Ólafur Ragnar sagður mæra stjórnvisku forseta alræðisstjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 11:05 Ólafur Ragnar Grímsson (t.v.) er sagður dást að stjórnarháttum Xi Jinping, forseta Kína, (t.h.). Vísir/samsett/Vilhelm/EPA Lofi Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, um stjórnvisku Xi Jinping, forseta Kína, var slegið upp á forsíðu enskumælandi dagblaðsins kínverska kommúnistaflokksins í dag. Þar er haft eftir Ólafi Ragnar að honum þyki mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma. Fjallað er um útgáfu bókar Xi um stjórnarhætti á íslensku á forsíðu China Daily sem Kommúnistaflokkur Kína gefur út. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi sagt að útgáfa bókarinnar Xi Jinping: Kínversk stjórnmál I muni stuðla að gagnkvæmum skilningi og vináttu á milli Kína og Íslands í ávarpi við útgáfuathöfn í Reykjavík á þriðjudag. Finally, the wait is over: Xi s book on governance published in Icelandic, reports the China Daily. pic.twitter.com/RAK3h4jVbM— Will Glasgow (@wmdglasgow) October 13, 2022 Þar er haft eftir fyrrverandi forsetanum í óbeinni ræðu að í persónulegum samskiptum hans við Xi hafi honum þótt „mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma“. Íslenska er fyrsta norðurlandamálið sem bók Xi er þýdd á. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, er sagður hafa sagt það til marks um vinsamleg samskipti Kína og Íslands. Stjórnmálamenn, erindrekar og embættismenn frá Kína og Íslandi eru sagðir hafa verið viðstaddir athöfnina. Xi hefur verið forseti Kína frá 2013. Kína lýtur alræði Kommúnistaflokksins. Embættismenn þar eru ekki þjóðkjörnir heldur valdir af tæplega þjú þúsund fulltrúa alþýðuþingi sem Kommúnistaflokkurinn er einráður um að tilnefna og kjósa. Mannréttindabrot og svikin loforð um borgararéttindi Forsetinn er talinn valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao formanns. Á undanförnum árum hefur hann sankað að sér frekari völdum og er búist við því að hann tryggi sér endurkjör í annað sinn á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem hefst á sunnudag. Sumir sérfræðingar telja að hann og flokkurinn undirbúi jarðveginn fyrir hann til að sitja í embættinu ævilangt. Kommúnistastjórnin ber niður hvers kyns andóf. Stjórn Xi hefur einnig verið sökuð um mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyninu vegna meðferðar hennar á þjóðarbroti úígúra í Xinjiang-héraði. Minnst milljón úígúrum hefur verið komið fyrir í fanga- og „endurmenntunarbúðum“ þar sem þeir eru þvingaðir til að afneita múslimatrú sinni og lýsa yfir hollustu við kommúnistastjórnina. Í tíð Xi hafa kínversk stjórnvöld einnig hert tökin á Hong Kong og dregið úr borgararéttindum þar þrátt fyrir loforð sem voru gefin um réttindi íbúanna þar þegar Bretar gáfu eftir nýlenduna árið 1997. Umdeild öryggislög sem stjórnvöld komu þar á árið 2020 gera það meðal annars refsivert að grafa undan yfirráðum stjórnvalda þar. Ólafur Ragnar Grímsson Kína Stjórnsýsla Utanríkismál Bókaútgáfa Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Fjallað er um útgáfu bókar Xi um stjórnarhætti á íslensku á forsíðu China Daily sem Kommúnistaflokkur Kína gefur út. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi sagt að útgáfa bókarinnar Xi Jinping: Kínversk stjórnmál I muni stuðla að gagnkvæmum skilningi og vináttu á milli Kína og Íslands í ávarpi við útgáfuathöfn í Reykjavík á þriðjudag. Finally, the wait is over: Xi s book on governance published in Icelandic, reports the China Daily. pic.twitter.com/RAK3h4jVbM— Will Glasgow (@wmdglasgow) October 13, 2022 Þar er haft eftir fyrrverandi forsetanum í óbeinni ræðu að í persónulegum samskiptum hans við Xi hafi honum þótt „mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma“. Íslenska er fyrsta norðurlandamálið sem bók Xi er þýdd á. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, er sagður hafa sagt það til marks um vinsamleg samskipti Kína og Íslands. Stjórnmálamenn, erindrekar og embættismenn frá Kína og Íslandi eru sagðir hafa verið viðstaddir athöfnina. Xi hefur verið forseti Kína frá 2013. Kína lýtur alræði Kommúnistaflokksins. Embættismenn þar eru ekki þjóðkjörnir heldur valdir af tæplega þjú þúsund fulltrúa alþýðuþingi sem Kommúnistaflokkurinn er einráður um að tilnefna og kjósa. Mannréttindabrot og svikin loforð um borgararéttindi Forsetinn er talinn valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao formanns. Á undanförnum árum hefur hann sankað að sér frekari völdum og er búist við því að hann tryggi sér endurkjör í annað sinn á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem hefst á sunnudag. Sumir sérfræðingar telja að hann og flokkurinn undirbúi jarðveginn fyrir hann til að sitja í embættinu ævilangt. Kommúnistastjórnin ber niður hvers kyns andóf. Stjórn Xi hefur einnig verið sökuð um mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyninu vegna meðferðar hennar á þjóðarbroti úígúra í Xinjiang-héraði. Minnst milljón úígúrum hefur verið komið fyrir í fanga- og „endurmenntunarbúðum“ þar sem þeir eru þvingaðir til að afneita múslimatrú sinni og lýsa yfir hollustu við kommúnistastjórnina. Í tíð Xi hafa kínversk stjórnvöld einnig hert tökin á Hong Kong og dregið úr borgararéttindum þar þrátt fyrir loforð sem voru gefin um réttindi íbúanna þar þegar Bretar gáfu eftir nýlenduna árið 1997. Umdeild öryggislög sem stjórnvöld komu þar á árið 2020 gera það meðal annars refsivert að grafa undan yfirráðum stjórnvalda þar.
Ólafur Ragnar Grímsson Kína Stjórnsýsla Utanríkismál Bókaútgáfa Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira