lág í Grímsvötnum og því er von á litlu hlaupi, um fimm hundruð rúmmetrar á sekúndu, eða tæplega fimmtungi á við síðasta hlaup í desember á síðasta ári. Talið sé að ef vötnin tæmist alveg geti íshellan sigið um tíu til fimmtán metra í heildina, en Bjarki segir að Grímsvötn séu nú þegar á góðri leið með að tæmast þar sem íshellan hafi nú þegar lækkað um ellefu metra. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli. 12. október 2022 11:51 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Hann segir að rennslið í Gígjukvísl hafi hækkað jafnt og þétt frá því síðdegis í gær. „Við eigum nú ekki endilega von á að það muni hækka mikið meira. Við reiknum með að það nái hámarki síðar í dag, en við verðum bara að sjá til hvernig málin þróast,“ segir Bjarki. Mannvirki eru ekki talin vera í hættu þar sem um lítið hlaup er að ræða. Hann segir að haldinn verði stöðufundur hjá Veðurstofunni vegna málsins klukkan níu og að vatnamælingamaður frá Veðurstofunni verði svo sendur austur síðar í dag. Hann segir að ekki sé neinn gosórói í Grímsvötnum, en að þó mælist svokallaður hlaupórói. Fáir skjálftar hafa mælist og þá mælist ekkert gas á svæðinu. Fyrir hlaup var vatnsstaða lág í Grímsvötnum og því er von á litlu hlaupi, um fimm hundruð rúmmetrar á sekúndu, eða tæplega fimmtungi á við síðasta hlaup í desember á síðasta ári. Talið sé að ef vötnin tæmist alveg geti íshellan sigið um tíu til fimmtán metra í heildina, en Bjarki segir að Grímsvötn séu nú þegar á góðri leið með að tæmast þar sem íshellan hafi nú þegar lækkað um ellefu metra.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli. 12. október 2022 11:51 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli. 12. október 2022 11:51