Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar. Þar segir að hægt hafi verið að rekja 24 þessara laxa í kví á eldissvæði Arnarlax við Haganes í Arnarfirði. Ekki hafi verið unnt að rekja uppruna fjögurra laxa. Tveir þeirra komu úr Mjólká og tveir úr Ósá í Patreksfirði.
Á síðasta ári var greint frá gati á nótarpoka sjókvíar Arnarlax við Haganes sem innihélt 120.000 laxa. Hafrannsóknarstofnun hefur rakið 17 af þeim 32 sem náðust upp úr ánni í nýjustu veiðum til þess sjókvís.
„Í framhaldi af veiðum í Mjólká hóf Fiskistofa umfangsmikla leit að fiskum í ám frá Dýrafirði til Patreksfjarðar og notaði m.a. til þess flygildi,“ segir á vef MAST.
Þar segir að ekki hafi verið lokið við slátrun úr eldissvæðinu Haganesi þegar þetta er skrifað en slátrun verður lokið í næstu viku og mun þá Matvælastofnun geta gefið upp áætlaðan fjölda laxa sem hafa strokið.