Ólafur Ragnar sagður mæra stjórnvisku forseta alræðisstjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 11:05 Ólafur Ragnar Grímsson (t.v.) er sagður dást að stjórnarháttum Xi Jinping, forseta Kína, (t.h.). Vísir/samsett/Vilhelm/EPA Lofi Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, um stjórnvisku Xi Jinping, forseta Kína, var slegið upp á forsíðu enskumælandi dagblaðsins kínverska kommúnistaflokksins í dag. Þar er haft eftir Ólafi Ragnar að honum þyki mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma. Fjallað er um útgáfu bókar Xi um stjórnarhætti á íslensku á forsíðu China Daily sem Kommúnistaflokkur Kína gefur út. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi sagt að útgáfa bókarinnar Xi Jinping: Kínversk stjórnmál I muni stuðla að gagnkvæmum skilningi og vináttu á milli Kína og Íslands í ávarpi við útgáfuathöfn í Reykjavík á þriðjudag. Finally, the wait is over: Xi s book on governance published in Icelandic, reports the China Daily. pic.twitter.com/RAK3h4jVbM— Will Glasgow (@wmdglasgow) October 13, 2022 Þar er haft eftir fyrrverandi forsetanum í óbeinni ræðu að í persónulegum samskiptum hans við Xi hafi honum þótt „mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma“. Íslenska er fyrsta norðurlandamálið sem bók Xi er þýdd á. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, er sagður hafa sagt það til marks um vinsamleg samskipti Kína og Íslands. Stjórnmálamenn, erindrekar og embættismenn frá Kína og Íslandi eru sagðir hafa verið viðstaddir athöfnina. Xi hefur verið forseti Kína frá 2013. Kína lýtur alræði Kommúnistaflokksins. Embættismenn þar eru ekki þjóðkjörnir heldur valdir af tæplega þjú þúsund fulltrúa alþýðuþingi sem Kommúnistaflokkurinn er einráður um að tilnefna og kjósa. Mannréttindabrot og svikin loforð um borgararéttindi Forsetinn er talinn valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao formanns. Á undanförnum árum hefur hann sankað að sér frekari völdum og er búist við því að hann tryggi sér endurkjör í annað sinn á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem hefst á sunnudag. Sumir sérfræðingar telja að hann og flokkurinn undirbúi jarðveginn fyrir hann til að sitja í embættinu ævilangt. Kommúnistastjórnin ber niður hvers kyns andóf. Stjórn Xi hefur einnig verið sökuð um mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyninu vegna meðferðar hennar á þjóðarbroti úígúra í Xinjiang-héraði. Minnst milljón úígúrum hefur verið komið fyrir í fanga- og „endurmenntunarbúðum“ þar sem þeir eru þvingaðir til að afneita múslimatrú sinni og lýsa yfir hollustu við kommúnistastjórnina. Í tíð Xi hafa kínversk stjórnvöld einnig hert tökin á Hong Kong og dregið úr borgararéttindum þar þrátt fyrir loforð sem voru gefin um réttindi íbúanna þar þegar Bretar gáfu eftir nýlenduna árið 1997. Umdeild öryggislög sem stjórnvöld komu þar á árið 2020 gera það meðal annars refsivert að grafa undan yfirráðum stjórnvalda þar. Ólafur Ragnar Grímsson Kína Stjórnsýsla Utanríkismál Bókaútgáfa Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira
Fjallað er um útgáfu bókar Xi um stjórnarhætti á íslensku á forsíðu China Daily sem Kommúnistaflokkur Kína gefur út. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi sagt að útgáfa bókarinnar Xi Jinping: Kínversk stjórnmál I muni stuðla að gagnkvæmum skilningi og vináttu á milli Kína og Íslands í ávarpi við útgáfuathöfn í Reykjavík á þriðjudag. Finally, the wait is over: Xi s book on governance published in Icelandic, reports the China Daily. pic.twitter.com/RAK3h4jVbM— Will Glasgow (@wmdglasgow) October 13, 2022 Þar er haft eftir fyrrverandi forsetanum í óbeinni ræðu að í persónulegum samskiptum hans við Xi hafi honum þótt „mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma“. Íslenska er fyrsta norðurlandamálið sem bók Xi er þýdd á. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, er sagður hafa sagt það til marks um vinsamleg samskipti Kína og Íslands. Stjórnmálamenn, erindrekar og embættismenn frá Kína og Íslandi eru sagðir hafa verið viðstaddir athöfnina. Xi hefur verið forseti Kína frá 2013. Kína lýtur alræði Kommúnistaflokksins. Embættismenn þar eru ekki þjóðkjörnir heldur valdir af tæplega þjú þúsund fulltrúa alþýðuþingi sem Kommúnistaflokkurinn er einráður um að tilnefna og kjósa. Mannréttindabrot og svikin loforð um borgararéttindi Forsetinn er talinn valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao formanns. Á undanförnum árum hefur hann sankað að sér frekari völdum og er búist við því að hann tryggi sér endurkjör í annað sinn á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem hefst á sunnudag. Sumir sérfræðingar telja að hann og flokkurinn undirbúi jarðveginn fyrir hann til að sitja í embættinu ævilangt. Kommúnistastjórnin ber niður hvers kyns andóf. Stjórn Xi hefur einnig verið sökuð um mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyninu vegna meðferðar hennar á þjóðarbroti úígúra í Xinjiang-héraði. Minnst milljón úígúrum hefur verið komið fyrir í fanga- og „endurmenntunarbúðum“ þar sem þeir eru þvingaðir til að afneita múslimatrú sinni og lýsa yfir hollustu við kommúnistastjórnina. Í tíð Xi hafa kínversk stjórnvöld einnig hert tökin á Hong Kong og dregið úr borgararéttindum þar þrátt fyrir loforð sem voru gefin um réttindi íbúanna þar þegar Bretar gáfu eftir nýlenduna árið 1997. Umdeild öryggislög sem stjórnvöld komu þar á árið 2020 gera það meðal annars refsivert að grafa undan yfirráðum stjórnvalda þar.
Ólafur Ragnar Grímsson Kína Stjórnsýsla Utanríkismál Bókaútgáfa Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira