Einn hefur látist í gríðarlegum flóðum í Ástralíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2022 08:22 Sums staðar hefur rignt meira á einum sólarhring en rignir að jafnaði í október öllum. Getty/Asanka Ratnayake Íbúar í þremur áströlskum fylkjum hafa þurft að flýja heimili sín vegna úrhellisrigninga og flóða. Í hluta landsins hefur rigning undanfarinn sólarhring verið fjórum sinnum meiri en að meðaltali í októbermánuði. Flætt hefur inn á minnst fimm hundruð heimili, einn hefur látist og annars er saknað. Flóð sem þessi, sem orsakast af lægð sem kallast La Nina, hafa leitt meira en tuttugu til dauða í Ástralíu á þessu ári. Í Viktoríu, sem er næstfjölmennasta fylki landsins, hefur eyðileggingin verið mikil í þessari viku. Íbúum nokkurra bæja hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín, þar á meðal íbúum nokkurra hverfa í höfuðborg fylkisins Melbourne. Vegir eru ófærir vegna flóða, skólum hefur verið lokað og meira en þrjú þúsund heimili og fyrirtæki eru án rafmagns. Í Strathbogie, norðaustur af Melbourne, félu 220 mm af rigningu síðastliðinn sólarhring, sem er um þriðjungur þess sem rignir hvert ár í Lundúnum. Þá hafa ár í Tasmaníu flætt yfir bakka sína eftir að 400 mm af regni féllu á sumum svæðum í fylkinu á einum sólarhring. Óljóst er hvort flóðin hafi haft áhrif á heimili og fyrirtæki þar. Um 600 var gert að yfirgefa heimili sín í bænum Forbes í Nýju Suður Wales en gert er ráð fyrir að það flæði inn á 250 heimili og fyrirtæki í dag. Karlmaður lést í vesturhluta landsins eftir að bíll hans varð undir í flóði. Þá hafa viðbragðsaðilar leitað manns sem talið er að flóðvatn hafi sópað með sér. Ástralía Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Flætt hefur inn á minnst fimm hundruð heimili, einn hefur látist og annars er saknað. Flóð sem þessi, sem orsakast af lægð sem kallast La Nina, hafa leitt meira en tuttugu til dauða í Ástralíu á þessu ári. Í Viktoríu, sem er næstfjölmennasta fylki landsins, hefur eyðileggingin verið mikil í þessari viku. Íbúum nokkurra bæja hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín, þar á meðal íbúum nokkurra hverfa í höfuðborg fylkisins Melbourne. Vegir eru ófærir vegna flóða, skólum hefur verið lokað og meira en þrjú þúsund heimili og fyrirtæki eru án rafmagns. Í Strathbogie, norðaustur af Melbourne, félu 220 mm af rigningu síðastliðinn sólarhring, sem er um þriðjungur þess sem rignir hvert ár í Lundúnum. Þá hafa ár í Tasmaníu flætt yfir bakka sína eftir að 400 mm af regni féllu á sumum svæðum í fylkinu á einum sólarhring. Óljóst er hvort flóðin hafi haft áhrif á heimili og fyrirtæki þar. Um 600 var gert að yfirgefa heimili sín í bænum Forbes í Nýju Suður Wales en gert er ráð fyrir að það flæði inn á 250 heimili og fyrirtæki í dag. Karlmaður lést í vesturhluta landsins eftir að bíll hans varð undir í flóði. Þá hafa viðbragðsaðilar leitað manns sem talið er að flóðvatn hafi sópað með sér.
Ástralía Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira