Útsvarstekjur Reykjanesbæjar aukast um fimmtung milli ára
Útsvarsgreiðslur til íslenskra sveitarfélaga jukust um 11,7 prósent milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins, eða um samtals 22,6 milljarða króna, að því er kemur fram í gögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga um greitt útsvar. Af stærstu sveitarfélögum landsins varð langmesta aukningin hjá Reykjanesbæ.
Tengdar fréttir
Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins
Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði.
Stefnir í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á launagjöld
Það gæti stefnt í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á hækkun launagjalda og fjölgun stöðugilda. Einnig þarf að huga betur að samsetningu starfsfólks sem sinnir grunnþjónustu svo að þjónustustig sé í samræmi við fjölda starfsmanna og þjónustuþörf. Þetta segir Haraldur L. Haraldsson, hjá HLH Ráðgjöf, sem hefur áratuga reynslu af ráðgjöf á stjórnskipulagi, fjármálum og rekstri sveitarfélaga.