Stjórnarkreppa í Katalóníu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. október 2022 16:07 Pere Aragones, forseti héraðsstjórnarinnar í Katalóníu. Kike Rincon/Getty Images Allt bendir til þess að á næstunni fjari hratt og örugglega undan sjálfstæðisbaráttu aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni. Flokkar aðskilnaðarsinna slitu stjórnarsamstarfi sínu í vikunni, og andstaða almennings við sjálfstæði hefur ekki verið meiri í tæpan áratug. Sjálfstæði Katalóníu eina sameiginlega stefnumálið Samsteypustjórn sjálfstæðissinna í Katalóníu sprakk í byrjun vikunnar. Stjórn sem oft og tíðum virtist hafa það eina mál á stefnuskránni að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu. Draumurinn um sjálfstæði virtist ætla að rætast fyrir 5 árum, þann 10. október 2017, þegar stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði, eftir ólöglegar kosningar um málið. Það yfirlýsta sjálfstæði var reyndar dregið tilbaka nákvæmlega 56 sekúndum síðar. En sjálfstæði Katalóníu hefur sjaldan verið eins fjarlægur draumur og núna. Vildu fara ólíkar leiðir að sjálfstæði Flokkarnir tveir sem mynduðu stjórn eftir kosningarnar í fyrra eru af sitt hvorum væng stjórnmálanna. Sá stærri Esquerra, Vinstri lýðveldisflokkurinn, og sá minni og hægra megin við miðjuna, Junts, Sameinuð Katalónía. Flokkarnir hafa ekki aðeins ólíka sýn á samfélagið í öllum meginatriðum heldur greindi þá verulega á um hvernig rétt væri að halda á spilunum í sjálfstæðisbaráttunni. Esquerra vildi fara diplómatísku samningaleiðina, en Junts vildi, og hefur reyndar alltaf viljað, fara mun herskárri leið að sama marki. Og þar skildu leiðir. Vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóníu Eftir sitja vinstri menn í minnihlutastjórn og þurfa nú að gera annað af tvennu; biðja hægri mennina í Junts að styðja fjárlagafrumvarpið sem nú bíður afgreiðslu eða leita til Sósíalistaflokksins, sem vann kosningarnar í fyrra og er núna stærsti flokkurinn í Katalóníu. Og leiti flokkurinn til Sósíalistaflokksins þá er næsta víst að lítið fari fyrir sjálfstæðisbaráttu Katalóna á næstu misserum. Enda tala fréttaskýrendur á Spáni almennt um að nú séu að verða vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóna. Stuðningur við sjálfstæði fer hratt þverrandi Þegar litið er á heildarmyndina þá skyldi í raun engan undra. Stuðningur við sjálfstæði Katalóna hefur farið stigminnkandi með hverju árinu allt frá því að efnt var til hinna ólöglegu kosninga í október fyrir fimm árum. Í síðustu könnun, sem er frá því síðla í sumar, sögðust 52% vera andvíg sjálfstæði en 41% eru fylgjandi og hefur munurinn ekki mælst eins mikill í meira en 7 ár. Andstaðan við sjálfstæði jókst um 4 prósentustig á einungis þremur mánuðum. Og yfir 70% kjósenda telja að sjálfstæði Katalóníu eigi ekki að vera forgangsmál stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þúsundir fyrirtækja flýja Katalóníu Sem fyrr er andstaðan við sjálfstæði mest í borgum og stuðningur við sjálfstæði er mestur í dreifðari byggðum héraðsins. Margir telja að viðskiptaumhverfi stórborganna í Katalóníu hafi beðið nokkrar hnekki á undanförnum fimm árum vegna hinnar hvössu sjálfstæðisbaráttu sem ráðist var í, en alls hafa rúmlega 7.000 fyrirtæki flutt höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu frá árinu 2017. Meira en helmingur þeirra hefur flutt til Madrid. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Sjálfstæði Katalóníu eina sameiginlega stefnumálið Samsteypustjórn sjálfstæðissinna í Katalóníu sprakk í byrjun vikunnar. Stjórn sem oft og tíðum virtist hafa það eina mál á stefnuskránni að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu. Draumurinn um sjálfstæði virtist ætla að rætast fyrir 5 árum, þann 10. október 2017, þegar stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði, eftir ólöglegar kosningar um málið. Það yfirlýsta sjálfstæði var reyndar dregið tilbaka nákvæmlega 56 sekúndum síðar. En sjálfstæði Katalóníu hefur sjaldan verið eins fjarlægur draumur og núna. Vildu fara ólíkar leiðir að sjálfstæði Flokkarnir tveir sem mynduðu stjórn eftir kosningarnar í fyrra eru af sitt hvorum væng stjórnmálanna. Sá stærri Esquerra, Vinstri lýðveldisflokkurinn, og sá minni og hægra megin við miðjuna, Junts, Sameinuð Katalónía. Flokkarnir hafa ekki aðeins ólíka sýn á samfélagið í öllum meginatriðum heldur greindi þá verulega á um hvernig rétt væri að halda á spilunum í sjálfstæðisbaráttunni. Esquerra vildi fara diplómatísku samningaleiðina, en Junts vildi, og hefur reyndar alltaf viljað, fara mun herskárri leið að sama marki. Og þar skildu leiðir. Vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóníu Eftir sitja vinstri menn í minnihlutastjórn og þurfa nú að gera annað af tvennu; biðja hægri mennina í Junts að styðja fjárlagafrumvarpið sem nú bíður afgreiðslu eða leita til Sósíalistaflokksins, sem vann kosningarnar í fyrra og er núna stærsti flokkurinn í Katalóníu. Og leiti flokkurinn til Sósíalistaflokksins þá er næsta víst að lítið fari fyrir sjálfstæðisbaráttu Katalóna á næstu misserum. Enda tala fréttaskýrendur á Spáni almennt um að nú séu að verða vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóna. Stuðningur við sjálfstæði fer hratt þverrandi Þegar litið er á heildarmyndina þá skyldi í raun engan undra. Stuðningur við sjálfstæði Katalóna hefur farið stigminnkandi með hverju árinu allt frá því að efnt var til hinna ólöglegu kosninga í október fyrir fimm árum. Í síðustu könnun, sem er frá því síðla í sumar, sögðust 52% vera andvíg sjálfstæði en 41% eru fylgjandi og hefur munurinn ekki mælst eins mikill í meira en 7 ár. Andstaðan við sjálfstæði jókst um 4 prósentustig á einungis þremur mánuðum. Og yfir 70% kjósenda telja að sjálfstæði Katalóníu eigi ekki að vera forgangsmál stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þúsundir fyrirtækja flýja Katalóníu Sem fyrr er andstaðan við sjálfstæði mest í borgum og stuðningur við sjálfstæði er mestur í dreifðari byggðum héraðsins. Margir telja að viðskiptaumhverfi stórborganna í Katalóníu hafi beðið nokkrar hnekki á undanförnum fimm árum vegna hinnar hvössu sjálfstæðisbaráttu sem ráðist var í, en alls hafa rúmlega 7.000 fyrirtæki flutt höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu frá árinu 2017. Meira en helmingur þeirra hefur flutt til Madrid.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira