Áskorun um auknar selaveiðar og bann við innflutningi áfengis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. október 2022 22:31 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands rýndi í gömul þingmál ásamt fréttamanni. Vísir Þúsundir kvenna hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um bann við innflutningi áfengis og bændur í Breiðafirði vilja fá að skjóta fleiri seli. Þetta eru dæmi um þau mál sem Alþingi varð að taka fyrir í lok 19. aldar. Mörg þúsund síður af gömlum alþingismálum hafa nú verið gerðar aðgengilegar almenningi. Farið var í vinnu við að skanna dagbækur Alþingis frá árinu 1845 til 1913 inn á netið fyrir rúmu ári síðan og er þeirri vinnu nú lokið. „Þetta er gríðarlega spennandi. Það er náttúrulega gaman að fá að gramsa í skjölunum sjálfum. Þetta eru hins vegar þjóðardýrgripir sem verður að fara mjög vel með en nú er þetta allt á netinu og hægt að skoða þar. Og það er alveg heillandi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Við fengum Ólaf til að kíkja með okkur á skjalasafn Alþingis og skoða bækurnar. Þar er margt skrýtið og skemmtilegt en Ólafur er sérstaklega spenntur fyrir svokölluðum bænaskrám. „Þetta er í raun svona lýðræðislegur farvegur fyrir almenning að koma áhyggjuefnum sínum af ýmsu tagi til Alþingis.“ Hér koma nokkur dæmi: Ekkja Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara biður þingið um að stofna „Vitfirringaspítala“ árið 1897, þúsundir kvenna skora á þingið að banna innflutning á áfengi 1895 og í bók frá 1885 má finna fjöldann allan af styrkbeiðnum. Til dæmis eina frá embættismanni sem er hættur að starfa og vill 100 krónu viðbót við eftirlaun sín. Áskorun um bann við innflutningi áfengis.Vísir „Að ég er ekki fær um að starfa neitt það er teljandi sé og mér til hagræðis,“ segir í skjali þar sem embættismaðurinn virðist óska eftir örorkubótum á tíma þegar slíkar bætur voru almennt ekki veittar. „Þingið var í rauninni að fást við miklu persónulegri mál. Það var verið að ákveða sérstaklega til dæmis eftirlaun embættismanna. Ekki almennt heldur fyrir hvern embættismann sérstaklega,“ segir Ólafur. Dásamlegt að upplifa tíðarandann Þetta er tja, kannski lýðræðislegra að einhverju leyti? „Ja, þetta er allavega skemmtilegra,“ svarar Ólafur. Hann er þó ekki á því að taka ætti bænaskrárnar upp að nýju. „Ekki nema það hefur skemmtigildi. En það er hins vegar dásamlegt að fá að glugga í þessar gömlu bækur og upplifa tíðaranda 19. aldar.“ Við lendum þó fljótlega á vegg þegar við flettum í gegnum bækurnar. Eða, við er kannski ekki rétta orðið. Það er nú erfitt að lesa þetta oft. „Já, sérstaklega fyrir hina yngri kynslóð sem kann eiginlega ekki að lesa skrifstafi. Ég á nú ekkert í miklum vandræðum með að lesa þetta,“ segir Ólafur og hlær. Nú er hægt að nálgast öll þessi mál á netinu og fletta í gegnum þau sem margir munu eflaust gera. Enda ótvírætt skemmtanagildi sem felst í þessu eins og Ólafur benti á. Alþingi Einu sinni var... Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Mörg þúsund síður af gömlum alþingismálum hafa nú verið gerðar aðgengilegar almenningi. Farið var í vinnu við að skanna dagbækur Alþingis frá árinu 1845 til 1913 inn á netið fyrir rúmu ári síðan og er þeirri vinnu nú lokið. „Þetta er gríðarlega spennandi. Það er náttúrulega gaman að fá að gramsa í skjölunum sjálfum. Þetta eru hins vegar þjóðardýrgripir sem verður að fara mjög vel með en nú er þetta allt á netinu og hægt að skoða þar. Og það er alveg heillandi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Við fengum Ólaf til að kíkja með okkur á skjalasafn Alþingis og skoða bækurnar. Þar er margt skrýtið og skemmtilegt en Ólafur er sérstaklega spenntur fyrir svokölluðum bænaskrám. „Þetta er í raun svona lýðræðislegur farvegur fyrir almenning að koma áhyggjuefnum sínum af ýmsu tagi til Alþingis.“ Hér koma nokkur dæmi: Ekkja Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara biður þingið um að stofna „Vitfirringaspítala“ árið 1897, þúsundir kvenna skora á þingið að banna innflutning á áfengi 1895 og í bók frá 1885 má finna fjöldann allan af styrkbeiðnum. Til dæmis eina frá embættismanni sem er hættur að starfa og vill 100 krónu viðbót við eftirlaun sín. Áskorun um bann við innflutningi áfengis.Vísir „Að ég er ekki fær um að starfa neitt það er teljandi sé og mér til hagræðis,“ segir í skjali þar sem embættismaðurinn virðist óska eftir örorkubótum á tíma þegar slíkar bætur voru almennt ekki veittar. „Þingið var í rauninni að fást við miklu persónulegri mál. Það var verið að ákveða sérstaklega til dæmis eftirlaun embættismanna. Ekki almennt heldur fyrir hvern embættismann sérstaklega,“ segir Ólafur. Dásamlegt að upplifa tíðarandann Þetta er tja, kannski lýðræðislegra að einhverju leyti? „Ja, þetta er allavega skemmtilegra,“ svarar Ólafur. Hann er þó ekki á því að taka ætti bænaskrárnar upp að nýju. „Ekki nema það hefur skemmtigildi. En það er hins vegar dásamlegt að fá að glugga í þessar gömlu bækur og upplifa tíðaranda 19. aldar.“ Við lendum þó fljótlega á vegg þegar við flettum í gegnum bækurnar. Eða, við er kannski ekki rétta orðið. Það er nú erfitt að lesa þetta oft. „Já, sérstaklega fyrir hina yngri kynslóð sem kann eiginlega ekki að lesa skrifstafi. Ég á nú ekkert í miklum vandræðum með að lesa þetta,“ segir Ólafur og hlær. Nú er hægt að nálgast öll þessi mál á netinu og fletta í gegnum þau sem margir munu eflaust gera. Enda ótvírætt skemmtanagildi sem felst í þessu eins og Ólafur benti á.
Alþingi Einu sinni var... Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent