Innlent

Guð­veig nýr for­maður Kvenna í Fram­sókn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Guðveig Lind Eyglóardóttir er nýr formaður Kvenna í Framsókn.
Guðveig Lind Eyglóardóttir er nýr formaður Kvenna í Framsókn.

Guðveig Lind Eyglóardóttir var um helgina kjörin formaður kvenna í Framsókn. Guðveig er oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.

Guðveig hefur verið oddviti flokksins í Borgarbyggð síðan árið 2014 og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð og formaður stjórnar í Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Þá er Guðveig formaður Byggðamálaráðs. 

Hún starfaði um árabil í ferðaþjónustu, síðast sem hótelstjóri á Hótel Hamri í Borgarnesi. Guðveig er með B.A.-gráðu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og MLM í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. 

Fjórar aðrar konur voru kjörnar í framkvæmdastjórn félagsins, þær Berglind Sunna Bragadóttir, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Unnur Þöll Benediktsdóttir.

Til vara verða Anna Karen Svövudóttir og Karítas Ríkharðsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×