„Sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2022 17:39 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að bregðast þurfi við offituvandanum hér á landi. Einstaka aðgerðir eins og sykurskattur gætu skilað árangri en horfa þurfi á málaflokkinn heildstætt. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins var skipaður fyrir ári síðan og átti að skila niðurstöðum í mars. Það tafðist þó vegna Covid faraldursins og á hópurinn enn eftir að skila af sér. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir upplýsingum og segir alla sammála um að málefnið sé mikilvægt. „Það er alveg klárt mál að það er tilefni til aðgerða en fyrst þurfum við kannski að ná saman af því að það eru svo margar hliðar á þessu máli. Þetta er ekki bara lýðheilsumál þetta er líka sjúkdómur, lífstílssjúkdómar sem hafa verið að þróast með breyttum venjum og hegðan,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Undanfarið hefur fréttastofa fjallað um fjölgun á offituaðgerðum hér á landi en þar að auki hefur offitulyfjum ásamt sykursýkislyfjum verið ávísað saután sinnum oftar hér á landi það sem af er ári, samanborið við 2016. Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum sé of þungur og hluti þeirra glími við offitu. Í svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að brýn þörf sé á efnahagslegum aðgerðum, líkt og starfshópur frá árinu 2020 lagði til, þar á meðal lægri álögur á hollustu og hærri skatt á óhollustu, svokallaðan sykurskatt. „Sykurskatturinn er eitt þessara atriða sem geta vissulega skilað árangri en það sem að við vitum er að sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta,“ segir heilbrigðisráðherra. Hægt verði að ná almennilega utan um málin þegar starfshópurinn skili af sér. Þá telur ráðherrann ljóst að breyta þurfi venjum, hegðun og viðhorfum í samfélaginu. „Auðvitað er margt jákvætt verið að gera, það er ýmislegt vel unnið til að mynda í heilsugæslunni í heilbrigðum lífsstíl og svo framvegis, en við þurfum að gera betur,“ segir Willum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins var skipaður fyrir ári síðan og átti að skila niðurstöðum í mars. Það tafðist þó vegna Covid faraldursins og á hópurinn enn eftir að skila af sér. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir upplýsingum og segir alla sammála um að málefnið sé mikilvægt. „Það er alveg klárt mál að það er tilefni til aðgerða en fyrst þurfum við kannski að ná saman af því að það eru svo margar hliðar á þessu máli. Þetta er ekki bara lýðheilsumál þetta er líka sjúkdómur, lífstílssjúkdómar sem hafa verið að þróast með breyttum venjum og hegðan,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Undanfarið hefur fréttastofa fjallað um fjölgun á offituaðgerðum hér á landi en þar að auki hefur offitulyfjum ásamt sykursýkislyfjum verið ávísað saután sinnum oftar hér á landi það sem af er ári, samanborið við 2016. Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum sé of þungur og hluti þeirra glími við offitu. Í svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að brýn þörf sé á efnahagslegum aðgerðum, líkt og starfshópur frá árinu 2020 lagði til, þar á meðal lægri álögur á hollustu og hærri skatt á óhollustu, svokallaðan sykurskatt. „Sykurskatturinn er eitt þessara atriða sem geta vissulega skilað árangri en það sem að við vitum er að sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta,“ segir heilbrigðisráðherra. Hægt verði að ná almennilega utan um málin þegar starfshópurinn skili af sér. Þá telur ráðherrann ljóst að breyta þurfi venjum, hegðun og viðhorfum í samfélaginu. „Auðvitað er margt jákvætt verið að gera, það er ýmislegt vel unnið til að mynda í heilsugæslunni í heilbrigðum lífsstíl og svo framvegis, en við þurfum að gera betur,“ segir Willum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00
Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31
Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00