Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2022 21:01 Díana og Guðbjörg en hún er elsti núlifandi Sunnlendingurinn, 103 ára gömul. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tók tappa úr kampavínsflösku og skálað við tvo af fyrstu heimilismönnunum, sem fluttu inn í Móberg. „Heyrðu, nú erum við bara að skála fyrir þessu dásamlega húsi, sem við erum komin inn í. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skála þá er það í dag,“ segir Díana kampakát. „Það eru búnar að vera miklar tafir hérna í framkvæmdum og loksins er rekstrarleyfið er komið í hús og fólkið er að streyma hérna inn. Hérna ætlum við að búa, sem heimilisfólk og hafa það gott, hérna verður alltaf fjör og stemming, ekki spurning,“ bætir Díana við. Nýja heimilið, sem er byggt í hring er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvert herbergi er 25 fermetrar á stærð með öllum þægindum, enda er heimilisfólkið í skýjunum með nýju vistaverur sínar. „Þetta eru bara svítur, ekkert annað, þetta er alveg meiriháttar. Hér á eftir að fara vel um mig, hér er ég komin á góðan stað, mjög góðan,“ segir Gestur Sigfús Halldórsson, íbúi á Móbergi, alsæll með aðstöðuna sína. Ölver Bjarnason er líka nýr íbúi á Móbergi. „Ég er á svítu, ekki spurning“, segir Ölver. Gestur (t.h.) og Ölver eru mjög sælir og glaðir að vera komnir á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjörg Eiríksdóttir frá Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er elsti núlifandi íbúi Suðurlands, 103 ára. Hún er flutt inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Mér líst bara vel á mig, það þýðir ekkert annað. Ég er nú orðin óttalega gömul. Þetta er mjög fallegt heimili, ég taldi að ég kæmist aldrei alla leið hingað en það hafðist og þetta er fínasta heimili. En þetta er svolítið skrítið að vera að lifa svona lengi,“ segir Guðbjörg. Árborg Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tók tappa úr kampavínsflösku og skálað við tvo af fyrstu heimilismönnunum, sem fluttu inn í Móberg. „Heyrðu, nú erum við bara að skála fyrir þessu dásamlega húsi, sem við erum komin inn í. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skála þá er það í dag,“ segir Díana kampakát. „Það eru búnar að vera miklar tafir hérna í framkvæmdum og loksins er rekstrarleyfið er komið í hús og fólkið er að streyma hérna inn. Hérna ætlum við að búa, sem heimilisfólk og hafa það gott, hérna verður alltaf fjör og stemming, ekki spurning,“ bætir Díana við. Nýja heimilið, sem er byggt í hring er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvert herbergi er 25 fermetrar á stærð með öllum þægindum, enda er heimilisfólkið í skýjunum með nýju vistaverur sínar. „Þetta eru bara svítur, ekkert annað, þetta er alveg meiriháttar. Hér á eftir að fara vel um mig, hér er ég komin á góðan stað, mjög góðan,“ segir Gestur Sigfús Halldórsson, íbúi á Móbergi, alsæll með aðstöðuna sína. Ölver Bjarnason er líka nýr íbúi á Móbergi. „Ég er á svítu, ekki spurning“, segir Ölver. Gestur (t.h.) og Ölver eru mjög sælir og glaðir að vera komnir á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjörg Eiríksdóttir frá Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er elsti núlifandi íbúi Suðurlands, 103 ára. Hún er flutt inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Mér líst bara vel á mig, það þýðir ekkert annað. Ég er nú orðin óttalega gömul. Þetta er mjög fallegt heimili, ég taldi að ég kæmist aldrei alla leið hingað en það hafðist og þetta er fínasta heimili. En þetta er svolítið skrítið að vera að lifa svona lengi,“ segir Guðbjörg.
Árborg Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira