Ulf Kristersson nýr forsætisráðherra Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2022 10:05 Ulf Kristersson tekur við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Magdalenu Andersson. Getty Ulf Kristersson, formaður sænska hægriflokksins Moderaterna, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í sænska þinginu um tillögu þingforsetans Andreas Norlén í morgun. Alls greiddu 176 þingmenn atkvæði með tillögunni og 173 gegn. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið á þann veg að meirihluti þings þarf einungis að umbera forsætisráðherrann, það er ekki greiða atkvæði gegn tillögu þingforseta um forsætisráðherra. Kristersson mun leiða þriggja flokka ríkisstjórn Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra og munu Svíþjóðardemókratar, sem er nú stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmálanna, verja hana vantrausti. Kristersson tekur við embætti formanns Jafnaðarmanna, Magdalenu Andersson, sem tók við stöðunni af Stefan Löfven fyrir um ári síðan. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra.AP Hinn 58 ára Kristersson hefur átt sæti á sænska þinginu frá árinu 2014, en hann sat einnig á þingi á árunum 1991 til 2000. Á sínum yngri árum var hann formaður ungliðahreytingar Moderaterna, 1988 til 1992. Kristersson var ráðherra félags- og tryggingamála 2010 til 2014, í ríkisstjórn Fredriks Reinfeldt. Hann tók við formennsku í Moderaterna af Önnu Kinberg Batra árið 2017. Ný stjórn hefur boðað viðamiklar breytingar meðal annars á sviði innflytjendamála og orkumála, en stuðningsflokkur nýrrar stjórnar, Svíþjóðardemókrata, hefur lengi talað fyrir mun strangari stefnu í málefnum innflytjenda. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Alls greiddu 176 þingmenn atkvæði með tillögunni og 173 gegn. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið á þann veg að meirihluti þings þarf einungis að umbera forsætisráðherrann, það er ekki greiða atkvæði gegn tillögu þingforseta um forsætisráðherra. Kristersson mun leiða þriggja flokka ríkisstjórn Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra og munu Svíþjóðardemókratar, sem er nú stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmálanna, verja hana vantrausti. Kristersson tekur við embætti formanns Jafnaðarmanna, Magdalenu Andersson, sem tók við stöðunni af Stefan Löfven fyrir um ári síðan. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra.AP Hinn 58 ára Kristersson hefur átt sæti á sænska þinginu frá árinu 2014, en hann sat einnig á þingi á árunum 1991 til 2000. Á sínum yngri árum var hann formaður ungliðahreytingar Moderaterna, 1988 til 1992. Kristersson var ráðherra félags- og tryggingamála 2010 til 2014, í ríkisstjórn Fredriks Reinfeldt. Hann tók við formennsku í Moderaterna af Önnu Kinberg Batra árið 2017. Ný stjórn hefur boðað viðamiklar breytingar meðal annars á sviði innflytjendamála og orkumála, en stuðningsflokkur nýrrar stjórnar, Svíþjóðardemókrata, hefur lengi talað fyrir mun strangari stefnu í málefnum innflytjenda.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14