Endalaus hryllingur Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. október 2022 11:00 Úkraínska þjóðin berst af mikilli hörku, dugnaði og þrautseigju fyrir lífi sínu og frelsi sínu. Hræðilegar árásir Rússa á Úkraínu ekki bara á hernaðarmannvirki heldur á almenna borgara, verslunarmiðstöðvar, sjúkrahús og leikvelli sýnir meiri grimmd og hrylling en hægt væri að ímynda sér. Konur og börn leggja á flótta, við hér á Íslandi svo og í Evrópu allri gerum hvað við getum að taka vel á móti úkraínskum flóttamönnum. En þar með er hryllingi þeirra ekki lokið. Notkun á leitarorðum eins og „úkraínskt klám“, „úkraínskar fylgdarkonur“, „úkraínskar konur fyrir kynlíf“ hefur aukist um 200-600%. Því miður er varnarlaust fólk oft nýtt til kynlífsþrælkunar og flóttamenn eru varnarlausir. Ísland er engin undantekning og þess hefur orðið vart hér að menn hafa boðist til að hýsa úkraínskar konur sérstaklega á ákveðnu aldursbili og jafnvel farið fram á vinnuframlag svo fáein dæmi séu tekin. Í nágrannalöndum okkar er tekið á móti flóttamönnum í sértækum búsetuúrræðum. Svæðin eru lokuð öðrum til að vernda flóttafólkið. Bæði í Noregi og Danmörku er tekið á móti umsækjendum á einum stað þar sem það býr fyrst um sinn, þar eru skólar og leikskólar, félagsaðstaða, læknisþjónusta, sálfræðiþjónusta og almenn þjónusta og utanumhald utan um þetta viðkvæma fólk. Hjá okkur er þessu ekki svo komið heldur eru búsetuúrræði Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar mjög víða. Fólkið flytur á milli úrræða og börnin mæta beint inn í næsta hverfisskóla. Skólinn veit ekkert um þessi börn fyrr en þau mæta og hefur litlar sem engar bjargir til að veita nauðsynlega þjónustu. Með vaxandi fjölda flóttafólks hér á landi er nauðsynlegt að breyta verklagi okkar, gera kerfið skilvirkara og tryggja að við veitum því fólki sem þarf vernd raunverulega verndi. Börnin þurfa að vera í fyrsta sæti og fá þjónustu við hæfi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Klám Hernaður Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Úkraínska þjóðin berst af mikilli hörku, dugnaði og þrautseigju fyrir lífi sínu og frelsi sínu. Hræðilegar árásir Rússa á Úkraínu ekki bara á hernaðarmannvirki heldur á almenna borgara, verslunarmiðstöðvar, sjúkrahús og leikvelli sýnir meiri grimmd og hrylling en hægt væri að ímynda sér. Konur og börn leggja á flótta, við hér á Íslandi svo og í Evrópu allri gerum hvað við getum að taka vel á móti úkraínskum flóttamönnum. En þar með er hryllingi þeirra ekki lokið. Notkun á leitarorðum eins og „úkraínskt klám“, „úkraínskar fylgdarkonur“, „úkraínskar konur fyrir kynlíf“ hefur aukist um 200-600%. Því miður er varnarlaust fólk oft nýtt til kynlífsþrælkunar og flóttamenn eru varnarlausir. Ísland er engin undantekning og þess hefur orðið vart hér að menn hafa boðist til að hýsa úkraínskar konur sérstaklega á ákveðnu aldursbili og jafnvel farið fram á vinnuframlag svo fáein dæmi séu tekin. Í nágrannalöndum okkar er tekið á móti flóttamönnum í sértækum búsetuúrræðum. Svæðin eru lokuð öðrum til að vernda flóttafólkið. Bæði í Noregi og Danmörku er tekið á móti umsækjendum á einum stað þar sem það býr fyrst um sinn, þar eru skólar og leikskólar, félagsaðstaða, læknisþjónusta, sálfræðiþjónusta og almenn þjónusta og utanumhald utan um þetta viðkvæma fólk. Hjá okkur er þessu ekki svo komið heldur eru búsetuúrræði Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar mjög víða. Fólkið flytur á milli úrræða og börnin mæta beint inn í næsta hverfisskóla. Skólinn veit ekkert um þessi börn fyrr en þau mæta og hefur litlar sem engar bjargir til að veita nauðsynlega þjónustu. Með vaxandi fjölda flóttafólks hér á landi er nauðsynlegt að breyta verklagi okkar, gera kerfið skilvirkara og tryggja að við veitum því fólki sem þarf vernd raunverulega verndi. Börnin þurfa að vera í fyrsta sæti og fá þjónustu við hæfi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun