Þjónusta án skilyrða við ungt fólk, hversu mikils virði er það? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 17. október 2022 15:31 Mikið er fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi í dag. Aukinn kvíði, vansæld, einmanaleiki, vanlíðan vegna samskipta, ofbeldi. Nýjustu fréttir er að kulnun sé algengust meðal 18-24 ára. Fólk þarf annað fólk og upplifa að tilheyra samfélagi. Við þurfum stundum bara að fá einhvern sem sér mann, hlustar, skilur og getur hjálpað að greina hvað er hvað. Það er hægt að auka aðgengi að stuðningi, auka aðgengi að einfaldri ráðgjöf. Ekki allt þarf flóknar greiningar og klínískar aðferðir til lausna. Það módel er að verða gjaldþrota eins og endalausir biðlistar sýna okkur. Við upplifum öll á einhverjum tímapunkti vanlíðan og erfiðar tilfinningar, sérstaklega þegar við erum á unglingsaldri. Það er líka svo margt sem veldur vanlíðan og vanda sem ekki fellur innan þröngra skilgreininga geðgreininga. Heimurinn er flókinn, það er flókið að vera ung manneskja á þröskuldi þess að verða fullorðin. Þarna verða samskipti oft erfið, við foreldra, vini og kunningja. Svo erum við að hefja ástarsambönd við annað fólk sem getur verið flókið. Það kemur líka margt fyrir á þessum aldri sem þarf að vera hægt að ræða á öruggum stað. Rannsóknir sýna okkur að ef stuðningur fæst ekki á réttum tíma geta slík mál leitt til geð-, fíkni- og heilsufarsvanda seinna á lífsleiðinni. Í Berginu hittum við 60-70 ungmenni í hverri einustu viku, þau eru metin með tilteknum hætti til að greina alvarleika vanda. Engum er neitað, allir fá eyra og rannsóknir okkar sýna að mjög margir fá bót með því að koma í Bergið. Það er þeim líður betur, upplifa minni kvíða og meiri virkni í daglegu lífi. Fyrir marga sem vanir eru að vinna í greiningarumhverfi geðheilbrigðisþjónustu er þetta mjög framandi hugmyndafræði. Allir mega koma, fá tíma og fá áheyrn. Þau mega koma eins oft og þau vilja og þau mega nota þjónustuna nákvæmlega eins og þau vilja. Þau geta komið einu sinni og svo aftur eftir ár, eða í hverri viku í einhvern tíma meðan verið er að vinna að málum. Stundum eru þau aðstoðuð við að fá meiri þjónustu en þeim er ekki úthýst úr Berginu á meðan. Að meðaltali kemur unga fólkið í fjóra tíma í Berginu, þó margir koma sjaldnar og einhverjir oftar. Við byggjum á áströlsku módeli um snemmtæka íhlutun fyrir ungt fólk sem hefur verið í prófun síðustu 15 ár, þar er headspace þjónusta í boði fyrri stóran hluta ungmenna í Ástralíu í þeirra heimaumhverfi. Þessi þjónusta er einnig um alla Danmörku og nú eru Norðmenn að opna 6 slíkar stöðvar á næstu mánuðum. Bergið er aðeins á einum stað í Reykjavík, við sinnum einnig þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði og hefur það reynst mjög vel. Okkur langar að bjóða öllum ungmennum á landinu möguleika á að hafa slíka þjónustu í nærumhverfi, það væri hægt með ýmis konar útfærslum. Til þess þarf ríkið og sveitafélög að koma að borðinu með okkur og tryggja að Bergið geti framkvæmt þjónstuna Við erum þess fullviss að framtíðarvandi og þjónustuþörf má minnka með því að veita slíka þjónustu á þessum tímapunkti í lífi fólks. Danska heasdspace þjónustan hefur metið það sem svo að hver króna sem fer í slíka lágþröskuldaþjónustu skili sér í 7 króna sparnaði í framtíðinni. Með því að veita Berginu headspace aðeins 10% af þeim fjárveitingum sem SÁÁ fær til að sinni þjónustu sinni væri hægt að bjóða upp á þessa þjónustu um allt land fyrir öll ungmenni á aldrinum 12-25 ára án takmarkana. Það væri held ég þess virði, við erum til, við eigum módelið, við eigum fagfólkið og við finnum að ungmennin vilja koma til okkar. Það eina sem þarf er trygging á fjármagni og það ekki svo mikið miðað við hvað það kostar okkur að gera það ekki. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mikið er fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi í dag. Aukinn kvíði, vansæld, einmanaleiki, vanlíðan vegna samskipta, ofbeldi. Nýjustu fréttir er að kulnun sé algengust meðal 18-24 ára. Fólk þarf annað fólk og upplifa að tilheyra samfélagi. Við þurfum stundum bara að fá einhvern sem sér mann, hlustar, skilur og getur hjálpað að greina hvað er hvað. Það er hægt að auka aðgengi að stuðningi, auka aðgengi að einfaldri ráðgjöf. Ekki allt þarf flóknar greiningar og klínískar aðferðir til lausna. Það módel er að verða gjaldþrota eins og endalausir biðlistar sýna okkur. Við upplifum öll á einhverjum tímapunkti vanlíðan og erfiðar tilfinningar, sérstaklega þegar við erum á unglingsaldri. Það er líka svo margt sem veldur vanlíðan og vanda sem ekki fellur innan þröngra skilgreininga geðgreininga. Heimurinn er flókinn, það er flókið að vera ung manneskja á þröskuldi þess að verða fullorðin. Þarna verða samskipti oft erfið, við foreldra, vini og kunningja. Svo erum við að hefja ástarsambönd við annað fólk sem getur verið flókið. Það kemur líka margt fyrir á þessum aldri sem þarf að vera hægt að ræða á öruggum stað. Rannsóknir sýna okkur að ef stuðningur fæst ekki á réttum tíma geta slík mál leitt til geð-, fíkni- og heilsufarsvanda seinna á lífsleiðinni. Í Berginu hittum við 60-70 ungmenni í hverri einustu viku, þau eru metin með tilteknum hætti til að greina alvarleika vanda. Engum er neitað, allir fá eyra og rannsóknir okkar sýna að mjög margir fá bót með því að koma í Bergið. Það er þeim líður betur, upplifa minni kvíða og meiri virkni í daglegu lífi. Fyrir marga sem vanir eru að vinna í greiningarumhverfi geðheilbrigðisþjónustu er þetta mjög framandi hugmyndafræði. Allir mega koma, fá tíma og fá áheyrn. Þau mega koma eins oft og þau vilja og þau mega nota þjónustuna nákvæmlega eins og þau vilja. Þau geta komið einu sinni og svo aftur eftir ár, eða í hverri viku í einhvern tíma meðan verið er að vinna að málum. Stundum eru þau aðstoðuð við að fá meiri þjónustu en þeim er ekki úthýst úr Berginu á meðan. Að meðaltali kemur unga fólkið í fjóra tíma í Berginu, þó margir koma sjaldnar og einhverjir oftar. Við byggjum á áströlsku módeli um snemmtæka íhlutun fyrir ungt fólk sem hefur verið í prófun síðustu 15 ár, þar er headspace þjónusta í boði fyrri stóran hluta ungmenna í Ástralíu í þeirra heimaumhverfi. Þessi þjónusta er einnig um alla Danmörku og nú eru Norðmenn að opna 6 slíkar stöðvar á næstu mánuðum. Bergið er aðeins á einum stað í Reykjavík, við sinnum einnig þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði og hefur það reynst mjög vel. Okkur langar að bjóða öllum ungmennum á landinu möguleika á að hafa slíka þjónustu í nærumhverfi, það væri hægt með ýmis konar útfærslum. Til þess þarf ríkið og sveitafélög að koma að borðinu með okkur og tryggja að Bergið geti framkvæmt þjónstuna Við erum þess fullviss að framtíðarvandi og þjónustuþörf má minnka með því að veita slíka þjónustu á þessum tímapunkti í lífi fólks. Danska heasdspace þjónustan hefur metið það sem svo að hver króna sem fer í slíka lágþröskuldaþjónustu skili sér í 7 króna sparnaði í framtíðinni. Með því að veita Berginu headspace aðeins 10% af þeim fjárveitingum sem SÁÁ fær til að sinni þjónustu sinni væri hægt að bjóða upp á þessa þjónustu um allt land fyrir öll ungmenni á aldrinum 12-25 ára án takmarkana. Það væri held ég þess virði, við erum til, við eigum módelið, við eigum fagfólkið og við finnum að ungmennin vilja koma til okkar. Það eina sem þarf er trygging á fjármagni og það ekki svo mikið miðað við hvað það kostar okkur að gera það ekki. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun