Stjörnukokkurinn Heston Blumenthal fékk sína verstu máltíð á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2022 23:30 Heston Blumenthal er einn þekktasti kokkur Breta. Getty/Stuart C. Wilson Breski sjónvarpskokkurinn Heston Blumenthal átti eina verstu matarupplifun sína á Íslandi þegar hann lagði sér kæsta skötu til munns. Er þetta eina skiptið sem líkami hans hafnaði máltíð með svo afgerandi hætti að hún staldraði stutt við. Þetta kemur fram í viðtali við stjörnukokkinn í breska miðlinum The Guardian í dag. Blumenthal hefur komið að gerð fjölda matreiðsluþátta í Bretlandi og hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar eldunaraðferðir, bragðsamsetningar og svokallaða fjölskynjunarmatargerð. Í viðtalinu er kokkurinn meðal annars spurður að því hvort það sé einhver matur sem hann þoli ekki. Þar stendur ekki á svörum. „Eini maturinn sem ég man eftir að hafi gert það að verkum að hálsinn sagði restinni af líkama mínum að fara til fjandans fékk ég á fiskveiðibát á Íslandi. Þar fékk ég kæsta skötu sem er gerjuð skata. Ég held að þau hafi áður migið á hana en grafi hana núna til að ná fram ammoníakinu.“ Hrifnari af íslenska þorskinum Kokkurinn tekur fram að skatan hafi litið út fyrir að vera fullkomlega elduð og að eldri kynslóðin á Íslandi telji kæsta skötu vera hið mesta lostæti. „En ég reyndi að kyngja henni og hálsinn á mér slöngvaði fisknum beinustu leið út úr munninum á mér. Líkami minn eða maginn tilkynnti: „Nei, þú færð ekki að koma hér inn fyrir.““ Blumenthal mærði íslenskan þorsk í auglýsingu fyrir bresku verslunarkeðjuna Waitrose árið 2011. Þar er hvergi minnst á skötuna góðu sem hefur ekki komist á lista yfir helstu útflutningsvörur Íslands. Matur Bretland Íslandsvinir Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við stjörnukokkinn í breska miðlinum The Guardian í dag. Blumenthal hefur komið að gerð fjölda matreiðsluþátta í Bretlandi og hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar eldunaraðferðir, bragðsamsetningar og svokallaða fjölskynjunarmatargerð. Í viðtalinu er kokkurinn meðal annars spurður að því hvort það sé einhver matur sem hann þoli ekki. Þar stendur ekki á svörum. „Eini maturinn sem ég man eftir að hafi gert það að verkum að hálsinn sagði restinni af líkama mínum að fara til fjandans fékk ég á fiskveiðibát á Íslandi. Þar fékk ég kæsta skötu sem er gerjuð skata. Ég held að þau hafi áður migið á hana en grafi hana núna til að ná fram ammoníakinu.“ Hrifnari af íslenska þorskinum Kokkurinn tekur fram að skatan hafi litið út fyrir að vera fullkomlega elduð og að eldri kynslóðin á Íslandi telji kæsta skötu vera hið mesta lostæti. „En ég reyndi að kyngja henni og hálsinn á mér slöngvaði fisknum beinustu leið út úr munninum á mér. Líkami minn eða maginn tilkynnti: „Nei, þú færð ekki að koma hér inn fyrir.““ Blumenthal mærði íslenskan þorsk í auglýsingu fyrir bresku verslunarkeðjuna Waitrose árið 2011. Þar er hvergi minnst á skötuna góðu sem hefur ekki komist á lista yfir helstu útflutningsvörur Íslands.
Matur Bretland Íslandsvinir Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira