Brjótum glæpahringina upp Atli Bollason skrifar 18. október 2022 07:01 Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa. Það eru miklu einfaldari leiðir til ef ætlunin er raunverulega að brjóta á bak aftur skipulagða glæpastarfsemi. Skipulagðir brotahópar byggja afkomu sína að langmestu leyti á sölu vímuefna. Dyggustu stuðningsmenn bannstefnunnar í vímuefnamálum eru því glæpahringir. Slíkir hringir starfa raunverulega í skjóli Alþingis því ef efnin sem þeir selja væru gerð lögleg væri tekjugrundvöllur starfseminnar brostinn og hóparnir þar með úr sögunni hérlendis. Um þetta hef ég nýlega ritað í lengra og ítarlegra máli. Það myndi líka grynnka verulega í fangelsum landsins og kúguð burðardýr í vonlausri aðstöðu gætu loks um frjálst höfuð strokið. Með lögleiðingu efnanna yrði til nýr skattstofn, einhvers staðar í kringum 70 milljarðar á ári ef mið er tekið af götuverðmæti þeirra efna sem Íslendingar notuðu á árunum 2017-2020, sem ríkið gæti ráðstafað að vild til heilbrigðismála, menningarmála, félagsmála eða til að greiða niður skuldir ríkisins. Dómsmálaráðherra gæti bætt um betur, tekið höndum saman við vinnumarkaðsráðherra, efnahagsráðherra og nýsköpunarráðherra og hafið framleiðslu á efnunum hérlendis. Þar yrðu til fjöldamörg störf við rannsóknir, framleiðslu, drefingu og sölu þeirra. Með því sama yrðu óhrein vímuefni úr sögunni og öryggi notenda–bæði fíkla og hinna sem eru miklu fleiri og nota efnin vandræðalaust–því stórbætt. Allt yrði þetta að sjálfsögu undir handleiðslu heilbrigðisráðherra, enda eru sum efnanna á bannlista stjórnvalda næstum því jafnhættuleg og áfengi og því mikilvægt að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða og tryggja aðgang að niðurgreiddum meðferðarúrræðum fyrir þau sem þess þurfa. Að síðustu hefur þessi leið þann kost umfram svokallaðar afbrotavarnir dómsmálaráðherra að hún eykur á frelsi fólks fremur en að draga úr því. Meira frelsi, meiri tekjur og endalok skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi - allt með einu pennastriki. Já takk! Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Fíkniefnabrot Dómsmál Atli Bollason Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa. Það eru miklu einfaldari leiðir til ef ætlunin er raunverulega að brjóta á bak aftur skipulagða glæpastarfsemi. Skipulagðir brotahópar byggja afkomu sína að langmestu leyti á sölu vímuefna. Dyggustu stuðningsmenn bannstefnunnar í vímuefnamálum eru því glæpahringir. Slíkir hringir starfa raunverulega í skjóli Alþingis því ef efnin sem þeir selja væru gerð lögleg væri tekjugrundvöllur starfseminnar brostinn og hóparnir þar með úr sögunni hérlendis. Um þetta hef ég nýlega ritað í lengra og ítarlegra máli. Það myndi líka grynnka verulega í fangelsum landsins og kúguð burðardýr í vonlausri aðstöðu gætu loks um frjálst höfuð strokið. Með lögleiðingu efnanna yrði til nýr skattstofn, einhvers staðar í kringum 70 milljarðar á ári ef mið er tekið af götuverðmæti þeirra efna sem Íslendingar notuðu á árunum 2017-2020, sem ríkið gæti ráðstafað að vild til heilbrigðismála, menningarmála, félagsmála eða til að greiða niður skuldir ríkisins. Dómsmálaráðherra gæti bætt um betur, tekið höndum saman við vinnumarkaðsráðherra, efnahagsráðherra og nýsköpunarráðherra og hafið framleiðslu á efnunum hérlendis. Þar yrðu til fjöldamörg störf við rannsóknir, framleiðslu, drefingu og sölu þeirra. Með því sama yrðu óhrein vímuefni úr sögunni og öryggi notenda–bæði fíkla og hinna sem eru miklu fleiri og nota efnin vandræðalaust–því stórbætt. Allt yrði þetta að sjálfsögu undir handleiðslu heilbrigðisráðherra, enda eru sum efnanna á bannlista stjórnvalda næstum því jafnhættuleg og áfengi og því mikilvægt að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða og tryggja aðgang að niðurgreiddum meðferðarúrræðum fyrir þau sem þess þurfa. Að síðustu hefur þessi leið þann kost umfram svokallaðar afbrotavarnir dómsmálaráðherra að hún eykur á frelsi fólks fremur en að draga úr því. Meira frelsi, meiri tekjur og endalok skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi - allt með einu pennastriki. Já takk! Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun